„Skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 07:31 Stjarnan tapaði ekki neinum leik í seinni helmingi Íslandsmótsins, undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Guðmundsson vitnaði í Arsene Wenger, setti stefnuna á Íslandsmeistaratitil og útskýrði hvernig námskeið í að tala við stelpur hefur hjálpað honum, í viðtali eftir frábæran árangur kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta undir hans stjórn. Kristján tók við Stjörnunni fyrir fjórum árum þegar sannkallaðar kanónur voru að kveðja félagið – leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Öddu Baldursdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og fleiri – og ljóst að mikið uppbyggingarstarf væri framundan. Stjörnuliðið hefur síðan litið betur út með hverju árinu og náði á dögunum að tryggja sér 2. sæti í Bestu deildinni, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Kristján sagði þetta hafa verið markmiðið fyrir tímabilið, þó að allir aðrir hafi spáð því að Valur og Breiðablik yrðu efst. Segjum að annað sæti sé bikar „Við tökum Wenger aðeins á þetta og segjum að 2. sætið sé bikar, eins og hann talaði alltaf um 4. sætið [þegar hann var þjálfari Arsenal]. Það kemur okkur í Evrópukeppnina og gefur okkur ferðapeningana,“ sagði Kristján við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. En Kristján vill enn meira: „Við erum búin að setja markmiðið á að vinna titilinn á næsta ári. Það er bara næsta skref þar sem við erum núna.“ Sló tvær flugur í einu höggi á námskeiði Kristján hafði þjálfað karlalið í tæpa tvo áratugi þegar hann tók við þjálfun Stjörnukvenna. Leikmenn liðsins greindu frá því í Bestu mörkunum á dögunum að hann hefði bætt sig mikið í samskiptum við leikmenn og virtust afar ánægðar með samstarfið við hann. Bentu þær á að hann hefði sótt námskeið til að læra að tala við stelpur. Námskeið sem Kristján segir hafa nýst sér mjög vel. „Þar sem að ég er að kenna líka, nokkra daga í viku í grunnskóla, þarf ég að sjálfsögðu að huga að samskiptum við börn. Það er námskeið í Háskólanum á Akureyri sem að heitir „Samskipti stúlkna“ og ég sá að ég gat slegið tvær flugur í einu höggi við að upplifa og læra hvernig konur tala saman. Að skilja þessar lúmsku augngotur sem þær beita hver annarri…“ sagði Kristján en hætti við að fara nánar út í þá sálma. „Ég lærði heilmikið á því námskeiði. Þetta er mjög gott námskeið, þar sem ég er karlmaður og við skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist, ekki spurning,“ sagði Kristján. Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Kristján tók við Stjörnunni fyrir fjórum árum þegar sannkallaðar kanónur voru að kveðja félagið – leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Öddu Baldursdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og fleiri – og ljóst að mikið uppbyggingarstarf væri framundan. Stjörnuliðið hefur síðan litið betur út með hverju árinu og náði á dögunum að tryggja sér 2. sæti í Bestu deildinni, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Kristján sagði þetta hafa verið markmiðið fyrir tímabilið, þó að allir aðrir hafi spáð því að Valur og Breiðablik yrðu efst. Segjum að annað sæti sé bikar „Við tökum Wenger aðeins á þetta og segjum að 2. sætið sé bikar, eins og hann talaði alltaf um 4. sætið [þegar hann var þjálfari Arsenal]. Það kemur okkur í Evrópukeppnina og gefur okkur ferðapeningana,“ sagði Kristján við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. En Kristján vill enn meira: „Við erum búin að setja markmiðið á að vinna titilinn á næsta ári. Það er bara næsta skref þar sem við erum núna.“ Sló tvær flugur í einu höggi á námskeiði Kristján hafði þjálfað karlalið í tæpa tvo áratugi þegar hann tók við þjálfun Stjörnukvenna. Leikmenn liðsins greindu frá því í Bestu mörkunum á dögunum að hann hefði bætt sig mikið í samskiptum við leikmenn og virtust afar ánægðar með samstarfið við hann. Bentu þær á að hann hefði sótt námskeið til að læra að tala við stelpur. Námskeið sem Kristján segir hafa nýst sér mjög vel. „Þar sem að ég er að kenna líka, nokkra daga í viku í grunnskóla, þarf ég að sjálfsögðu að huga að samskiptum við börn. Það er námskeið í Háskólanum á Akureyri sem að heitir „Samskipti stúlkna“ og ég sá að ég gat slegið tvær flugur í einu höggi við að upplifa og læra hvernig konur tala saman. Að skilja þessar lúmsku augngotur sem þær beita hver annarri…“ sagði Kristján en hætti við að fara nánar út í þá sálma. „Ég lærði heilmikið á því námskeiði. Þetta er mjög gott námskeið, þar sem ég er karlmaður og við skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist, ekki spurning,“ sagði Kristján.
Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira