Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. október 2022 13:42 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að nefndin muni nú leggjast yfir málið. Samantekt forsætisráðuneytisins segi ekki alla söguna. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. Ráðist var í samantekt þessa vegna umdeildar skipunar þjóðminjavarðar en hún var gerð án þess að staðan hafi verið auglýst, safnafólki til mikils ama. Samantektin nær til 334 embættisskipana en af þeim voru 267 framkvæmdar í kjölfar auglýsingar er í alls 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti án þess að viðkomandi staða hafi verið auglýst. Sjá nánar: Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella „Í fyrsta lagi þá fyrst mér samantekt forsætisráðuneytisins – sem stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd ákvað að bíða eftir og hefur beðið eftir í nokkrar vikur – ekki gefa fulla mynd af því sem við þurfum að vita. Þetta er ágætisbyrjun. Hún sýnir okkur að sjálfsögðu að þegar eru skipulagsbreytingar í ráðuneytum, þá horfi ég sérstaklega á 2019 og 2022, þá er meira um flutning en önnur ár.“ Ekki sé rökstutt hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að skoða einungis tímabilið frá 2009-2022. „Ég rek augun í að ekki er gerður greinamunur á hvort verið er að flytja embættismenn lárétt eða lóðrétt. Það er munur á hvort þú sért að hækka einhvern í stöðu eða hvort þú ert að flytja ráðuneytisstjóra í einu ráðuneyti í annað. Það er ekki gerður greinarmunur á því og svo sýnist mér að við þurfum í nefndinni að skoða rækilega skipanir utan stjórnarráðsins, því við erum auðvitað líka að horfa á skipan æðstu embættismanna í stofnunum ríkisins.“ Umboðsmaður Alþingis skoðaði ekki þjóðminjavarðarmálið vegna þess að það er til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þórunn telur þó að málið verið skoðað með almennum hætti. „En hins vegar þá hefur safnafólk til dæmis bent á að þegar kemur að stöðu þjóðminjavarðar að þá snýst þetta um jafnræði, það er að segja að fólk hafi tækifæri til að sækja um þessa stöðu og í okkar litla landi þá eru þetta ekki margar stöður og það skiptir mjög miklu máli að auglýsa þær,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Ráðist var í samantekt þessa vegna umdeildar skipunar þjóðminjavarðar en hún var gerð án þess að staðan hafi verið auglýst, safnafólki til mikils ama. Samantektin nær til 334 embættisskipana en af þeim voru 267 framkvæmdar í kjölfar auglýsingar er í alls 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti án þess að viðkomandi staða hafi verið auglýst. Sjá nánar: Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella „Í fyrsta lagi þá fyrst mér samantekt forsætisráðuneytisins – sem stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd ákvað að bíða eftir og hefur beðið eftir í nokkrar vikur – ekki gefa fulla mynd af því sem við þurfum að vita. Þetta er ágætisbyrjun. Hún sýnir okkur að sjálfsögðu að þegar eru skipulagsbreytingar í ráðuneytum, þá horfi ég sérstaklega á 2019 og 2022, þá er meira um flutning en önnur ár.“ Ekki sé rökstutt hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að skoða einungis tímabilið frá 2009-2022. „Ég rek augun í að ekki er gerður greinamunur á hvort verið er að flytja embættismenn lárétt eða lóðrétt. Það er munur á hvort þú sért að hækka einhvern í stöðu eða hvort þú ert að flytja ráðuneytisstjóra í einu ráðuneyti í annað. Það er ekki gerður greinarmunur á því og svo sýnist mér að við þurfum í nefndinni að skoða rækilega skipanir utan stjórnarráðsins, því við erum auðvitað líka að horfa á skipan æðstu embættismanna í stofnunum ríkisins.“ Umboðsmaður Alþingis skoðaði ekki þjóðminjavarðarmálið vegna þess að það er til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þórunn telur þó að málið verið skoðað með almennum hætti. „En hins vegar þá hefur safnafólk til dæmis bent á að þegar kemur að stöðu þjóðminjavarðar að þá snýst þetta um jafnræði, það er að segja að fólk hafi tækifæri til að sækja um þessa stöðu og í okkar litla landi þá eru þetta ekki margar stöður og það skiptir mjög miklu máli að auglýsa þær,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39
Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47