Innlent

Guðlaugur Þór snarstækkaði á plakati á síðustu stundu

Snorri Másson skrifar

Í Íslandi í dag var fjallað um auglýsingu fyrir opinn fund Sjálfstæðismanna um framtíð Reykjavíkurflugvallar í vikunni. Ekkert athugavert við fundinn; á honum tóku til máls ráðherra, borgarfulltrúar og vísindamenn. En skömmu fyrir fundinn var send út ný gerð af auglýsingunni í tölvupósti til flokksmanna.

Þar hafði Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður bæst við auglýsinguna enda hafði hann bæst á mælendaskrá. 

Um leið var þó önnur breyting gerð á plakatinu: Þar var Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra stækkaður töluvert á kostnað Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa sem stendur honum við hlið á plakatinu. Umfjöllun um þetta hefst undir lok þáttar sem sjá má hér að ofan.

Lokaútgáfa plakatsins. Fyrri og seinni eru bornar saman í innslaginu hér að ofan.Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×