Silli kokkur keppir á stærstu götubitakeppni í heimi Elísabet Hanna skrifar 6. október 2022 16:36 Fjölskyldan sér um að reka matarvagninn saman. Aðsend Sigvaldi Jóhannesson keppir á stærstu götubitakeppni í heimi, keppninni European Street Food Awards sem fer fram um helgina í Munich, Þýskalandi. Matarvagninn fór á flug hjá hjónunum fyrir einskæra tilviljun þegar þegar Covid skall á. Hefur sigrað forkeppnina þrjú ár í röð Vagninn rekur Silli kokkur eins og hann er oftast kallaður, ásamt eiginkonu sinni, Elsu Blöndal Sigfúsdóttur. Í vagninum starfa líka börnin þeirra Petrós María og Grétar Jóhannes ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Öll eru þau stödd saman í Þýskalandi. „Þetta er geðveikt, það er allt að smella, við erum að ná í matinn og vagninn kom áðan,“ segir Silli í samtali við Vísi frá Þýskalandi. Aðspurður hvernig taugarnar séu fyrir keppnina segist hann almennt vera rólegur að eðlisfari „Ef þú ætlar að vera alltof stressaður kokkur þá endist þú stutt,“ segir hann einnig og hlær. Þetta er stærsta götubitakeppni í heimi og þar verður að finna sextán af bestu götubitum í Evrópu. Í ár mun Silli Kokkur keppa fyrir Íslands hönd en hann hefur sigrað forkeppnina hér á landi, besti götubiti Íslands, síðustu þrjú ár eða frá árinu 2020. Hann tekur þátt í þremur flokkum í keppninni um helgina: Besti hamborgarinn Besta samlokan Besti Götubitinn í Evrópu 2022 Silli keppir meðal annars í flokknum Besti hamborgarinn.Aðsend Silli segist vera spenntur að smakka matinn sem hinir vagnarnir hafa upp á að bjóða enda séu þetta bestu vagnarnir í Evrópu. „Þetta er frábær hátíð og það er ótrúlega gaman að koma og fá að taka þátt.“ Varð til fyrir tilviljun Fyrsta „giggið“ hjá matarvagninum var á 17. júní árið 2020. Í gegnum árin, áður en vagninn kom til sögunnar, hefur Silli alltaf verið að framleiða lítið magn af hamborgurum og pulsum en hann rak veisluþjónustu og leigði út sal áður en heimsfaraldurinn hófst. Það var svo þegar Covid skall á sem þau hjónin eyddu þremur mánuðum upp í bústað í einangrun líkt og megnið af þjóðinni. Þar fengu þau þá hugmynd að bjóða upp á pakka til þess að selja fólki á grillið heima. Eftir að landslagið í samfélaginu breyttist gátu þau svo byrjað að bjóða fólki upp á að smakka matinn eins og hann matreiðir hann. Þá buðu þau upp á afgreiðslu úr bílalúgu. Í framhaldinu fjárfestu þau í vagninum sem hefur slegið rækilega í gegn og sinna þau einnig veisluþjónustu á honum. View this post on Instagram A post shared by @sillikokkur Matreiðslubók Það er mikið um að vera en Silli kokkur var einnig að gefa út sína fyrstu matreiðslubók, Handbók Veiðimannsins, sem er viðeigandi þar sem hann er sjálfur mikill veiðimaður. Í henni deilir hann öllum sínum uppáhalds uppskriftum. Hann segir það vera gott að geta komið öllum uppskriftunum í bók þar sem hann fái reglulega fyrirspurnir um uppskriftir líkt og hreindýrabollurnar, gæs og pottrétti á samfélagsmiðlum. „Það eru margir að spyrja mig afhverju ég er að gefa allar aðal uppskriftirnar mínar. Ég lít þannig á það að þú færð ekkert nema að gefa, það er bara karma.“ View this post on Instagram A post shared by @sillikokkur Fyrsta pöntun af bókinni seldist upp en hún verður seld í Veiðihorninu og á heimasíðu Silla þegar hún kemur aftur til landsins. Hægt er að fylgjast með opnunum vagnsins hér. Þeir sem vilja fylgjast með fjölskyldunni á keppninni í Þýskalandi um helgina geta gert það í gegnum samfélagsmiðlum Reykjavík Street Food á Facebook og Instagram. Matur Veitingastaðir Þýskaland Hamborgarar Tengdar fréttir Matarvagn Silla valinn besti götubitinn í þriðja sinn Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum nú um helgina. 17. júlí 2022 19:51 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sjá meira
Hefur sigrað forkeppnina þrjú ár í röð Vagninn rekur Silli kokkur eins og hann er oftast kallaður, ásamt eiginkonu sinni, Elsu Blöndal Sigfúsdóttur. Í vagninum starfa líka börnin þeirra Petrós María og Grétar Jóhannes ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Öll eru þau stödd saman í Þýskalandi. „Þetta er geðveikt, það er allt að smella, við erum að ná í matinn og vagninn kom áðan,“ segir Silli í samtali við Vísi frá Þýskalandi. Aðspurður hvernig taugarnar séu fyrir keppnina segist hann almennt vera rólegur að eðlisfari „Ef þú ætlar að vera alltof stressaður kokkur þá endist þú stutt,“ segir hann einnig og hlær. Þetta er stærsta götubitakeppni í heimi og þar verður að finna sextán af bestu götubitum í Evrópu. Í ár mun Silli Kokkur keppa fyrir Íslands hönd en hann hefur sigrað forkeppnina hér á landi, besti götubiti Íslands, síðustu þrjú ár eða frá árinu 2020. Hann tekur þátt í þremur flokkum í keppninni um helgina: Besti hamborgarinn Besta samlokan Besti Götubitinn í Evrópu 2022 Silli keppir meðal annars í flokknum Besti hamborgarinn.Aðsend Silli segist vera spenntur að smakka matinn sem hinir vagnarnir hafa upp á að bjóða enda séu þetta bestu vagnarnir í Evrópu. „Þetta er frábær hátíð og það er ótrúlega gaman að koma og fá að taka þátt.“ Varð til fyrir tilviljun Fyrsta „giggið“ hjá matarvagninum var á 17. júní árið 2020. Í gegnum árin, áður en vagninn kom til sögunnar, hefur Silli alltaf verið að framleiða lítið magn af hamborgurum og pulsum en hann rak veisluþjónustu og leigði út sal áður en heimsfaraldurinn hófst. Það var svo þegar Covid skall á sem þau hjónin eyddu þremur mánuðum upp í bústað í einangrun líkt og megnið af þjóðinni. Þar fengu þau þá hugmynd að bjóða upp á pakka til þess að selja fólki á grillið heima. Eftir að landslagið í samfélaginu breyttist gátu þau svo byrjað að bjóða fólki upp á að smakka matinn eins og hann matreiðir hann. Þá buðu þau upp á afgreiðslu úr bílalúgu. Í framhaldinu fjárfestu þau í vagninum sem hefur slegið rækilega í gegn og sinna þau einnig veisluþjónustu á honum. View this post on Instagram A post shared by @sillikokkur Matreiðslubók Það er mikið um að vera en Silli kokkur var einnig að gefa út sína fyrstu matreiðslubók, Handbók Veiðimannsins, sem er viðeigandi þar sem hann er sjálfur mikill veiðimaður. Í henni deilir hann öllum sínum uppáhalds uppskriftum. Hann segir það vera gott að geta komið öllum uppskriftunum í bók þar sem hann fái reglulega fyrirspurnir um uppskriftir líkt og hreindýrabollurnar, gæs og pottrétti á samfélagsmiðlum. „Það eru margir að spyrja mig afhverju ég er að gefa allar aðal uppskriftirnar mínar. Ég lít þannig á það að þú færð ekkert nema að gefa, það er bara karma.“ View this post on Instagram A post shared by @sillikokkur Fyrsta pöntun af bókinni seldist upp en hún verður seld í Veiðihorninu og á heimasíðu Silla þegar hún kemur aftur til landsins. Hægt er að fylgjast með opnunum vagnsins hér. Þeir sem vilja fylgjast með fjölskyldunni á keppninni í Þýskalandi um helgina geta gert það í gegnum samfélagsmiðlum Reykjavík Street Food á Facebook og Instagram.
Matur Veitingastaðir Þýskaland Hamborgarar Tengdar fréttir Matarvagn Silla valinn besti götubitinn í þriðja sinn Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum nú um helgina. 17. júlí 2022 19:51 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sjá meira
Matarvagn Silla valinn besti götubitinn í þriðja sinn Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum nú um helgina. 17. júlí 2022 19:51