Heimir hefði ekki valið Messi og félaga Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 13:01 Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson hafa ekki haft mikinn tíma til að miðla upplýsingum fyrir fyrsta leik Jamaíku eftir ráðninguna á þeim. Instagram/@jff_football Á morgun leikur Jamaíka sinn fyrsta leik undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og andstæðingurinn er Argentína, með Lionel Messi í broddi fylkingar. Lið sem er í 4. sæti heimslista alþjóða knattspyrnusambandsins. Um vináttulandsleik er að ræða sem fram fer í New York og Heimir segir ljóst að gegn einu besta landsliði heims vilji hann fyrst og fremst sjá góða frammistöðu, þó að óskin sé alltaf sú að vinna leiki. „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði sjálfur fengið að velja andstæðing til að spila við þá hefði ég ekki valið Argentínu, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Heimir við Jamaica Observer. „Það að sjá leikmennina í þessu umhverfi er tækifæri fyrir mig til að læra, til að skoða og meta, og eftir þennan leik getum við séð hvort og hverju þarf að breyta,“ sagði Heimir. Jamaíska knattspyrnusambandið birti myndir frá æfingu landsliðsins í New Jersey í gær þar sem sjá má Heimi og markmannsþjálfarann Guðmund Hreiðarsson leiðbeina sínum nýju lærisveinum. View this post on Instagram A post shared by Jamaica Football Federation (@jff_football) Heimir þurfti að gera eina breytingu á hópnum sínum því því Greg Leigh, vinstri bakvörður Ipswich á Englandi, meiddist og Ricardo Thomas, leikmaður Waterhouse í heimalandinu, kom inn í hans stað. Áður, þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Jamaíku, hafði kann kallað á fyrirliðann og markvörðinn Andre Blake inn í hópinn sem knattspyrnusamband Jamaíku hafði tilkynnt um fyrir ráðningu Heimis. Sambandið hafði hlotið mikla gagnrýni fyrir að sniðganga Blake sem hafði áður gagnrýnt sambandið opinberlega og sagt fleira en nýjan þjálfara þurfa til að breyta því hvert það stefndi. Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Um vináttulandsleik er að ræða sem fram fer í New York og Heimir segir ljóst að gegn einu besta landsliði heims vilji hann fyrst og fremst sjá góða frammistöðu, þó að óskin sé alltaf sú að vinna leiki. „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði sjálfur fengið að velja andstæðing til að spila við þá hefði ég ekki valið Argentínu, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Heimir við Jamaica Observer. „Það að sjá leikmennina í þessu umhverfi er tækifæri fyrir mig til að læra, til að skoða og meta, og eftir þennan leik getum við séð hvort og hverju þarf að breyta,“ sagði Heimir. Jamaíska knattspyrnusambandið birti myndir frá æfingu landsliðsins í New Jersey í gær þar sem sjá má Heimi og markmannsþjálfarann Guðmund Hreiðarsson leiðbeina sínum nýju lærisveinum. View this post on Instagram A post shared by Jamaica Football Federation (@jff_football) Heimir þurfti að gera eina breytingu á hópnum sínum því því Greg Leigh, vinstri bakvörður Ipswich á Englandi, meiddist og Ricardo Thomas, leikmaður Waterhouse í heimalandinu, kom inn í hans stað. Áður, þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Jamaíku, hafði kann kallað á fyrirliðann og markvörðinn Andre Blake inn í hópinn sem knattspyrnusamband Jamaíku hafði tilkynnt um fyrir ráðningu Heimis. Sambandið hafði hlotið mikla gagnrýni fyrir að sniðganga Blake sem hafði áður gagnrýnt sambandið opinberlega og sagt fleira en nýjan þjálfara þurfa til að breyta því hvert það stefndi.
Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira