„Enginn tími til að renna á rassinn núna” Árni Gísli Magnússon skrifar 26. september 2022 20:30 Kristján Guðmundsson að athuga hvort einhver af hans leikmönnum sé að renna á rassinn. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan sigraði Þór/KA örugglega, 0-4, í Boganum á Akureyri í lokaleik 17. umferðar Bestu deildar kvenna. Með sigrinum fór Stjarnan upp í 2. sæti og er því með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina hvað varðar Evrópusæti. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok en sagði þó að Evrópusætið væri langt frá því að vera tryggt. „Þór/KA á fyrsta skotið að marki í leiknum og ég er yfirleitt ekki sáttur með það þegar andstæðingurinn á fyrsta skot að marki en svo fannst mér bara leikmennirnir okkar vera alveg frábærar og skora úr fyrstu hornspyrnunni og einhvernveginn líta aldrei til baka og mér fannst þær spila gríðarlega vel, sérstaklega náttúrulega fyrri hálfleikinn.” Leikurinn fór fram í Boganum sökum óveðursins í gær en Þórsvöllur var illa á sig kominn eftir það. Stjörnunni virtist líða miklu betur en heimakonum á gervigrasinu strax frá byrjun. „Ég held að það hafi verið fyrst og fremst hvernig við spiluðum með boltann, þ.e.a.s. sóknarleikurinn okkar, hann var hraður og fínn og ég held að það hafi verið lykilinn að þessu að þegar við unnum boltann og vorum með hann þá var mikil hreyfing á liðinu og auðvelt að finna leikmenn til að senda á og sóknirnar okkar góðar. Ég held að það hafi verið svona lykillinn að þessu og þegar lið eru svona sterk með boltann þá fylgir varnarleikurinn eftir.” Stjarnan er í Evrópusæti sem stendur en lokaumferðin er eftir þar sem allt getur gerst. „Það er enginn tími til að renna á rassinn núna, það er alveg á hreinu, og miðað við hvernig leikmenn komu að þessum leik í dag þá hef ég fulla trú á því að þær komi inn í leikinn á laugardaginn með sama hugarfar og spili góðan leik svipað og í dag. En það er nýr mótherji sem er alveg jafn sterkur og Þór/KA og við þurfum bara að vera tilbúnar.” Audrey Rose Baldwin stóð á milli stanganna hjá Stjörnunni í dag en hún spilaði með HK í Lengjudeildinni í sumar. Hún fékk tímabundin félagaskipti yfir til Stjörnunnar fyrr í dag. En hvernig stendur á því að hún var í markinu? „Þetta kom til vegna þess að Chanté [Sandiford] fékk höfuðhögg sem hefur spilað leikina fyrir okkur og akkúrat er staðan þannig núna hjá okkur að við erum ekki með annan markmann af ýmsum ástæðum og óskuðum eftir neyðarláni, eða ég veit ekki hvað það er kallað, og við fengum það sem betur fer.” „Ég á alveg von á því að Audrey spili á laugardaginn. Ég held að Chanté megi ekkert spila næstu dagana. Það verður að fara varlega með þessu meiðsli þannig það er mjög líklegt,” sagði Kristján að lokum aðspurður hvort Audrey muni standa á milli stanganna í lokaleiknum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok en sagði þó að Evrópusætið væri langt frá því að vera tryggt. „Þór/KA á fyrsta skotið að marki í leiknum og ég er yfirleitt ekki sáttur með það þegar andstæðingurinn á fyrsta skot að marki en svo fannst mér bara leikmennirnir okkar vera alveg frábærar og skora úr fyrstu hornspyrnunni og einhvernveginn líta aldrei til baka og mér fannst þær spila gríðarlega vel, sérstaklega náttúrulega fyrri hálfleikinn.” Leikurinn fór fram í Boganum sökum óveðursins í gær en Þórsvöllur var illa á sig kominn eftir það. Stjörnunni virtist líða miklu betur en heimakonum á gervigrasinu strax frá byrjun. „Ég held að það hafi verið fyrst og fremst hvernig við spiluðum með boltann, þ.e.a.s. sóknarleikurinn okkar, hann var hraður og fínn og ég held að það hafi verið lykilinn að þessu að þegar við unnum boltann og vorum með hann þá var mikil hreyfing á liðinu og auðvelt að finna leikmenn til að senda á og sóknirnar okkar góðar. Ég held að það hafi verið svona lykillinn að þessu og þegar lið eru svona sterk með boltann þá fylgir varnarleikurinn eftir.” Stjarnan er í Evrópusæti sem stendur en lokaumferðin er eftir þar sem allt getur gerst. „Það er enginn tími til að renna á rassinn núna, það er alveg á hreinu, og miðað við hvernig leikmenn komu að þessum leik í dag þá hef ég fulla trú á því að þær komi inn í leikinn á laugardaginn með sama hugarfar og spili góðan leik svipað og í dag. En það er nýr mótherji sem er alveg jafn sterkur og Þór/KA og við þurfum bara að vera tilbúnar.” Audrey Rose Baldwin stóð á milli stanganna hjá Stjörnunni í dag en hún spilaði með HK í Lengjudeildinni í sumar. Hún fékk tímabundin félagaskipti yfir til Stjörnunnar fyrr í dag. En hvernig stendur á því að hún var í markinu? „Þetta kom til vegna þess að Chanté [Sandiford] fékk höfuðhögg sem hefur spilað leikina fyrir okkur og akkúrat er staðan þannig núna hjá okkur að við erum ekki með annan markmann af ýmsum ástæðum og óskuðum eftir neyðarláni, eða ég veit ekki hvað það er kallað, og við fengum það sem betur fer.” „Ég á alveg von á því að Audrey spili á laugardaginn. Ég held að Chanté megi ekkert spila næstu dagana. Það verður að fara varlega með þessu meiðsli þannig það er mjög líklegt,” sagði Kristján að lokum aðspurður hvort Audrey muni standa á milli stanganna í lokaleiknum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20