Vörukarfan lækkar í helmingi verslana Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2022 13:02 Mest hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 4,6 prósent og hækkaði verð í versluninni í öllum vöruflokkum nema einum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Vörukarfa ASÍ hækkaði í fjórum af átta matvöruverslunum og lækkaði í fjórum verslunum á fjögurra mánaða tímabili, frá byrjun maí til byrjun september. Frá þessu segir í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir að mest hafi vörukarfan hækkað hjá Hagkaup, 4,6 prósent og næst mest hjá Heimkaup, eða 4,3 prósent. „Mest lækkaði vörukarfan í Krambúðinni, 3,9% og um 2,6% hjá Kjörbúðinni. Vörukarfa ASÍ endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. 4,6% hækkun á vörukörfunni í Hagkaup og 4,3% í Heimkaup Mest hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 4,6% og hækkaði verð í versluninni í öllum vöruflokkum nema einum. Mest hækkaði kjötvara og grænmeti í verði hjá Hagkaup en einnig verð á brauð- og kornvöru, mjólkurvörum og hreinlætis- og snyrtivöru. Næst mest hækkaði verð hjá Heimkaup, 4,3% og hækkaði verð í öllum vöruflokkum verslunarinnar nema flokki grænmetis. Í Heimkaup hækkaði verð á ávöxtum og kjötvöru mest. Lítil hækkun var á vörukörfunni í Bónus, 0,9% og Krónunni, 0,4%. Hafa ber í huga að verð í flokki kjötvöru, grænmetis og ávaxta getur sveiflast milli kannanna. Vörukarfan lækkar í öllum verslunum Samkaupa Mest lækkaði verð í Krambúðinni, um 3,9%, 2,6% í Kjörbúðinni, 2,2% í Nettó og 1,5% í Iceland. Verslanirnar eru allar hluti af verslanakeðju Samkaupa. Verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði í öllum fjórum verslununum sem og verð á ávöxtum og grænmeti. Verð á drykkjarvöru í þremur verslunum verslunarkeðjunnar en stóð í stað í Nettó. Verð á hreinlætisvöru lækkaði einnig í öllum þessum verslunum nema Iceland. Mestar verðhækkanir í flokki brauð- og kornvara, kjötvara og hreinlætis- og snyrtivara Verð á ávöxtum, og grænmeti lækkaði mest í könnuninni en verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði einnig nokkuð í sumum verslunum. Verð á kjötvöru hækkaði í helmingi verslana en lækkaði í helmingi verslana. Hafa ber í huga að ávextir, grænmeti og kjötvara eru matvöruflokkar þar sem verð sveiflast mest milli kannana. Verð á ávöxtum lækkaði í öllum verslunum nema Heimkaup. Mest lækkaði verð á ávöxtum í Krambúðinni, 15,5% á meðan vöruflokkurinn hækkaði um rúm 23% í Iceland. Verð á grænmeti lækkaði í 5 af 8 verslunum, mest í Kjörbúðinni, 16,8%. Verð á kjötvöru lækkaði í 4 verslunum af 8, mest um 8% í Nettó en mest hækkun varð á kjötvöru í Hagkaup, 9,5%. Verð á brauð- og kornvöru hækkaði í meirihluta verslana sem og verð á hreinlætis- og snyrtivöru. Þá hækkaði verð á „ýmissi matvöru“ sem má rekja til töluverðra verðhækkana á fiskmeti en flokkurinn samanstendur af fiski, olíu og feitmeti og loks annarri matvöru, svo sem sósum, kryddi og dósamat,“ segir í tilkynningunni frá ASÍ. Verðkannanir ASÍ á vörukörfunni voru gerðar 11. til 18. maí 2022 og 8. til 15. september 2022. Fjármál heimilisins Verslun Neytendur ASÍ Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir að mest hafi vörukarfan hækkað hjá Hagkaup, 4,6 prósent og næst mest hjá Heimkaup, eða 4,3 prósent. „Mest lækkaði vörukarfan í Krambúðinni, 3,9% og um 2,6% hjá Kjörbúðinni. Vörukarfa ASÍ endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. 4,6% hækkun á vörukörfunni í Hagkaup og 4,3% í Heimkaup Mest hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 4,6% og hækkaði verð í versluninni í öllum vöruflokkum nema einum. Mest hækkaði kjötvara og grænmeti í verði hjá Hagkaup en einnig verð á brauð- og kornvöru, mjólkurvörum og hreinlætis- og snyrtivöru. Næst mest hækkaði verð hjá Heimkaup, 4,3% og hækkaði verð í öllum vöruflokkum verslunarinnar nema flokki grænmetis. Í Heimkaup hækkaði verð á ávöxtum og kjötvöru mest. Lítil hækkun var á vörukörfunni í Bónus, 0,9% og Krónunni, 0,4%. Hafa ber í huga að verð í flokki kjötvöru, grænmetis og ávaxta getur sveiflast milli kannanna. Vörukarfan lækkar í öllum verslunum Samkaupa Mest lækkaði verð í Krambúðinni, um 3,9%, 2,6% í Kjörbúðinni, 2,2% í Nettó og 1,5% í Iceland. Verslanirnar eru allar hluti af verslanakeðju Samkaupa. Verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði í öllum fjórum verslununum sem og verð á ávöxtum og grænmeti. Verð á drykkjarvöru í þremur verslunum verslunarkeðjunnar en stóð í stað í Nettó. Verð á hreinlætisvöru lækkaði einnig í öllum þessum verslunum nema Iceland. Mestar verðhækkanir í flokki brauð- og kornvara, kjötvara og hreinlætis- og snyrtivara Verð á ávöxtum, og grænmeti lækkaði mest í könnuninni en verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði einnig nokkuð í sumum verslunum. Verð á kjötvöru hækkaði í helmingi verslana en lækkaði í helmingi verslana. Hafa ber í huga að ávextir, grænmeti og kjötvara eru matvöruflokkar þar sem verð sveiflast mest milli kannana. Verð á ávöxtum lækkaði í öllum verslunum nema Heimkaup. Mest lækkaði verð á ávöxtum í Krambúðinni, 15,5% á meðan vöruflokkurinn hækkaði um rúm 23% í Iceland. Verð á grænmeti lækkaði í 5 af 8 verslunum, mest í Kjörbúðinni, 16,8%. Verð á kjötvöru lækkaði í 4 verslunum af 8, mest um 8% í Nettó en mest hækkun varð á kjötvöru í Hagkaup, 9,5%. Verð á brauð- og kornvöru hækkaði í meirihluta verslana sem og verð á hreinlætis- og snyrtivöru. Þá hækkaði verð á „ýmissi matvöru“ sem má rekja til töluverðra verðhækkana á fiskmeti en flokkurinn samanstendur af fiski, olíu og feitmeti og loks annarri matvöru, svo sem sósum, kryddi og dósamat,“ segir í tilkynningunni frá ASÍ. Verðkannanir ASÍ á vörukörfunni voru gerðar 11. til 18. maí 2022 og 8. til 15. september 2022.
Fjármál heimilisins Verslun Neytendur ASÍ Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira