Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2022 14:07 Handklæði með myndum af Lula da Silva (t.v.) og Jair Bolsonaro (t.h.) til sölu í Brasiliu, höfuðborg Brasilíu. Þeir eru einu frambjóðendurnir sem eiga möguleika á að komast í aðra umferð forsetakosninganna ef marka má kannanir. AP/Eraldo Peres Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. Brasilíumenn ganga að kjörborðinu á sunnudag. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro þurfi að herða sig ætli hann sér að komast í aðra umferð gegn Lula. Forsetinn fyrrverandi hefur lengi mælst með mest fylgi frambjóðenda og virðist ekki útilokað að hann fái meirihluta atkvæða og ekki þurfi því að koma til annarrar umferðar. Frambjóðendurnir tveir skutu fast hvor á annan í sjónvarpskappræðum með fimm öðrum sem fóru fram í gærkvöldi. „Lygari. Fyrrverandi fangi. Svikari við þjóðina. Skammastu þín, Lula,“ hrópaði Bolsonaro á mótherja sinn. Vísaði hann þar til þess að Lula sat um tíma í fangelsi vegna umfangsmikils spillingarmáls tengdu ríkisolíufyrirtækinu Petrobras. Dómurinn yfir honum var síðar ógiltur og honum leyft að bjóða sig aftur fram til opinbers embættis. „Það er sturlað að forseti komi hingað og segi það sem hann segir. Þess vegna mun fólkið senda þig heim 2. október,“ svaraði Lula svívirðingunum. Sakar kjörstjórn um að vinna gegn sér Bolsonaro hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni. Lágstéttarfólk finnur ekki fyrir efnahagsviðsnúningi eftir kórónuveirufaraldur sem hefur orðið um 700.000 Brasilíumönnum að bana til þessa. Ítrekaðar fullyrðingar forsetans um að ekki sé hægt að treysta úrslitum kosninganna hafa ennfremur hrakið kjósendur frá honum í hrönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro hefur ekki lagt fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Margir óttast því að hann neiti að viðurkenna úrslitin ef hann tapar og reyni að halda í völdin, mögulega með stuðningi hersins. Bolsonaro sagði í viðtali fyrr í þessum mánuði að eitthvað „óeðlilegt“ væri í gangi með kjörstjórn ef hann ynni ekki fyrstu umferð kosninganna. Hann hefur gengið svo langt að saka hæstaréttardómara sem sitja í yfirkjörstjórn landsins um að vinna gegn sér. Stuðningsmenn forsetans hafa gripið slík ummæli á lofti og haldið því fram að kosningunum verði hagrætt til að tryggja að Bolsonaro nái ekki endurkjöri. Þeir fullyrða jafnframt að skoðanakannanir vanmeti stuðning við róttæka hægristefnu forsetans. Kjarni stuðningsmanna Bolsonaro eru evangelískir kristnir kjósendur sem eru um þriðjungur þjóðarinnar. Í kosningabaráttunni hefur Bolsonaro lýst sjálfum sér sem eina frambjóðandanum sem geti staðið vörð um kristna trú. Hann hefur meðal annars reynt að bendla Lula við trúarbrögð Brasilíumanna af afrískum uppruna til þess að koma höggi á hann á meðal kristinna kjósenda. Brasilía Tengdar fréttir Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Brasilíumenn ganga að kjörborðinu á sunnudag. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro þurfi að herða sig ætli hann sér að komast í aðra umferð gegn Lula. Forsetinn fyrrverandi hefur lengi mælst með mest fylgi frambjóðenda og virðist ekki útilokað að hann fái meirihluta atkvæða og ekki þurfi því að koma til annarrar umferðar. Frambjóðendurnir tveir skutu fast hvor á annan í sjónvarpskappræðum með fimm öðrum sem fóru fram í gærkvöldi. „Lygari. Fyrrverandi fangi. Svikari við þjóðina. Skammastu þín, Lula,“ hrópaði Bolsonaro á mótherja sinn. Vísaði hann þar til þess að Lula sat um tíma í fangelsi vegna umfangsmikils spillingarmáls tengdu ríkisolíufyrirtækinu Petrobras. Dómurinn yfir honum var síðar ógiltur og honum leyft að bjóða sig aftur fram til opinbers embættis. „Það er sturlað að forseti komi hingað og segi það sem hann segir. Þess vegna mun fólkið senda þig heim 2. október,“ svaraði Lula svívirðingunum. Sakar kjörstjórn um að vinna gegn sér Bolsonaro hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni. Lágstéttarfólk finnur ekki fyrir efnahagsviðsnúningi eftir kórónuveirufaraldur sem hefur orðið um 700.000 Brasilíumönnum að bana til þessa. Ítrekaðar fullyrðingar forsetans um að ekki sé hægt að treysta úrslitum kosninganna hafa ennfremur hrakið kjósendur frá honum í hrönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro hefur ekki lagt fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Margir óttast því að hann neiti að viðurkenna úrslitin ef hann tapar og reyni að halda í völdin, mögulega með stuðningi hersins. Bolsonaro sagði í viðtali fyrr í þessum mánuði að eitthvað „óeðlilegt“ væri í gangi með kjörstjórn ef hann ynni ekki fyrstu umferð kosninganna. Hann hefur gengið svo langt að saka hæstaréttardómara sem sitja í yfirkjörstjórn landsins um að vinna gegn sér. Stuðningsmenn forsetans hafa gripið slík ummæli á lofti og haldið því fram að kosningunum verði hagrætt til að tryggja að Bolsonaro nái ekki endurkjöri. Þeir fullyrða jafnframt að skoðanakannanir vanmeti stuðning við róttæka hægristefnu forsetans. Kjarni stuðningsmanna Bolsonaro eru evangelískir kristnir kjósendur sem eru um þriðjungur þjóðarinnar. Í kosningabaráttunni hefur Bolsonaro lýst sjálfum sér sem eina frambjóðandanum sem geti staðið vörð um kristna trú. Hann hefur meðal annars reynt að bendla Lula við trúarbrögð Brasilíumanna af afrískum uppruna til þess að koma höggi á hann á meðal kristinna kjósenda.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00
Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56