Erlent

Hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra verða lög­leg á Kúbu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kúbverjar kusu með lagabreytingunni.
Kúbverjar kusu með lagabreytingunni. EPA/Yander Zamora

Kúbverjar gengu að kjörborðinu í gær þar sem kjósendur greiddu atkvæði um hvort gera ætti hjónabönd samkynhneigðra lögleg í landinu. Nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða er ljóst að þau verði gerð lögleg.

Kjörsókn var 74 prósent en um 6,2 milljónir manna greiddu atkvæði í kosningunum. Tæpar fjórar milljónir greiddu atkvæði með hjónaböndunum og tvær milljónir gegn þeim. Rúmlega 350 þúsund atkvæði voru auð eða ógild.

Með þessu verða hjónabönd samkynhneigðra lögleg frá og með föstudeginum 30. september næstkomandi.

Það eru ekki einungis hjónabönd samkynhneigðra sem nú eru leyfileg heldur má fólk af sama kyni nú einnig ættleiða börn saman og sjá lögin til þess að réttindi kvenna, barna og aldraðra eru mun öruggari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×