Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 12:30 Moshiri (t.h.) keypti meirihluta í Everton af Bill Kenwright (t.v.) árið 2016. Jan Kruger/Getty Images Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris. Mikil bjartsýni var á meðal stuðningsmanna Everton þegar Moshiri festi kaup á félaginu frá Bill Kenwright árið 2016. Kenwright var í miklum metum á meðal stuðningsmanna en bjó ekki að auði sem hægt væri að telja samkeppnishæfur við ofurríka eigendur annarra félaga í deildinni. Stuðningsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum með Moshiri, þar sem ekki er hægt að saka hann um annað en að fjárfesta duglega á félagsskiptamarkaðnum. Á fyrsta heila tímabilinu í eignartíð Moshiris keypti Everton meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 40 milljónir punda, Theo Walcott á 20 milljónir og þá Davy Klaassen, Jordan Pickford, Michael Keane og Cenk Tosun á um 25 milljónir punda hvern. Everton hefur keypt töluverðan fjölda leikmanna síðan fyrir veglegar fjárhæðir en fæstir hafa staðið undir væntingum. Eyðslan beit félagið í rassinn í fyrra þegar Rafael Benítez gat litlu sem engu eytt umfram sölur í leikmannakaup. Everton skilaði 120 milljón punda tapi tímabilið 2020-21 og tapaði 140 milljónum og 111 milljónum í tap tímabilin tvö þar á undan. Þrátt fyrir það stendur Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, uppi með í besta falli meðallið sem rétt forðaðist fall á síðustu leiktíð. Moshiri virðist hafa fengið nóg af því að sturta peningum í lítinn árangur og hyggst nú selja félagið. Financial Times greinir frá því að bandaríski kaupsýslumaðurinn Maciek Kaminski sé nærri því að klára kaup á félaginu fyrir um 400 milljónir punda. Gangi kaupin í gegn verður Everton tíunda félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er í eigu bandarískra eigenda, og þar með helmingur allra liða í deildinni í bandarískri eigu. Óstöðugleiki á breskum mörkuðum er þó talinn flækja málið og þá þarf að semja um fjárfestingu í fyrirhuguðum nýjum heimavelli Everton sem á að rísa á næstu árum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Sjá meira
Mikil bjartsýni var á meðal stuðningsmanna Everton þegar Moshiri festi kaup á félaginu frá Bill Kenwright árið 2016. Kenwright var í miklum metum á meðal stuðningsmanna en bjó ekki að auði sem hægt væri að telja samkeppnishæfur við ofurríka eigendur annarra félaga í deildinni. Stuðningsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum með Moshiri, þar sem ekki er hægt að saka hann um annað en að fjárfesta duglega á félagsskiptamarkaðnum. Á fyrsta heila tímabilinu í eignartíð Moshiris keypti Everton meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 40 milljónir punda, Theo Walcott á 20 milljónir og þá Davy Klaassen, Jordan Pickford, Michael Keane og Cenk Tosun á um 25 milljónir punda hvern. Everton hefur keypt töluverðan fjölda leikmanna síðan fyrir veglegar fjárhæðir en fæstir hafa staðið undir væntingum. Eyðslan beit félagið í rassinn í fyrra þegar Rafael Benítez gat litlu sem engu eytt umfram sölur í leikmannakaup. Everton skilaði 120 milljón punda tapi tímabilið 2020-21 og tapaði 140 milljónum og 111 milljónum í tap tímabilin tvö þar á undan. Þrátt fyrir það stendur Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, uppi með í besta falli meðallið sem rétt forðaðist fall á síðustu leiktíð. Moshiri virðist hafa fengið nóg af því að sturta peningum í lítinn árangur og hyggst nú selja félagið. Financial Times greinir frá því að bandaríski kaupsýslumaðurinn Maciek Kaminski sé nærri því að klára kaup á félaginu fyrir um 400 milljónir punda. Gangi kaupin í gegn verður Everton tíunda félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er í eigu bandarískra eigenda, og þar með helmingur allra liða í deildinni í bandarískri eigu. Óstöðugleiki á breskum mörkuðum er þó talinn flækja málið og þá þarf að semja um fjárfestingu í fyrirhuguðum nýjum heimavelli Everton sem á að rísa á næstu árum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Sjá meira