„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 17:09 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á blaðamannafundi í dag. AP/Olivier Matthys Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. „Pútín hefur skikkað hundruð þúsunda í herinn, farið óábyrgum orðum um kjarnorkuvopn og núna innlimað fleiri héruð Úkraínu ólöglega,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika,“ sagði Stoltenberg og staðhæfði hann að NATO og Vesturlönd myndu ekki láta kúga sig með kjarnorkuvopnum. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd „Rússar verða að skilja að enginn getur unnið kjarnorkustyrjöld og slík styrjöld má ekki eiga sér stað,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði að ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Hann bætti við á blaðamannafundinum að enn væru engar vísbendingar um að Rússar ætluðu sér að nota kjarnorkuvopn. [LIVE] Watch #NATO Secretary General @jensstoltenberg brief the media at NATO HQ. https://t.co/YvtsyMv0g7— Oana Lungescu (@NATOpress) September 30, 2022 Stoltenberg sagði fyrr í vikunni að innlimunin myndi ekki fela í sér að ríki NATO myndu láta af stuðningi við Úkraínu. Það ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag og sagði Úkraínumenn eiga rétt á því að frelsa allt sitt landsvæði. Hann sagði bandalagið tilbúið til að standa lengi við bakið á Úkraínumönnum. Sjá einnig: „Þetta land er Úkraína“ Varðandi umsókn Úkraínu í NATO sagði Stoltenberg að dyrnar stæðu Úkraínumönnum opnar. Ákvarðanir um framtíð úkraínsku þjóðarinnar væri í þeirra eigin höndum en umsóknin þyrfti þó samþykki allra þrjátíu aðildarríkja bandalagsins. Áherslan væri núna á það að styðja Úkraínumenn og hjálpa þeim að verja sig gegn Rússum. Stoltenberg sagði þó einnig að fljótlegasta leiðin til að binda enda á átökin í Úkraínu væri ef Rússar hættu innrás þeirra. „Ef Rússar hætta að berjast, verður friður. Ef Úkraínumenn hætta að berjast, hættir Úkraína að vera til sem fullvalda ríki,“ sagði Stoltenberg. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
„Pútín hefur skikkað hundruð þúsunda í herinn, farið óábyrgum orðum um kjarnorkuvopn og núna innlimað fleiri héruð Úkraínu ólöglega,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika,“ sagði Stoltenberg og staðhæfði hann að NATO og Vesturlönd myndu ekki láta kúga sig með kjarnorkuvopnum. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd „Rússar verða að skilja að enginn getur unnið kjarnorkustyrjöld og slík styrjöld má ekki eiga sér stað,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði að ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Hann bætti við á blaðamannafundinum að enn væru engar vísbendingar um að Rússar ætluðu sér að nota kjarnorkuvopn. [LIVE] Watch #NATO Secretary General @jensstoltenberg brief the media at NATO HQ. https://t.co/YvtsyMv0g7— Oana Lungescu (@NATOpress) September 30, 2022 Stoltenberg sagði fyrr í vikunni að innlimunin myndi ekki fela í sér að ríki NATO myndu láta af stuðningi við Úkraínu. Það ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag og sagði Úkraínumenn eiga rétt á því að frelsa allt sitt landsvæði. Hann sagði bandalagið tilbúið til að standa lengi við bakið á Úkraínumönnum. Sjá einnig: „Þetta land er Úkraína“ Varðandi umsókn Úkraínu í NATO sagði Stoltenberg að dyrnar stæðu Úkraínumönnum opnar. Ákvarðanir um framtíð úkraínsku þjóðarinnar væri í þeirra eigin höndum en umsóknin þyrfti þó samþykki allra þrjátíu aðildarríkja bandalagsins. Áherslan væri núna á það að styðja Úkraínumenn og hjálpa þeim að verja sig gegn Rússum. Stoltenberg sagði þó einnig að fljótlegasta leiðin til að binda enda á átökin í Úkraínu væri ef Rússar hættu innrás þeirra. „Ef Rússar hætta að berjast, verður friður. Ef Úkraínumenn hætta að berjast, hættir Úkraína að vera til sem fullvalda ríki,“ sagði Stoltenberg.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56
Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16