Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 13:55 Liz Truss forsætisráðherra og Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. AP/Stefan Rousseau Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. „Allt sem ég hef gert sem forsætisráðherra hefur verið til að hjálpa fólki í gegnum mjög erfiðan vetur og mjög erfiðar kringumstæður og að koma landinu á betri grunn í framtíðinni,“ sagði Truss í viðtali við Sky News í dag. Þá sagðist hún bera fullt traust til fjármálaráðherrans Kwasi Kwarteng en hún forðaðist ítrekað að svara spurningum blaðamanna þess efnis í morgun. Do you trust your Chancellor after the mistake he made? Liz Truss does not directly say she trusts Kwasi Kwarteng, instead she comments on the closeness of their working relationship and their shared focus on growing the economy.https://t.co/WUnquWvHqf Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/hNZ6TucbGw— Sky News (@SkyNews) October 4, 2022 Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að falla frá áætlunum um að afnema 45 prósentustiga tekjuskattsþrepið, sem myndi aðeins gagnast tekjuhæstu einstaklingunum í Bretlandi. Að sögn Truss afnám þrepsins ekki í forgangi að svo stöddu fyrir ríkisstjórnina. Gagnrýni úr öllum áttum Um var að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum en Bretar horfa fram á orkukreppu í vetur og gríðarlega verðbólgu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórn Truss harðlega og sögðu forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann þurfa að bera ábyrgð á þeirri ringulreið sem þau hafi skapað. Suella speaks a lot of good sense, as usual. https://t.co/EHEPhhZ0sX— Simon Clarke MP (@SimonClarkeMP) October 4, 2022 Eftir að Truss snerist hugur hefur hún þó verið gagnrýnd af meðlimum eigin ríkisstjórnar en Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun hennar hafa verið mikil vonbrigði. Þá hafi meðlimir hennar eigin flokks, Íhaldsflokksins, „í raun sviðsett valdarán“ og gert lítið úr forsætisráðherranum. Simon Clarke, húsnæðis- og samfélagsráðherra, tók þá undir með Suellu en Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, sakaði Truss og Kwarteng um að „eyða eins og enginn sé morgundagurinn“ og að sagði vandamálið aðeins eftir að versna. Bretland Efnahagsmál Tengdar fréttir Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
„Allt sem ég hef gert sem forsætisráðherra hefur verið til að hjálpa fólki í gegnum mjög erfiðan vetur og mjög erfiðar kringumstæður og að koma landinu á betri grunn í framtíðinni,“ sagði Truss í viðtali við Sky News í dag. Þá sagðist hún bera fullt traust til fjármálaráðherrans Kwasi Kwarteng en hún forðaðist ítrekað að svara spurningum blaðamanna þess efnis í morgun. Do you trust your Chancellor after the mistake he made? Liz Truss does not directly say she trusts Kwasi Kwarteng, instead she comments on the closeness of their working relationship and their shared focus on growing the economy.https://t.co/WUnquWvHqf Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/hNZ6TucbGw— Sky News (@SkyNews) October 4, 2022 Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að falla frá áætlunum um að afnema 45 prósentustiga tekjuskattsþrepið, sem myndi aðeins gagnast tekjuhæstu einstaklingunum í Bretlandi. Að sögn Truss afnám þrepsins ekki í forgangi að svo stöddu fyrir ríkisstjórnina. Gagnrýni úr öllum áttum Um var að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum en Bretar horfa fram á orkukreppu í vetur og gríðarlega verðbólgu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórn Truss harðlega og sögðu forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann þurfa að bera ábyrgð á þeirri ringulreið sem þau hafi skapað. Suella speaks a lot of good sense, as usual. https://t.co/EHEPhhZ0sX— Simon Clarke MP (@SimonClarkeMP) October 4, 2022 Eftir að Truss snerist hugur hefur hún þó verið gagnrýnd af meðlimum eigin ríkisstjórnar en Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun hennar hafa verið mikil vonbrigði. Þá hafi meðlimir hennar eigin flokks, Íhaldsflokksins, „í raun sviðsett valdarán“ og gert lítið úr forsætisráðherranum. Simon Clarke, húsnæðis- og samfélagsráðherra, tók þá undir með Suellu en Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, sakaði Truss og Kwarteng um að „eyða eins og enginn sé morgundagurinn“ og að sagði vandamálið aðeins eftir að versna.
Bretland Efnahagsmál Tengdar fréttir Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21
Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41
Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54