Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. október 2022 15:07 Ekki liggur fyrir hversu mörg börn á Íslandi eiga foreldra í fangelsi. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. Lilja Katrín Ólafsdóttir, nýútskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands, og Daníel Kári Guðjónsson, meistaranemi í afbrotafræði við Háskólann í Lundi, fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna síðastliðið vor til að rannsaka réttindi og stöðu barna sem eiga foreldra í fangelsi. Að því er kemur fram á heimasíðu Umboðsmanns barna verða niðurstöðurnar til grundvallar tillögum um aðgerðir til að bæta stöðu þessa hóps. „Ljóst er af niðurstöðum þessa verkefnis að börn sem eiga foreldra í fangelsum eru gleymdur hópur og það er von umboðsmanns barna að niðurstöður verkefnisins verði til þess að ráðist verði í þær úrbætur sem nauðsynlegar eru, til þess að tryggja þessum börnum nauðsynlegan stuðning og viðunandi aðstæður til heimsókna og umgengni við foreldra á meðan á afplánun stendur,“ segir í tilkynningu um málið. Takmörkuð upplýsingagjöf til barna Annars vegar var um að ræða úttekt Lilju Katrínar á íslenskri löggjöf og framkvæmd í samanburði við hin Norðurlöndin en þar kom í ljós að staða barna sem eigi foreldra í fangelsi væri hvað veikust á Íslandi, þó framkvæmd Norðurlandanna á sviði fullnustu refsinga væri um margt sambærileg. Þannig ættu börn fanga í öllum löndum, að Íslandi undanskildu, rétt á upplýsingum um fangelsun foreldris á aðgengilegu, barnvænu og auðskildu máli. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og á Finnlandi væru fangelsismálastofnanir eða sjálfstæð samtök þeim tengd með vefsíður fyrir börn um málefni sem þau varði. Dæmi um sænska heimasíðu fyrir börn sem eiga fjölskyldumeðlimi í fangelsi. Þá væru öflug hagsmunasamtök til staðar í þeim löndum, þar sem börn geti nýtt sér ýmis konar stuðningsúrræði og hitt önnur börn í samskonar aðstæðum, en engin slík samtök eru starfandi hér á landi. Einnig séu reglur um fylgdaraðila barna í fangelsisheimsóknir strangari hér á landi sem hafi takmarkandi áhrif á rétt barna til að umgangast og þekkja foreldra sína. Í tillögum til úrbóta er lagt til að skipaður sé sérstakur barnafulltrúi innan fangelsanna til að veita börnum upplýsingar um réttindi þeirra og hagi foreldra en slíkir fulltrúar starfa í norskum, sænskum og dönskum fangelsum. Þá er vísað til þess að það sé markmið Fangelsismálastofnunar að draga úr endurkomutíðni fanga en viðhald og efling fjölskyldutengsla stuðli að lækkaðri endurkomutíðni. Mikilvægt sé að yfirvöld fangelsismála grípi til ráðstafana til að veita þeim atriðum tilhlýðilega athygli. Koma þurfi til móts við þarfir barna Hins vegar var um að ræða rannsókn Daníels Kára á reynslu og viðhorfum fanga sem eiga börn en athygli vekur að fjöldi þeirra er ekki kunnugur. Í júní 2022 hafi 169 einstaklingar verið vistaðir í fangelsi og líklega tugir barna tengdir þeim, að því er kemur fram í útdrætti rannsóknarinnar. Aðstæður fanga til að umgangast börn sín meðan fangelsisvist stendur séu ekki nægilega góðar yfir heildina litið en ábyrgð yfirvalda sé mikil þegar einstaklingur er sviptur frelsi með þeim hætti. Reyna þurfi eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir barna undir þeim kringumstæðum. Refsing foreldra komi ekki síður niður á heill barna en samkvæmt rannsóknum upplifi börn sem eiga foreldri í fangelsi sorg, söknuð, skömm og brotið heimilislíf. Viðunandi aðstaða til heimsókna sé brýn til að draga úr aðskilnaði og kvíðanum sem fylgi. Þá sé nauðsynlegt að veita börnum aðstoð til að takast á við og vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum sem kunni að skapast. Niðurskurður og kröfur um hagræðingu hjá fangelsismálayfirvöldum hafi bæði komið niður á margvíslegri sérhæfðri aðstoð við fanga og tengsla þeirra við börn sín og maka. Ljóst sé að mikið verk sé að vinna til að bæta stöðu mála. Niðurstöðurnar verða kynntar á málþingi Umboðsmanns barna sem hófst klukkan 15 í Háskóla Íslands en hægt er að nálgast skýrsluna hér. Fangelsismál Börn og uppeldi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Lilja Katrín Ólafsdóttir, nýútskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands, og Daníel Kári Guðjónsson, meistaranemi í afbrotafræði við Háskólann í Lundi, fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna síðastliðið vor til að rannsaka réttindi og stöðu barna sem eiga foreldra í fangelsi. Að því er kemur fram á heimasíðu Umboðsmanns barna verða niðurstöðurnar til grundvallar tillögum um aðgerðir til að bæta stöðu þessa hóps. „Ljóst er af niðurstöðum þessa verkefnis að börn sem eiga foreldra í fangelsum eru gleymdur hópur og það er von umboðsmanns barna að niðurstöður verkefnisins verði til þess að ráðist verði í þær úrbætur sem nauðsynlegar eru, til þess að tryggja þessum börnum nauðsynlegan stuðning og viðunandi aðstæður til heimsókna og umgengni við foreldra á meðan á afplánun stendur,“ segir í tilkynningu um málið. Takmörkuð upplýsingagjöf til barna Annars vegar var um að ræða úttekt Lilju Katrínar á íslenskri löggjöf og framkvæmd í samanburði við hin Norðurlöndin en þar kom í ljós að staða barna sem eigi foreldra í fangelsi væri hvað veikust á Íslandi, þó framkvæmd Norðurlandanna á sviði fullnustu refsinga væri um margt sambærileg. Þannig ættu börn fanga í öllum löndum, að Íslandi undanskildu, rétt á upplýsingum um fangelsun foreldris á aðgengilegu, barnvænu og auðskildu máli. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og á Finnlandi væru fangelsismálastofnanir eða sjálfstæð samtök þeim tengd með vefsíður fyrir börn um málefni sem þau varði. Dæmi um sænska heimasíðu fyrir börn sem eiga fjölskyldumeðlimi í fangelsi. Þá væru öflug hagsmunasamtök til staðar í þeim löndum, þar sem börn geti nýtt sér ýmis konar stuðningsúrræði og hitt önnur börn í samskonar aðstæðum, en engin slík samtök eru starfandi hér á landi. Einnig séu reglur um fylgdaraðila barna í fangelsisheimsóknir strangari hér á landi sem hafi takmarkandi áhrif á rétt barna til að umgangast og þekkja foreldra sína. Í tillögum til úrbóta er lagt til að skipaður sé sérstakur barnafulltrúi innan fangelsanna til að veita börnum upplýsingar um réttindi þeirra og hagi foreldra en slíkir fulltrúar starfa í norskum, sænskum og dönskum fangelsum. Þá er vísað til þess að það sé markmið Fangelsismálastofnunar að draga úr endurkomutíðni fanga en viðhald og efling fjölskyldutengsla stuðli að lækkaðri endurkomutíðni. Mikilvægt sé að yfirvöld fangelsismála grípi til ráðstafana til að veita þeim atriðum tilhlýðilega athygli. Koma þurfi til móts við þarfir barna Hins vegar var um að ræða rannsókn Daníels Kára á reynslu og viðhorfum fanga sem eiga börn en athygli vekur að fjöldi þeirra er ekki kunnugur. Í júní 2022 hafi 169 einstaklingar verið vistaðir í fangelsi og líklega tugir barna tengdir þeim, að því er kemur fram í útdrætti rannsóknarinnar. Aðstæður fanga til að umgangast börn sín meðan fangelsisvist stendur séu ekki nægilega góðar yfir heildina litið en ábyrgð yfirvalda sé mikil þegar einstaklingur er sviptur frelsi með þeim hætti. Reyna þurfi eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir barna undir þeim kringumstæðum. Refsing foreldra komi ekki síður niður á heill barna en samkvæmt rannsóknum upplifi börn sem eiga foreldri í fangelsi sorg, söknuð, skömm og brotið heimilislíf. Viðunandi aðstaða til heimsókna sé brýn til að draga úr aðskilnaði og kvíðanum sem fylgi. Þá sé nauðsynlegt að veita börnum aðstoð til að takast á við og vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum sem kunni að skapast. Niðurskurður og kröfur um hagræðingu hjá fangelsismálayfirvöldum hafi bæði komið niður á margvíslegri sérhæfðri aðstoð við fanga og tengsla þeirra við börn sín og maka. Ljóst sé að mikið verk sé að vinna til að bæta stöðu mála. Niðurstöðurnar verða kynntar á málþingi Umboðsmanns barna sem hófst klukkan 15 í Háskóla Íslands en hægt er að nálgast skýrsluna hér.
Fangelsismál Börn og uppeldi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira