Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. október 2022 13:42 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að nefndin muni nú leggjast yfir málið. Samantekt forsætisráðuneytisins segi ekki alla söguna. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. Ráðist var í samantekt þessa vegna umdeildar skipunar þjóðminjavarðar en hún var gerð án þess að staðan hafi verið auglýst, safnafólki til mikils ama. Samantektin nær til 334 embættisskipana en af þeim voru 267 framkvæmdar í kjölfar auglýsingar er í alls 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti án þess að viðkomandi staða hafi verið auglýst. Sjá nánar: Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella „Í fyrsta lagi þá fyrst mér samantekt forsætisráðuneytisins – sem stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd ákvað að bíða eftir og hefur beðið eftir í nokkrar vikur – ekki gefa fulla mynd af því sem við þurfum að vita. Þetta er ágætisbyrjun. Hún sýnir okkur að sjálfsögðu að þegar eru skipulagsbreytingar í ráðuneytum, þá horfi ég sérstaklega á 2019 og 2022, þá er meira um flutning en önnur ár.“ Ekki sé rökstutt hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að skoða einungis tímabilið frá 2009-2022. „Ég rek augun í að ekki er gerður greinamunur á hvort verið er að flytja embættismenn lárétt eða lóðrétt. Það er munur á hvort þú sért að hækka einhvern í stöðu eða hvort þú ert að flytja ráðuneytisstjóra í einu ráðuneyti í annað. Það er ekki gerður greinarmunur á því og svo sýnist mér að við þurfum í nefndinni að skoða rækilega skipanir utan stjórnarráðsins, því við erum auðvitað líka að horfa á skipan æðstu embættismanna í stofnunum ríkisins.“ Umboðsmaður Alþingis skoðaði ekki þjóðminjavarðarmálið vegna þess að það er til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þórunn telur þó að málið verið skoðað með almennum hætti. „En hins vegar þá hefur safnafólk til dæmis bent á að þegar kemur að stöðu þjóðminjavarðar að þá snýst þetta um jafnræði, það er að segja að fólk hafi tækifæri til að sækja um þessa stöðu og í okkar litla landi þá eru þetta ekki margar stöður og það skiptir mjög miklu máli að auglýsa þær,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Ráðist var í samantekt þessa vegna umdeildar skipunar þjóðminjavarðar en hún var gerð án þess að staðan hafi verið auglýst, safnafólki til mikils ama. Samantektin nær til 334 embættisskipana en af þeim voru 267 framkvæmdar í kjölfar auglýsingar er í alls 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti án þess að viðkomandi staða hafi verið auglýst. Sjá nánar: Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella „Í fyrsta lagi þá fyrst mér samantekt forsætisráðuneytisins – sem stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd ákvað að bíða eftir og hefur beðið eftir í nokkrar vikur – ekki gefa fulla mynd af því sem við þurfum að vita. Þetta er ágætisbyrjun. Hún sýnir okkur að sjálfsögðu að þegar eru skipulagsbreytingar í ráðuneytum, þá horfi ég sérstaklega á 2019 og 2022, þá er meira um flutning en önnur ár.“ Ekki sé rökstutt hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að skoða einungis tímabilið frá 2009-2022. „Ég rek augun í að ekki er gerður greinamunur á hvort verið er að flytja embættismenn lárétt eða lóðrétt. Það er munur á hvort þú sért að hækka einhvern í stöðu eða hvort þú ert að flytja ráðuneytisstjóra í einu ráðuneyti í annað. Það er ekki gerður greinarmunur á því og svo sýnist mér að við þurfum í nefndinni að skoða rækilega skipanir utan stjórnarráðsins, því við erum auðvitað líka að horfa á skipan æðstu embættismanna í stofnunum ríkisins.“ Umboðsmaður Alþingis skoðaði ekki þjóðminjavarðarmálið vegna þess að það er til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þórunn telur þó að málið verið skoðað með almennum hætti. „En hins vegar þá hefur safnafólk til dæmis bent á að þegar kemur að stöðu þjóðminjavarðar að þá snýst þetta um jafnræði, það er að segja að fólk hafi tækifæri til að sækja um þessa stöðu og í okkar litla landi þá eru þetta ekki margar stöður og það skiptir mjög miklu máli að auglýsa þær,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39
Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47