Hugh Jackman tekur klærnar af hillunni fyrir Deadpool 3 Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 21:43 Þeir Hugh Jackman (t.v.) og Ryan Reynolds munu leika saman í þriðju kvikmyndinni um Deadpool. Michael Loccisano/Getty Ryan Reynolds, sem er aðalsprautan í kvikmyndunum um andhetjuna ódrepandi Deadpool, birti rétt í þessu myndskeið þar sem hann staðfestir að Hugh Jackman muni enn einu sinni leika ofurhetjuna vinsælu Wolverine í þriðju kvikmyndinni um Deadpool. Í myndskeiðinu, sem Reynolds birti á Twitter í kvöld, segir hann áhorfendum að hann hafi unnið baki brotnu undanfarið að því að semja handritið að þriðju kvikmyndinni um Deadpool, enda þurfi að tjalda öllu til fyrir innkomu Deadpool í sagnaheim Marvel (e. Marvel cinematic universe). Hard keeping my mouth sewn shut about this one. pic.twitter.com/OdV7JmAkEu— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) September 27, 2022 Hann segir að honum og meðhöfundum hans hafi ekkert orðið ágengt fyrir utan það að hafa fengið eina hugmynd og þá gengur Ástralinn geðþekki Hugh Jackman inn í rammann. Reynold spyr Jackman hvort hann vilji leika Wolverine einu sinni enn. „Já, alveg eins, Ryan,“ svarar Jackman, aðdáendum teiknimyndasögukvikmynda til mikillar ánægju. Jackman hefur leikið Wolverine allt frá því að fyrsta kvikmyndin um X-mennina kom út árið 2000 í alls níu kvikmyndum í fullri lengd. Nú síðast lék hann Wolverine í kvikmyndinni Logan árið 2017 og þá var tilkynnt að það yrði síðasta skiptið sem hann sýndi klærnar á stóra tjaldinu. Í lok myndskeiðsins sem Reynolds birti kom dagsetningin 9.6.24 fram og því má leiða að því líkur að þriðja kvikmyndin um Deadpool komi í kvikmyndahús vestanhafs þann 6. september árið 2024. Þegar myndin kemur út mun Jackman því hafa verið Wolverine í heil 24 ár. Hollywood Tengdar fréttir Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Í myndskeiðinu, sem Reynolds birti á Twitter í kvöld, segir hann áhorfendum að hann hafi unnið baki brotnu undanfarið að því að semja handritið að þriðju kvikmyndinni um Deadpool, enda þurfi að tjalda öllu til fyrir innkomu Deadpool í sagnaheim Marvel (e. Marvel cinematic universe). Hard keeping my mouth sewn shut about this one. pic.twitter.com/OdV7JmAkEu— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) September 27, 2022 Hann segir að honum og meðhöfundum hans hafi ekkert orðið ágengt fyrir utan það að hafa fengið eina hugmynd og þá gengur Ástralinn geðþekki Hugh Jackman inn í rammann. Reynold spyr Jackman hvort hann vilji leika Wolverine einu sinni enn. „Já, alveg eins, Ryan,“ svarar Jackman, aðdáendum teiknimyndasögukvikmynda til mikillar ánægju. Jackman hefur leikið Wolverine allt frá því að fyrsta kvikmyndin um X-mennina kom út árið 2000 í alls níu kvikmyndum í fullri lengd. Nú síðast lék hann Wolverine í kvikmyndinni Logan árið 2017 og þá var tilkynnt að það yrði síðasta skiptið sem hann sýndi klærnar á stóra tjaldinu. Í lok myndskeiðsins sem Reynolds birti kom dagsetningin 9.6.24 fram og því má leiða að því líkur að þriðja kvikmyndin um Deadpool komi í kvikmyndahús vestanhafs þann 6. september árið 2024. Þegar myndin kemur út mun Jackman því hafa verið Wolverine í heil 24 ár.
Hollywood Tengdar fréttir Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21