Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 10:04 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði áherslu á meintan þátt þremenninganna í morðinu í Rauðagerði. Vísir Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa banað Armando laugardagskvöldið 13. febrúar í fyrra fyrir utan heimili Armando í Rauðagerði. Angjelin hefur þó frá upphafi haldið því fram að hann hafi verið einn að verki og auk þess sagt að hann hafi banað Armando í sjálfsvörn. Fundur þeirra þetta kvöld hafi átt að vera sáttafundur en ekki fyrirframplanað morð. Saksóknarar halda því fram, og segir í ákæru, að Murat, Claudia og Shpetim hafi hvert um sig spilað þátt í morðinu. Murat er ákærður fyrir að hafa sýnt Claudiu tvær bifreiðar í umsjón Armando sem hún átti að fylgjast með. Claudia er ákærð fyrir að hafa fylgst með bifreiðunum og látið Angjelin, fyrrverandi ástmann sinn, vita af ferðum Armandos þetta kvöld. Shpetim er ákærður fyrir að hafa ekið bílnum sem Angjelin fór í að Rauðagerði til að myrða Armando. Þau eru þá öll sögð hafa vitað af áætlun Angjelins fyrir fram og tekið þátt í atburðarrásinni sem leiddi til dauða Armandos. Kolbrún Benediktsdótir, varahéraðssaksóknari, sækir málið í Landsrétti rétt eins og hún gerði í héraði. Hún hóf málflutning sinn klukkan níu í morgun og hefur lagt áherslu á að þremenningarnir, Shpetim, Murat og Claudia hafi vitað af ætlunum Angjelins fyrir fram. Þá hafi Angjelin, þvert á það sem hann heldur fram, skipulagt morðið. Hann hafi til að mynda beitt skammbyssu með hljóðdeyfi í árásinni og vegna myndbandsgagna bendi allt til að hann hafi verið búinn að skrúfa hljóðdeyfinn á byssuna áður en hann fór og hitti Armando fyrir utan heimili hans þetta kvöld. Ekkert nýtt hefur komið fram fyrir Landsrétti í málinu, frá því sem fyrir lá eftir aðalmeðferð í héraðsdómi. Ólíklegt er því að málflutningur saksóknara og verjenda verði í megindráttum öðruvísi en þá. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málflutninginn þegar hann fór fram fyrir héraðsdómi í fyrra. Murat hafi logið til um hvar Angjelin væri Kolbrún lagði þó sérstaklega áherslu á hlut Murats í málflutningi sínum í dag. Geir Gestsson verjandi Murats var mjög harðorður bæði í garð saksóknara og lögreglu þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi í fyrra og sakaði lögreglu til dæmis um að hafa gert lítið úr framburði Angjelins í skýrslutöku þar sem hann gekkst við því að hafa fyrirskipað Claudiu að vakta bifreiðar í eigu Armandos kvöldið sem hann var skotinn til bana. Dómarinn í málinu tók undir með Geir í niðurstöðukafla dómsins. Kolbrún sagði í lok málflutnings síns að gagnrýni verjandans fyrir heraðsdómi hafi ekki átt rétt á sér og athugasemdir hans hafi veri mjög alvarlegar. Greinargerð lögreglu hafi verið mikilvæg í málinu og mjög eðlileg þar sem málið væri mjög umfangsmikið. Niðurstöðukafli greinargerðarinnar, sem var sérstaklega gagnrýndur, hafi verið mjög mikilvægur. Hún viðurkenndi þó að vanda hefði mátt betur til verka en lögregla hafi verið undir miklu álagi við rannsókn málsins að klára hana og senda málið til ákæruvaldsins vegna tólf vikna tímaramma sem lögregla hafði. Þá féllst Kolbrún ekki á það að niðurstöðukafli í greinargerð lögreglunnar hafi verið óeðlilegur. Lögregla hafi rannsakað málið og rökstutt niðurstöður sínar með sönnunargögnum. Nokkrum dögum síðar hafi hann í skrslutöku viðurkennt að hafa hitt Claudiu einu sinni þennan dag, en samkvæmt gögnum málsins hittust þau einu sinni um kvöldið og einu sinni fyrr um daginn þar sem hann sýndi henni bíl í eigu Armandos. Murat hafi hins vegar neitað áfram að hafa hitt Angjelin þetta kvöld en svo játað að hafa hitt hann þegar hann sótti verkfæri til Angjelins. Murat hafi þá í skýrslutökum hjá lögreglu sagt ekki hafa hitt Shpetim þetta kvöld en þegar upptökur af þeim tveimur saman hafi verið bornar undir hann hafi hann viðurkennt að hafa hitt Shpetim. Svona hafi þetta gengið í öllum skýrslutökum að sögn Kolbrúnar, Murat hafi neitað en svo þegar eitthvað var borið undir hann sem sýndi fram á annað hafi hann snúið málflutningi sínum við. Auk þess hafi hann í öllum skýrslutökum hjá lögreglu neitað að hafa hitt Angjelin þetta kvöld en svo hafi hann fyrir dómi ekki útilokað að hafa hitt hann þetta kvöld. Sakfelling þremenninganna gæti leitt til þyngri dóms fyrir Angjelin Þá hafi komið fram í skýrslu hjá Murat að þegar hann hafi hitt vini þeirra Armandos uppi á spítala nóttina sem Armando var myrtur hafi vinirnir lýst grun um að Angjelin hafi framið morðið. Fram hafi komið í skýrslu hjá þessum vinum að Murat hafi svarað þessum grunsemdum þeirra því að Angjelin gæti ekki hafa myrt Armando af því að hann væri norður í landi. Angjelin var 18. nóvember síðastliðinn sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir það. Murat, Shpetim og Claudia voru öll sýknuð og er meginverkefni Landsréttar að ákvarða hlut og sekt þeirra í málinu. Ríkissaksóknari fór fram á að dómur Angjelin verði þyngdur og þremenningarnir dæmdir fyrir samverknað. Verði þremenningarnir fundnir sekir er líklegt að dómur yfir Angjelin þyngdur. Er það vegna þess að verði þremenningarnir sakfelldir hefur dómurinn fallist á að morðið hafi verið skipulagt fyrirfram. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um morðið í Rauðagerði og fylgdist náið með réttarhöldunum fyrir héraði. Lesa má allar fréttir sem skrifaðar hafa verið um málið á Vísi hér. Fréttin var uppfærð klukkan 10:40 eftir að Kolbrún fjallaði um gagnrýni Geirs á greinargerð lögreglu fyrir héraðsómi. Dómsmál Morð í Rauðagerði Reykjavík Tengdar fréttir Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa banað Armando laugardagskvöldið 13. febrúar í fyrra fyrir utan heimili Armando í Rauðagerði. Angjelin hefur þó frá upphafi haldið því fram að hann hafi verið einn að verki og auk þess sagt að hann hafi banað Armando í sjálfsvörn. Fundur þeirra þetta kvöld hafi átt að vera sáttafundur en ekki fyrirframplanað morð. Saksóknarar halda því fram, og segir í ákæru, að Murat, Claudia og Shpetim hafi hvert um sig spilað þátt í morðinu. Murat er ákærður fyrir að hafa sýnt Claudiu tvær bifreiðar í umsjón Armando sem hún átti að fylgjast með. Claudia er ákærð fyrir að hafa fylgst með bifreiðunum og látið Angjelin, fyrrverandi ástmann sinn, vita af ferðum Armandos þetta kvöld. Shpetim er ákærður fyrir að hafa ekið bílnum sem Angjelin fór í að Rauðagerði til að myrða Armando. Þau eru þá öll sögð hafa vitað af áætlun Angjelins fyrir fram og tekið þátt í atburðarrásinni sem leiddi til dauða Armandos. Kolbrún Benediktsdótir, varahéraðssaksóknari, sækir málið í Landsrétti rétt eins og hún gerði í héraði. Hún hóf málflutning sinn klukkan níu í morgun og hefur lagt áherslu á að þremenningarnir, Shpetim, Murat og Claudia hafi vitað af ætlunum Angjelins fyrir fram. Þá hafi Angjelin, þvert á það sem hann heldur fram, skipulagt morðið. Hann hafi til að mynda beitt skammbyssu með hljóðdeyfi í árásinni og vegna myndbandsgagna bendi allt til að hann hafi verið búinn að skrúfa hljóðdeyfinn á byssuna áður en hann fór og hitti Armando fyrir utan heimili hans þetta kvöld. Ekkert nýtt hefur komið fram fyrir Landsrétti í málinu, frá því sem fyrir lá eftir aðalmeðferð í héraðsdómi. Ólíklegt er því að málflutningur saksóknara og verjenda verði í megindráttum öðruvísi en þá. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málflutninginn þegar hann fór fram fyrir héraðsdómi í fyrra. Murat hafi logið til um hvar Angjelin væri Kolbrún lagði þó sérstaklega áherslu á hlut Murats í málflutningi sínum í dag. Geir Gestsson verjandi Murats var mjög harðorður bæði í garð saksóknara og lögreglu þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi í fyrra og sakaði lögreglu til dæmis um að hafa gert lítið úr framburði Angjelins í skýrslutöku þar sem hann gekkst við því að hafa fyrirskipað Claudiu að vakta bifreiðar í eigu Armandos kvöldið sem hann var skotinn til bana. Dómarinn í málinu tók undir með Geir í niðurstöðukafla dómsins. Kolbrún sagði í lok málflutnings síns að gagnrýni verjandans fyrir heraðsdómi hafi ekki átt rétt á sér og athugasemdir hans hafi veri mjög alvarlegar. Greinargerð lögreglu hafi verið mikilvæg í málinu og mjög eðlileg þar sem málið væri mjög umfangsmikið. Niðurstöðukafli greinargerðarinnar, sem var sérstaklega gagnrýndur, hafi verið mjög mikilvægur. Hún viðurkenndi þó að vanda hefði mátt betur til verka en lögregla hafi verið undir miklu álagi við rannsókn málsins að klára hana og senda málið til ákæruvaldsins vegna tólf vikna tímaramma sem lögregla hafði. Þá féllst Kolbrún ekki á það að niðurstöðukafli í greinargerð lögreglunnar hafi verið óeðlilegur. Lögregla hafi rannsakað málið og rökstutt niðurstöður sínar með sönnunargögnum. Nokkrum dögum síðar hafi hann í skrslutöku viðurkennt að hafa hitt Claudiu einu sinni þennan dag, en samkvæmt gögnum málsins hittust þau einu sinni um kvöldið og einu sinni fyrr um daginn þar sem hann sýndi henni bíl í eigu Armandos. Murat hafi hins vegar neitað áfram að hafa hitt Angjelin þetta kvöld en svo játað að hafa hitt hann þegar hann sótti verkfæri til Angjelins. Murat hafi þá í skýrslutökum hjá lögreglu sagt ekki hafa hitt Shpetim þetta kvöld en þegar upptökur af þeim tveimur saman hafi verið bornar undir hann hafi hann viðurkennt að hafa hitt Shpetim. Svona hafi þetta gengið í öllum skýrslutökum að sögn Kolbrúnar, Murat hafi neitað en svo þegar eitthvað var borið undir hann sem sýndi fram á annað hafi hann snúið málflutningi sínum við. Auk þess hafi hann í öllum skýrslutökum hjá lögreglu neitað að hafa hitt Angjelin þetta kvöld en svo hafi hann fyrir dómi ekki útilokað að hafa hitt hann þetta kvöld. Sakfelling þremenninganna gæti leitt til þyngri dóms fyrir Angjelin Þá hafi komið fram í skýrslu hjá Murat að þegar hann hafi hitt vini þeirra Armandos uppi á spítala nóttina sem Armando var myrtur hafi vinirnir lýst grun um að Angjelin hafi framið morðið. Fram hafi komið í skýrslu hjá þessum vinum að Murat hafi svarað þessum grunsemdum þeirra því að Angjelin gæti ekki hafa myrt Armando af því að hann væri norður í landi. Angjelin var 18. nóvember síðastliðinn sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir það. Murat, Shpetim og Claudia voru öll sýknuð og er meginverkefni Landsréttar að ákvarða hlut og sekt þeirra í málinu. Ríkissaksóknari fór fram á að dómur Angjelin verði þyngdur og þremenningarnir dæmdir fyrir samverknað. Verði þremenningarnir fundnir sekir er líklegt að dómur yfir Angjelin þyngdur. Er það vegna þess að verði þremenningarnir sakfelldir hefur dómurinn fallist á að morðið hafi verið skipulagt fyrirfram. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um morðið í Rauðagerði og fylgdist náið með réttarhöldunum fyrir héraði. Lesa má allar fréttir sem skrifaðar hafa verið um málið á Vísi hér. Fréttin var uppfærð klukkan 10:40 eftir að Kolbrún fjallaði um gagnrýni Geirs á greinargerð lögreglu fyrir héraðsómi.
Dómsmál Morð í Rauðagerði Reykjavík Tengdar fréttir Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45
Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25