Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu perlumark Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 09:01 Trent Alexander-Arnold hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir varnarleik sinn en skoraði stórglæsilegt mark í gærkvöld. Getty/Craig Williamson Barcelona er komið í slæm mál eftir tap gegn Inter í dauðariðlinum og Napoli heldur áfram að slá í gegn og er fyrir ofan Liverpool, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Átta leikir voru spilaðir í gær og nú má sjá mörkin úr þeim öllum hér á Vísi. Liverpool vann 2-0 sigur gegn Rangers og er með sex stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í A-riðli. Trent Alexander-Arnold skoraði fyrra markið á Anfield í gær úr gullfallegri aukaspyrnu og Mohamed Salah bætti við öðru af vítapunktinum. Klippa: Liverpool - Rangers Í sama riðli mættust Ajax og Napoli í Amsterdam þar sem gestirnir refsuðu ítrekað fyrir mistök Ajax og unnu magnaðan 6-1 sigur. Napoli er því með fullt hús stiga fyrir seinni helming riðlakeppninnar en Ajax með þrjú stig og Rangers án stiga. Klippa: Ajax - Napoli Í dauðariðlinum dugði Inter mark frá Tyrkjanum Hakan Calhanoglu í uppbótartíma fyrri hálfleiks til að vinna afar dýrmætan sigur gegn Barcelona. Börsungar voru hins vegar æfir yfir dómgæslunni í leiknum og töldu að tekið hefði verið af þeim löglegt mark og vítaspyrna. Klippa: Inter - Barcelona Inter er nú með sex stig og Barcelona þrjú en Bayern München er efst í C-riðli með fullt hús stiga eftir öruggan 5-0 sigur gegn botnliði Viktoria Plzen, þar sem Leroy Sané skoraði tvö mörk. Klippa: Bayern - Plzen Club Brugge heldur áfram að koma á óvart í B-riðli og hefur unnið alla þrjá leiki sína en liðið lagði Atlético Madrid að velli í gær, 2-0. Klippa: Club Brugge - Atlético Madrid Í sama riðli náði Porto í sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Leverkusen og eru því Porto, Leverkusen og Atlético öll jöfn með þrjú stig, sex stigum á eftir Club Brugge. Klippa: Porto - Leverkusen Í D-riðli voru engin mörk skoruð í leik Tottenham og Frankfurt í Lundúnum og ljóst að afar mikilvægur slagur bíður liðanna í Þýskalandi eftir viku. Þau eru með fjögur stig hvort en Sporting Lissabon er efst í riðlinum með sex stig þrátt fyrir 4-1 tap gegn Marseille sem náði þannig í sín fyrstu stig. Trincao kom Sporting reyndar yfir en Alexis Sánchez jafnaði fljótt eftir skelfileg markmannsmistök og Marseille komst í 3-1 fyrir hálfleik. Klippa: Marseille - Sporting Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur gegn Rangers og er með sex stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í A-riðli. Trent Alexander-Arnold skoraði fyrra markið á Anfield í gær úr gullfallegri aukaspyrnu og Mohamed Salah bætti við öðru af vítapunktinum. Klippa: Liverpool - Rangers Í sama riðli mættust Ajax og Napoli í Amsterdam þar sem gestirnir refsuðu ítrekað fyrir mistök Ajax og unnu magnaðan 6-1 sigur. Napoli er því með fullt hús stiga fyrir seinni helming riðlakeppninnar en Ajax með þrjú stig og Rangers án stiga. Klippa: Ajax - Napoli Í dauðariðlinum dugði Inter mark frá Tyrkjanum Hakan Calhanoglu í uppbótartíma fyrri hálfleiks til að vinna afar dýrmætan sigur gegn Barcelona. Börsungar voru hins vegar æfir yfir dómgæslunni í leiknum og töldu að tekið hefði verið af þeim löglegt mark og vítaspyrna. Klippa: Inter - Barcelona Inter er nú með sex stig og Barcelona þrjú en Bayern München er efst í C-riðli með fullt hús stiga eftir öruggan 5-0 sigur gegn botnliði Viktoria Plzen, þar sem Leroy Sané skoraði tvö mörk. Klippa: Bayern - Plzen Club Brugge heldur áfram að koma á óvart í B-riðli og hefur unnið alla þrjá leiki sína en liðið lagði Atlético Madrid að velli í gær, 2-0. Klippa: Club Brugge - Atlético Madrid Í sama riðli náði Porto í sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Leverkusen og eru því Porto, Leverkusen og Atlético öll jöfn með þrjú stig, sex stigum á eftir Club Brugge. Klippa: Porto - Leverkusen Í D-riðli voru engin mörk skoruð í leik Tottenham og Frankfurt í Lundúnum og ljóst að afar mikilvægur slagur bíður liðanna í Þýskalandi eftir viku. Þau eru með fjögur stig hvort en Sporting Lissabon er efst í riðlinum með sex stig þrátt fyrir 4-1 tap gegn Marseille sem náði þannig í sín fyrstu stig. Trincao kom Sporting reyndar yfir en Alexis Sánchez jafnaði fljótt eftir skelfileg markmannsmistök og Marseille komst í 3-1 fyrir hálfleik. Klippa: Marseille - Sporting Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira