Gummi Ben biðlar til Barkar: „Værir þú til í að leyfa okkur það?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 13:00 Guðmundur Benediktsson biðlaði til Barkar Edvardssonar. Vísir/Samsett „Við vildum faglegri endi, sem sæmir þessu félagi og þessum þjálfara,“ segir Lárus Orri Sigurðsson um uppsögn Arnars Grétarssonar frá KA í síðasta mánuði. Uppsögn Arnars fyrir norðan og líkleg skipti hans til Vals voru til umræðu í Stúkunni. Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum hjá KA þann 23. september síðastliðinn og Hallgrímur Jónasson ráðinn í hans stað. Uppsögnin kom á óvart þar sem KA hefur náð góðum árangri undir hans stjórn í sumar. Samningsmál hans hafa hins vegar verið til umræðu, þar sem Arnar sjálfur hefur farið í viðtöl og sagst heldur ósáttur við að hafa ekki fengið boð um nýjan samning. Hann hefur mikið verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Val og KA ákvað í stað þess að bjóða honum nýjan samning, að segja honum upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deildinni og ráða aðstoðarmann hans Hallgrím Jónasson sem aðalþjálfara liðsins. „Fyrir mér er eins og KA hafi bara gefist upp á þessu, nenni ekki að hlusta á þetta,“ segir þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Arnar staðið sig frábærlega Lárus Orri Sigurðsson þekkir vel til fyrir norðan og segir Arnar hafa gert frábæra hluti hjá KA. Ekki aðeins þegar litið er til árangurs innan vallar, heldur hafi hann breytt hlutum til hins betra hjá félaginu í heild. „Hann er búinn að standa sig alveg frábærlega fyrir norðan,“ segir Lárus Orri. „Hann er búinn að gjörbreyta mörgum hlutum og skila KA-mönnum í fjórða sæti í fyrra og í Evrópusæti núna. Hann er búinn að bæta marga leikmenn þarna og vera ötull stuðningsmaður þess að bæta aðstöðuna og það er mjög hjálplegt fyrir KA að hafa hans rödd á bakvið það,“ „Hann er búinn að ná alveg gríðarlega miklu út úr mörgum leikmönnum svo það er alveg sama hvernig þú lítur á þetta, hans starf fyrir norðan er mjög flott,“ „Aftur á móti, hvernig þetta endaði er mjög súrt. Mér finnst þetta mjög lélegt hvernig þetta endaði,“ segir Lárus Orri. Klippa: Stúkan: Umræða um Arnar Grétars Hvernig myndi Arnar bregðast við? „Maður skilur KA-menn alveg vel að hafa tekið þessa ákvörðun,“ segir Albert Brynjar sem veltir því upp hvernig Arnar sjálfur hefði brugðist við ef leikmaður liðs hans myndi tjá sig með samskonar hætti og Arnar sjálfur gerði. „Eftir að hann gaf út að hann hefði hugsanlega áhuga á að færa sig um set, þá hafi verið einhver pirringur að KA hafi ekki brugðist við með því að bjóða honum samning,“ „Ef að við snúum þessu við og Arnar Grétars væri með leikmann sem myndi gefa svona út. Að hann hefði áhuga á að færa sig og væri að horfa hýru auga á önnur lið. Arnar Grétars myndi bara segja við stjórnina að hann vildi ekki hafa þennan gæja í hópnum,“ „Hann myndi vilja losa sig við hann. Þannig að maður skilur alveg stjórn KA, einhvers staðar þarf stoltið að vera,“ „Það er bara sorglegt hvernig þetta endaði,“ segir Guðmundur og Lárus Orri tekur undir: „Þetta er bara algjör synd, vegna þess að þetta er búið að vera mjög gott fyrir KA og líka fyrir Arnar,“ Þjálfarafíaskó í Val Ólafur Jóhannesson er þjálfari Vals en ljóst þykir að hann sé á förum eftir tímabilið. Hann tók við Val í annað sinn á miðju tímabili, eftir að hafa verið sagt upp hjá liðinu 2019. Hann tók við af Heimi Guðjónssyni sem hafði tekið við af Ólafi á sínum tíma. Ljóst þykir að Arnar taki við Val en Arnar hefur staðfest að hann sé með samkomulag við annað félag eftir að greint var frá uppsögn hans hjá KA. „Það vita allir hvaða félag það er og það setur þann klúbb líka í óþægilega stöðu og þá þjálfara sem eru þar,“ segir Albert. Guðmundur vitnaði þá í frétt frá Fótbolti.net þar sem segir að Ólafi Jóhannessyni og Helga Sigurðssyni, þjálfurum Vals, hafi verið tilkynnt að þeir verði ekki áfram að leiktíðinni lokinni. „Þarna erum við komnir inn í annað mál, sem er álíka klaufalegt og að öllu leyti verra - það er þjálfarafíaskóið í kringum Val. Ég veit ekki hvort við viljum vera að fara í það mál allt saman núna, en það þarf sérþátt í allt það mál,“ segir Lárus Orri. „Það er bara skelfilegt að sjá hvernig er búið að fara með tímabilið hjá okkar ríkasta félagi,“ bætti hann við. Heimildamynd, takk! Guðmundur óskaði þá eftir því í beinni útsendingu að fá að gera heimildamynd á næsta ári um samstarf Edvards Barkar Edvardssonar, formanns knattspyrnudeildar Vals, og Arnars Grétarssonar í þjálfarastarfinu. „Ég ætla bara að setja núna í loftið, og gera þetta í beinni útsendingu: Kæri Börkur Edvardsson, værir þú til í að leyfa okkur að gera heimildamynd um það þegar þú og Arnar Grétarsson vinnið saman á næsta tímabili? Ég væri til í að sjá það,“ segir Guðmundur. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Besta deild karla Stúkan KA Valur Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum hjá KA þann 23. september síðastliðinn og Hallgrímur Jónasson ráðinn í hans stað. Uppsögnin kom á óvart þar sem KA hefur náð góðum árangri undir hans stjórn í sumar. Samningsmál hans hafa hins vegar verið til umræðu, þar sem Arnar sjálfur hefur farið í viðtöl og sagst heldur ósáttur við að hafa ekki fengið boð um nýjan samning. Hann hefur mikið verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Val og KA ákvað í stað þess að bjóða honum nýjan samning, að segja honum upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deildinni og ráða aðstoðarmann hans Hallgrím Jónasson sem aðalþjálfara liðsins. „Fyrir mér er eins og KA hafi bara gefist upp á þessu, nenni ekki að hlusta á þetta,“ segir þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Arnar staðið sig frábærlega Lárus Orri Sigurðsson þekkir vel til fyrir norðan og segir Arnar hafa gert frábæra hluti hjá KA. Ekki aðeins þegar litið er til árangurs innan vallar, heldur hafi hann breytt hlutum til hins betra hjá félaginu í heild. „Hann er búinn að standa sig alveg frábærlega fyrir norðan,“ segir Lárus Orri. „Hann er búinn að gjörbreyta mörgum hlutum og skila KA-mönnum í fjórða sæti í fyrra og í Evrópusæti núna. Hann er búinn að bæta marga leikmenn þarna og vera ötull stuðningsmaður þess að bæta aðstöðuna og það er mjög hjálplegt fyrir KA að hafa hans rödd á bakvið það,“ „Hann er búinn að ná alveg gríðarlega miklu út úr mörgum leikmönnum svo það er alveg sama hvernig þú lítur á þetta, hans starf fyrir norðan er mjög flott,“ „Aftur á móti, hvernig þetta endaði er mjög súrt. Mér finnst þetta mjög lélegt hvernig þetta endaði,“ segir Lárus Orri. Klippa: Stúkan: Umræða um Arnar Grétars Hvernig myndi Arnar bregðast við? „Maður skilur KA-menn alveg vel að hafa tekið þessa ákvörðun,“ segir Albert Brynjar sem veltir því upp hvernig Arnar sjálfur hefði brugðist við ef leikmaður liðs hans myndi tjá sig með samskonar hætti og Arnar sjálfur gerði. „Eftir að hann gaf út að hann hefði hugsanlega áhuga á að færa sig um set, þá hafi verið einhver pirringur að KA hafi ekki brugðist við með því að bjóða honum samning,“ „Ef að við snúum þessu við og Arnar Grétars væri með leikmann sem myndi gefa svona út. Að hann hefði áhuga á að færa sig og væri að horfa hýru auga á önnur lið. Arnar Grétars myndi bara segja við stjórnina að hann vildi ekki hafa þennan gæja í hópnum,“ „Hann myndi vilja losa sig við hann. Þannig að maður skilur alveg stjórn KA, einhvers staðar þarf stoltið að vera,“ „Það er bara sorglegt hvernig þetta endaði,“ segir Guðmundur og Lárus Orri tekur undir: „Þetta er bara algjör synd, vegna þess að þetta er búið að vera mjög gott fyrir KA og líka fyrir Arnar,“ Þjálfarafíaskó í Val Ólafur Jóhannesson er þjálfari Vals en ljóst þykir að hann sé á förum eftir tímabilið. Hann tók við Val í annað sinn á miðju tímabili, eftir að hafa verið sagt upp hjá liðinu 2019. Hann tók við af Heimi Guðjónssyni sem hafði tekið við af Ólafi á sínum tíma. Ljóst þykir að Arnar taki við Val en Arnar hefur staðfest að hann sé með samkomulag við annað félag eftir að greint var frá uppsögn hans hjá KA. „Það vita allir hvaða félag það er og það setur þann klúbb líka í óþægilega stöðu og þá þjálfara sem eru þar,“ segir Albert. Guðmundur vitnaði þá í frétt frá Fótbolti.net þar sem segir að Ólafi Jóhannessyni og Helga Sigurðssyni, þjálfurum Vals, hafi verið tilkynnt að þeir verði ekki áfram að leiktíðinni lokinni. „Þarna erum við komnir inn í annað mál, sem er álíka klaufalegt og að öllu leyti verra - það er þjálfarafíaskóið í kringum Val. Ég veit ekki hvort við viljum vera að fara í það mál allt saman núna, en það þarf sérþátt í allt það mál,“ segir Lárus Orri. „Það er bara skelfilegt að sjá hvernig er búið að fara með tímabilið hjá okkar ríkasta félagi,“ bætti hann við. Heimildamynd, takk! Guðmundur óskaði þá eftir því í beinni útsendingu að fá að gera heimildamynd á næsta ári um samstarf Edvards Barkar Edvardssonar, formanns knattspyrnudeildar Vals, og Arnars Grétarssonar í þjálfarastarfinu. „Ég ætla bara að setja núna í loftið, og gera þetta í beinni útsendingu: Kæri Börkur Edvardsson, værir þú til í að leyfa okkur að gera heimildamynd um það þegar þú og Arnar Grétarsson vinnið saman á næsta tímabili? Ég væri til í að sjá það,“ segir Guðmundur. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Stúkan KA Valur Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira