Kristjana: Sendum beiðni þann 20.júní um að færa þennan leik en KKÍ sagði nei Smári Jökull Jónsson skrifar 5. október 2022 20:37 Kristjana Jónsdótitr er þjálfari Fjölnis í Subway-deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét „Við þurfum klárlega að stíga upp varnarlega, við vorum góðar í vörn í síðasta leik en þetta hefur háð okkur í þessum tveimur leikjum sem við höfum tapað. Þegar við spilum góða vörn þá vinnum við, svo einfalt er þetta,“ sagði Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis eftir tap gegn Njarðvík í Subway deild kvenna í kvöld. Fjölnir var að elta nær allan leikinn í kvöld en misstu Njarðvíkurliðið aldrei almennilega frá sér fyrr en í fjórða leikhlutanum. Kristjana var ósátt með hvað hennar leikmenn gáfu Njarðvík mörg færi á sóknarfráköstum. „Þær eru að ná í alltof mörg stig eftir sóknarfráköst, ég held að þær hafi skorað einhver 16 stig eftir sóknarfrákast og það er leikurinn.“ Fjölnir náði að minnka muninn í fjögur stig í seinni hluta þriðja leikhluta en Njarðvíkurliðið var fljótt að svara og snemma í þeim fjórða var munurinn orðinn tuttugu og eitt stig. „Við gerðum ekki nógu vel þar, við hefðum átt að gera betur. Það eru klárlega framfarir á liðinu. Við vorum töluvert betri sóknarlega og það var mikið betra flæði. Taylor (Jones) kemur inn með þvílíkan kraft sóknarlega en okkur vantar leikmann sem tók sextán fráköst og skoraði sextán stig í síðasta leik,“ sagði Kristjana og fór yfir ástæður fjarveru hinnar austurrísku Simone Sill. „Hún er í FIBA landsliðsverkefni. Við sendum beiðni um að færa þennan leik 20.júní og spila hann síðasta laugardag því hún var að fara út en KKÍ sagði nei,“ sagði Kristjana og var augljóslega ekki sátt. „Þeir segja að þetta sé ekki eitt af mótunum sem þeir þurfa að taka tillit til. Við vildum ekki standa í vegi fyrir því að hún færi í landsliðsferð. Ég var ekki sátt og ég margreyndi að færa þennan leik. Hún skilar miklu framlagi, er sterkur póstur hjá okkur og svo hefur þetta áhrif á breiddina okkar, “ sagði ósátt Kristjana Jónsdóttir að lokum. Fjölnir UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
Fjölnir var að elta nær allan leikinn í kvöld en misstu Njarðvíkurliðið aldrei almennilega frá sér fyrr en í fjórða leikhlutanum. Kristjana var ósátt með hvað hennar leikmenn gáfu Njarðvík mörg færi á sóknarfráköstum. „Þær eru að ná í alltof mörg stig eftir sóknarfráköst, ég held að þær hafi skorað einhver 16 stig eftir sóknarfrákast og það er leikurinn.“ Fjölnir náði að minnka muninn í fjögur stig í seinni hluta þriðja leikhluta en Njarðvíkurliðið var fljótt að svara og snemma í þeim fjórða var munurinn orðinn tuttugu og eitt stig. „Við gerðum ekki nógu vel þar, við hefðum átt að gera betur. Það eru klárlega framfarir á liðinu. Við vorum töluvert betri sóknarlega og það var mikið betra flæði. Taylor (Jones) kemur inn með þvílíkan kraft sóknarlega en okkur vantar leikmann sem tók sextán fráköst og skoraði sextán stig í síðasta leik,“ sagði Kristjana og fór yfir ástæður fjarveru hinnar austurrísku Simone Sill. „Hún er í FIBA landsliðsverkefni. Við sendum beiðni um að færa þennan leik 20.júní og spila hann síðasta laugardag því hún var að fara út en KKÍ sagði nei,“ sagði Kristjana og var augljóslega ekki sátt. „Þeir segja að þetta sé ekki eitt af mótunum sem þeir þurfa að taka tillit til. Við vildum ekki standa í vegi fyrir því að hún færi í landsliðsferð. Ég var ekki sátt og ég margreyndi að færa þennan leik. Hún skilar miklu framlagi, er sterkur póstur hjá okkur og svo hefur þetta áhrif á breiddina okkar, “ sagði ósátt Kristjana Jónsdóttir að lokum.
Fjölnir UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15