Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2022 16:37 Britain's Prime Minister Liz Truss makes a speech at the Conservative Party conference at the ICC in Birmingham, England, Wednesday, Oct. 5, 2022. (AP Photo/Kirsty Wigglesworth) AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ Stöðva þurfti ræðu forsætisráðherrans á einum tímapunkti eftir að mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að henni og héldu á borða sem á stóð: „Hver kaus þetta?“ Í færslu á Twitter greindi hópurinn frá því að þau væru að mótmæla því að Truss hafi „tætt“ loforð í stefnuyfirlýsingum flokksins þegar kemur að umhverfismálum. Stöðva þurfti ræðuna þegar mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að Truss. AP/Kristy Wigglesworth Ríkisstjórn Truss hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu vikur vegna stefnu þeirra í efnahagsmálum en Truss og fjármálaráðherra hennar, Kwasi Kwarteng, tilkynntu á mánudag að þau hefðu ákveðið að falla frá umdeildum tekjuskattslækkunum. „Ég er staðráðin í því að koma Bretlandi af stað, að koma okkur í gegnum storminn og koma okkur á sterkari grunn sem þjóð,“ sagði Truss í ræðu sinni og bætti við að vissulega myndu einhverjar raskanir fylgja því. Þó allir séu ekki samþykkir muni allir njóta góðs af niðurstöðunni. Prime minister Liz Truss said the scale of the challenge is 'immense' as she mentioned the war in Europe, the aftermath of COVID and a global economic crisis.Here's some of the highlights from the PM's speech https://t.co/PW2CxVFlnu pic.twitter.com/AJujNbimb3— Sky News (@SkyNews) October 5, 2022 Hún sagði þau hafa hlustað á fólkið en athygli vakti að í hálftíma ræðu minntist hún ekkert á hækkun bóta í takt við verðbólgu, sem fjölmargir hafa kallað eftir, en Bretar sjá fram á orkukreppu í vetur með gríðarlega mikilli verðbólgu á næstu mánuðum. Bæði þingmenn stjórnarandstöðunnar og þingmenn Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Truss harðlega á síðustu dögum en í ræðu sinni í dag sagðist Truss ekki ætla að leyfa stjórnarandstöðunni að halda aftur af þeim. Þá stæði ríkisstjórnin sterk og bað hún þingmenn um að treysta henni fyrir framhaldinu. Rachel Reeves, skuggafjármálaráðherra Bretlands, sagði í kjölfar ræðunnar að það væri mikilvægast á þessum tímapunkti fyrir ríkisstjórn Truss að endurskoða fjármálaáætlun þeirra þegar þingið kemur saman í næstu viku til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Liz Truss should follow Labour s plan to replace business rates with a fairer system.She should back our Green Prosperity Plan for good jobs across Britain.But most urgently she must reverse her kamikaze Budget to stabilise our economy. 3/3— Rachel Reeves (@RachelReevesMP) October 5, 2022 Bretland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Stöðva þurfti ræðu forsætisráðherrans á einum tímapunkti eftir að mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að henni og héldu á borða sem á stóð: „Hver kaus þetta?“ Í færslu á Twitter greindi hópurinn frá því að þau væru að mótmæla því að Truss hafi „tætt“ loforð í stefnuyfirlýsingum flokksins þegar kemur að umhverfismálum. Stöðva þurfti ræðuna þegar mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að Truss. AP/Kristy Wigglesworth Ríkisstjórn Truss hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu vikur vegna stefnu þeirra í efnahagsmálum en Truss og fjármálaráðherra hennar, Kwasi Kwarteng, tilkynntu á mánudag að þau hefðu ákveðið að falla frá umdeildum tekjuskattslækkunum. „Ég er staðráðin í því að koma Bretlandi af stað, að koma okkur í gegnum storminn og koma okkur á sterkari grunn sem þjóð,“ sagði Truss í ræðu sinni og bætti við að vissulega myndu einhverjar raskanir fylgja því. Þó allir séu ekki samþykkir muni allir njóta góðs af niðurstöðunni. Prime minister Liz Truss said the scale of the challenge is 'immense' as she mentioned the war in Europe, the aftermath of COVID and a global economic crisis.Here's some of the highlights from the PM's speech https://t.co/PW2CxVFlnu pic.twitter.com/AJujNbimb3— Sky News (@SkyNews) October 5, 2022 Hún sagði þau hafa hlustað á fólkið en athygli vakti að í hálftíma ræðu minntist hún ekkert á hækkun bóta í takt við verðbólgu, sem fjölmargir hafa kallað eftir, en Bretar sjá fram á orkukreppu í vetur með gríðarlega mikilli verðbólgu á næstu mánuðum. Bæði þingmenn stjórnarandstöðunnar og þingmenn Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Truss harðlega á síðustu dögum en í ræðu sinni í dag sagðist Truss ekki ætla að leyfa stjórnarandstöðunni að halda aftur af þeim. Þá stæði ríkisstjórnin sterk og bað hún þingmenn um að treysta henni fyrir framhaldinu. Rachel Reeves, skuggafjármálaráðherra Bretlands, sagði í kjölfar ræðunnar að það væri mikilvægast á þessum tímapunkti fyrir ríkisstjórn Truss að endurskoða fjármálaáætlun þeirra þegar þingið kemur saman í næstu viku til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Liz Truss should follow Labour s plan to replace business rates with a fairer system.She should back our Green Prosperity Plan for good jobs across Britain.But most urgently she must reverse her kamikaze Budget to stabilise our economy. 3/3— Rachel Reeves (@RachelReevesMP) October 5, 2022
Bretland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira