Ætlar að innlima héruðin á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2022 10:13 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að skrifa undir innlimun fjögurra héraða Úkraínu á morgun, föstudag. Þetta tilkynnti Kreml nú fyrir skömmu og sagði að klukkan þrjú á morgun, að staðartíma, myndi Pútín skrifa undir innlimun héraðanna í rússneska sambandsríkið og halda ræðu í kjölfarið. Ekki virðist sem Pútín muni ávarpa þjóðina á morgun en RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir talsmanni hans að forsetinn muni halda ræðu á þinginu og halda ávarp seinna. Héruðin fjögur eru Luhansk, Donetsk, Saporisjía og Kherson. Leppstjórar Rússa í þeim héruðum fóru til Moskvu í gær og báðu Pútín um að þau yrðu innlimuð. Það er í kjölfar þess að Rússar segjast hafa haldið atkvæðagreiðslu meðal íbúa héraðanna. Héruðin fjögur sem Pútín ætlar að innlima en Rússa hafa ekki fulla stjórn á neinu þeirra.Vísir Rússar segja að nánast allir íbúar hafi samþykkt innlimun. Þessi meinta atkvæðagreiðsla og væntanleg innlimun Rússlands á héruðunum er brot á alþjóðalögum og mun líklegast hafa lítið gildi fyrir aðra en Rússa. Aðgerðunum er í raun ætlað að gefa yfirlýstri innlimun lögmæti varðandi rússnesk lög og ákvæði stjórnarskrár Rússlands. Innlimun héraðanna er einnig mikil stigmögnun. Samkvæmt rússneskum lögum og breytingum sem gerðar voru á stjórnarskrá landsins árið 2020 er ríkisstjórn Rússlands óheimilt að gefa rússneskt landsvæði frá sér. Rússneskum lögum samkvæmt er útlit fyrir að héruðin muni tilheyra Rússlandi á morgun. Þetta grefur verulega undan mögulegu friðarsamkomulagi milli Úkraínumanna og Rússa í framtíðinni. Sjá einnig: Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Með þessu vilja Rússar, sem eru á hælunum víðast hvar í Úkraínu, saka Úkraínumenn um að gera árásir á Rússland, öfugt við það sem raunverulega er að gerast, að Úkraínumenn séu að verjast Rússum í Úkraínu. Innlimun gæti einnig gert Rússum kleift að kveðja úkraínska menn í rússneska herinn og reyna að láta þá berjast gegn Úkraínumönnum. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín, hafa hótað notkun kjarnorkuvopna. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að innlimun Rússlands muni engu breyta fyrir þá. Úkraínumenn segjast ætla sér að frelsa alla Úkraínu og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27 „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. 26. september 2022 15:52 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Ekki virðist sem Pútín muni ávarpa þjóðina á morgun en RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir talsmanni hans að forsetinn muni halda ræðu á þinginu og halda ávarp seinna. Héruðin fjögur eru Luhansk, Donetsk, Saporisjía og Kherson. Leppstjórar Rússa í þeim héruðum fóru til Moskvu í gær og báðu Pútín um að þau yrðu innlimuð. Það er í kjölfar þess að Rússar segjast hafa haldið atkvæðagreiðslu meðal íbúa héraðanna. Héruðin fjögur sem Pútín ætlar að innlima en Rússa hafa ekki fulla stjórn á neinu þeirra.Vísir Rússar segja að nánast allir íbúar hafi samþykkt innlimun. Þessi meinta atkvæðagreiðsla og væntanleg innlimun Rússlands á héruðunum er brot á alþjóðalögum og mun líklegast hafa lítið gildi fyrir aðra en Rússa. Aðgerðunum er í raun ætlað að gefa yfirlýstri innlimun lögmæti varðandi rússnesk lög og ákvæði stjórnarskrár Rússlands. Innlimun héraðanna er einnig mikil stigmögnun. Samkvæmt rússneskum lögum og breytingum sem gerðar voru á stjórnarskrá landsins árið 2020 er ríkisstjórn Rússlands óheimilt að gefa rússneskt landsvæði frá sér. Rússneskum lögum samkvæmt er útlit fyrir að héruðin muni tilheyra Rússlandi á morgun. Þetta grefur verulega undan mögulegu friðarsamkomulagi milli Úkraínumanna og Rússa í framtíðinni. Sjá einnig: Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Með þessu vilja Rússar, sem eru á hælunum víðast hvar í Úkraínu, saka Úkraínumenn um að gera árásir á Rússland, öfugt við það sem raunverulega er að gerast, að Úkraínumenn séu að verjast Rússum í Úkraínu. Innlimun gæti einnig gert Rússum kleift að kveðja úkraínska menn í rússneska herinn og reyna að láta þá berjast gegn Úkraínumönnum. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín, hafa hótað notkun kjarnorkuvopna. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að innlimun Rússlands muni engu breyta fyrir þá. Úkraínumenn segjast ætla sér að frelsa alla Úkraínu og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27 „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. 26. september 2022 15:52 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27
„Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. 26. september 2022 15:52