Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2022 13:46 Lekarnir valda miklu umbroti á yfirborði Eystrasalts. Danski herinn Tvær sprengingar greindust greinilega á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Þá birtu Danir í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. Fyrsta sprengingin greindist klukkan 2:03 í fyrrinótt, að staðartíma, og sú síðari klukkan 19:04 í gærkvöldi. Sérfræðingar sem SVT ræddi við segja ljóst að um sprengingar sé að ræða. Ein þeirra er sögð hafa verið svo stór að hún mældist sem 2,3 stiga jarðskjálfti. Yfirvöld í Þýskalandi er sögð rannsaka atvikin sem skemmdarverk. Sjá einnig: Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Tveir lekar hafa greinst á NS-1 og einn á NS-2. Allir lekarnir eru á svipuðum slóðum skammt frá Borgundarhólmi en gasið frá þeim stærsta hefur valdið umbroti á yfirborðinu sem er allt að kílómetri í þvermál. Flugher Danmerkur tók í dag meðfylgjandi myndband. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Rússar skrúfuðu fyrir flæði gass um leiðsluna í september. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk á síðasta ári en leiðslan hefur ekki verið tekin í notkun vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Mikið magn af gasi er í leiðslunum, þó þær séu ekki í notkun. Here are the positions of gas leaks north east and south east of Bornholm. pic.twitter.com/vT6Miwu2ub— Mikael Lindström (@mikaellindstro2) September 27, 2022 Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Þýskaland Danmörk Svíþjóð Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. 14. september 2022 19:30 Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26 Óvíst hvenær gas muni flæða um Nord Stream 1 leiðsluna á ný Á dögunum tilkynnti orkurisinn Gazprom að flæði á gasi um Nord Stream 1 leiðsluna yrði stöðvað vegna viðhalds í þrjá daga eða þar til 3. september. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækið muni ekki standa við fyrri áætlun. 2. september 2022 20:08 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Fyrsta sprengingin greindist klukkan 2:03 í fyrrinótt, að staðartíma, og sú síðari klukkan 19:04 í gærkvöldi. Sérfræðingar sem SVT ræddi við segja ljóst að um sprengingar sé að ræða. Ein þeirra er sögð hafa verið svo stór að hún mældist sem 2,3 stiga jarðskjálfti. Yfirvöld í Þýskalandi er sögð rannsaka atvikin sem skemmdarverk. Sjá einnig: Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Tveir lekar hafa greinst á NS-1 og einn á NS-2. Allir lekarnir eru á svipuðum slóðum skammt frá Borgundarhólmi en gasið frá þeim stærsta hefur valdið umbroti á yfirborðinu sem er allt að kílómetri í þvermál. Flugher Danmerkur tók í dag meðfylgjandi myndband. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Rússar skrúfuðu fyrir flæði gass um leiðsluna í september. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk á síðasta ári en leiðslan hefur ekki verið tekin í notkun vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Mikið magn af gasi er í leiðslunum, þó þær séu ekki í notkun. Here are the positions of gas leaks north east and south east of Bornholm. pic.twitter.com/vT6Miwu2ub— Mikael Lindström (@mikaellindstro2) September 27, 2022
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Þýskaland Danmörk Svíþjóð Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. 14. september 2022 19:30 Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26 Óvíst hvenær gas muni flæða um Nord Stream 1 leiðsluna á ný Á dögunum tilkynnti orkurisinn Gazprom að flæði á gasi um Nord Stream 1 leiðsluna yrði stöðvað vegna viðhalds í þrjá daga eða þar til 3. september. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækið muni ekki standa við fyrri áætlun. 2. september 2022 20:08 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. 14. september 2022 19:30
Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26
Óvíst hvenær gas muni flæða um Nord Stream 1 leiðsluna á ný Á dögunum tilkynnti orkurisinn Gazprom að flæði á gasi um Nord Stream 1 leiðsluna yrði stöðvað vegna viðhalds í þrjá daga eða þar til 3. september. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækið muni ekki standa við fyrri áætlun. 2. september 2022 20:08
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25