Dæmd fyrir hundruð þúsunda króna strikamerkjasvindl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 13:01 Verslun Ikea í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu og karl í sextíu daga og þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa stolið vörum úr verslun Ikea í Garðabæ með því að hafa tekið strikamerki af ódýrari vörum og sett á dýrari vörur. Dómur í málinu féll í síðustu viku. Í dómi héraðsdóms má lesa að konan virðist hafa verið öllu stórtækari en karlinn. Saman voru þau ákærð fyrir að hafa, í tvö skipti, samtals svikið út vörur fyrir 198.805 krónur. Það gerðu þau með því að koma strikamerkjum ódýrari vara fyrir á vörunum sem þau afgreiddu sig sjálf um á sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þannig greiddu þau aðeins 11.270 krónur fyrir vörurnar, sem voru sem fyrr segir virði 198.805 króna. Um var að ræða lampa, pönnur, gardínur, skápa, og handlaugar svo dæmi séu tekin IKEA í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Eiginkonan var einnig ákærð fyrir samskonar fjársvik í fjórum öðrum tilvikum en brotin öll áttu sér stað skömmu fyrir og eftir síðustu áramót. Var konunni gefið að sök að hafa svikið út vörur í þessi fjögur skipti fyrir samtals 158.595 krónur, með sama hætti og greint var frá hér að ofan. Alls greiddi konan 26.410 krónur fyrir vörurnar. Var um að ræða veggljós, handklæði, loftljós, sæng, kodda og teppi, svo dæmi séu tekin. Játuðu sök Svipar aðferðinni sem hjónin beittu við þjófnaðinn til þeirrar aðferðar sem var notuð í Ikea-málinu svokallaða árið 2013, þar sem nokkrum einstaklingum var gefið að sök að hafa fært strikamerki af ódýrari vörum yfir á dýrari vörur. Hjónin játuðu sök fyrir dómi og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þá var einnig litið til þess að hvorugt þeirra hafi áður sætt refsingu. Var eiginkonan dæmd í sextíu daga fangelsi en eiginmaðurinn í þrjátíu daga fangelsi. Dómarnir falla niður haldi þau almennt skilorð í tvö ár. Dómsmál IKEA Verslun Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Dómur í málinu féll í síðustu viku. Í dómi héraðsdóms má lesa að konan virðist hafa verið öllu stórtækari en karlinn. Saman voru þau ákærð fyrir að hafa, í tvö skipti, samtals svikið út vörur fyrir 198.805 krónur. Það gerðu þau með því að koma strikamerkjum ódýrari vara fyrir á vörunum sem þau afgreiddu sig sjálf um á sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þannig greiddu þau aðeins 11.270 krónur fyrir vörurnar, sem voru sem fyrr segir virði 198.805 króna. Um var að ræða lampa, pönnur, gardínur, skápa, og handlaugar svo dæmi séu tekin IKEA í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Eiginkonan var einnig ákærð fyrir samskonar fjársvik í fjórum öðrum tilvikum en brotin öll áttu sér stað skömmu fyrir og eftir síðustu áramót. Var konunni gefið að sök að hafa svikið út vörur í þessi fjögur skipti fyrir samtals 158.595 krónur, með sama hætti og greint var frá hér að ofan. Alls greiddi konan 26.410 krónur fyrir vörurnar. Var um að ræða veggljós, handklæði, loftljós, sæng, kodda og teppi, svo dæmi séu tekin. Játuðu sök Svipar aðferðinni sem hjónin beittu við þjófnaðinn til þeirrar aðferðar sem var notuð í Ikea-málinu svokallaða árið 2013, þar sem nokkrum einstaklingum var gefið að sök að hafa fært strikamerki af ódýrari vörum yfir á dýrari vörur. Hjónin játuðu sök fyrir dómi og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þá var einnig litið til þess að hvorugt þeirra hafi áður sætt refsingu. Var eiginkonan dæmd í sextíu daga fangelsi en eiginmaðurinn í þrjátíu daga fangelsi. Dómarnir falla niður haldi þau almennt skilorð í tvö ár.
Dómsmál IKEA Verslun Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira