Hressileg rigning og gular viðvaranir Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2022 07:16 Hiti verður á bilinu þrjú til tíu stig. Vísir/Vilhelm Það er búið að rigna hressilega á Austfjörðum í nótt og er gul viðvörun í gildi þar vegna úrkomu fram eftir morgni. Veðurstofan gerir þó ráð fyrir að vel dragi úr vætunni fyrir hádegi. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það spái norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag og rigningu víða. Á norðvesturhlutanum verð þrettán til átján metrar á sekúndu og talsverð úrkoma þar seinni partinn. „Gular viðvaranir vegna úrkomu hafa verið gefnar út fyrir Vestfirði og Norðurland vestra. Þegar líður á daginn kólnar á landinu og mun úrkoman breytast í slyddu eða snjókomu til fjalla norðvestantil og breytast gulu viðvaranirnar í hríð á fjallvegum í kvöld. Þessar viðvaranir eru í gildi fram eftir morgundeginum. Á morgun lægir vestanlands, en bætir í vind fyrir austan og er útlit fyrir allhvassa vestanátt þar seinni partinn. Áfram rigning fyrir norðan og slydda eða snjókoma til fjalla,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gular viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Gular viðvaranir: Vestfirðir: 4. okt. kl. 15:00 til 5. okt. kl. 08:00. „Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni.“ 4. okt. kl. 20:00 til 5. okt. kl. 10:00. „Allhvöss norðanátt (13-18 m/s) með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda eða snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum.“ Strandir og Norðurland vestra 4. okt. kl. 16:00 til 5. okt. kl. 18:00. Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni. 4. okt. kl. 22:00 til 5. okt. kl. 23:59. Norðvestan 10-18 m/s með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda eða snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það t.d. við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Austfirðir 3. okt. kl. 23:00 til 4. okt. kl. 10:00. Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðvestan og vestan 13-20 m/s, hvassast norðantil. Rigning á láglendi fyrir norðan, en slydda eða snjókoma á heiðum og til fjalla, sums staðar talsverð úrkoma. Þurrt sunnanlands og einnig á Austfjörðum. Lægir og rofar til á Vesturlandi um kvöldið. Hiti á láglendi 3 til 10 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á fimmtudag: Norðvestan og vestan 8-15 og rigning eða slydda á norðanverðu landinu, en yfirleitt hægari vindur og þurrt sunnantil. Hiti 2 til 7 stig. Á föstudag: Norðvestan og norðan 10-18 m/s með rigningu eða slyddu, en skýjað með köflum á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Á laugardag: Gengur í stífa suðlæga átt með rigningu, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti um frostmark norðaustantil, upp í 8 stig með suðurströndinni. Á sunnudag: Snýst í norðanátt með slyddu fyrir norðan, en styttir smám saman upp á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu og hlýnandi veðri, en að mestu þurrt norðaustantil. Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það spái norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag og rigningu víða. Á norðvesturhlutanum verð þrettán til átján metrar á sekúndu og talsverð úrkoma þar seinni partinn. „Gular viðvaranir vegna úrkomu hafa verið gefnar út fyrir Vestfirði og Norðurland vestra. Þegar líður á daginn kólnar á landinu og mun úrkoman breytast í slyddu eða snjókomu til fjalla norðvestantil og breytast gulu viðvaranirnar í hríð á fjallvegum í kvöld. Þessar viðvaranir eru í gildi fram eftir morgundeginum. Á morgun lægir vestanlands, en bætir í vind fyrir austan og er útlit fyrir allhvassa vestanátt þar seinni partinn. Áfram rigning fyrir norðan og slydda eða snjókoma til fjalla,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gular viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Gular viðvaranir: Vestfirðir: 4. okt. kl. 15:00 til 5. okt. kl. 08:00. „Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni.“ 4. okt. kl. 20:00 til 5. okt. kl. 10:00. „Allhvöss norðanátt (13-18 m/s) með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda eða snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum.“ Strandir og Norðurland vestra 4. okt. kl. 16:00 til 5. okt. kl. 18:00. Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni. 4. okt. kl. 22:00 til 5. okt. kl. 23:59. Norðvestan 10-18 m/s með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda eða snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það t.d. við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Austfirðir 3. okt. kl. 23:00 til 4. okt. kl. 10:00. Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðvestan og vestan 13-20 m/s, hvassast norðantil. Rigning á láglendi fyrir norðan, en slydda eða snjókoma á heiðum og til fjalla, sums staðar talsverð úrkoma. Þurrt sunnanlands og einnig á Austfjörðum. Lægir og rofar til á Vesturlandi um kvöldið. Hiti á láglendi 3 til 10 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á fimmtudag: Norðvestan og vestan 8-15 og rigning eða slydda á norðanverðu landinu, en yfirleitt hægari vindur og þurrt sunnantil. Hiti 2 til 7 stig. Á föstudag: Norðvestan og norðan 10-18 m/s með rigningu eða slyddu, en skýjað með köflum á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Á laugardag: Gengur í stífa suðlæga átt með rigningu, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti um frostmark norðaustantil, upp í 8 stig með suðurströndinni. Á sunnudag: Snýst í norðanátt með slyddu fyrir norðan, en styttir smám saman upp á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu og hlýnandi veðri, en að mestu þurrt norðaustantil.
Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Sjá meira