Gremst enn klakaleikurinn á Íslandi: „Myndi ekki gerast í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 13:30 Áine O‘Gorman var á frosnum Laugardalsvelli árið 2008 þar sem draumur Íra um fyrsta stórmótið varð að engu. Fjallað var um það í Fréttablaðinu í aðdraganda leiks að völlurinn væri ekki leikhæfur. @aineogor9 og Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.08 Írar hafa aldrei komist á stórmót í fótbolta kvenna en taka nú þátt í sama umspili og Ísland fyrir HM á næsta ári. Stærsta tækifæri Íra hingað til, á að komast á stórmót, var í umspili gegn Íslandi 2008 en þá réðust úrslitin við skelfilegar aðstæður í Reykjavík. Áine O‘Gorman var táningur þegar hún spilaði síðast með Írum í umspili, á Laugardalsvelli árið 2008, en þá var í boði sæti á EM 2009. Í stað þess að Írar kæmust á mótið reyndist það verða fyrsta stórmótið sem íslenska kvennalandsliðið komst á. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli í Dublin en Ísland vann svo 3-0 á Laugardalsvelli, í fimbulkulda. Vegna mikils kulda í aðdraganda leiksins var völlurinn varla leikhæfur og á honum svellbunkar sem leikmenn runnu um á. „Þær voru á skautum en ekki við,“ sagði O‘Gorman í kaldhæðni við Irish Examiner, þegar hún rifjaði upp umspilsleikinn í Reykjavík. Laugardalsvöllur fraus í aðdraganda leiksins og var einfaldlega ekki í leikhæfu ástandi þegar leikur Íslands og Írlands, um sæti á EM 2009, fór fram.Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.2008 „Þetta myndi ekki gerast í dag [að leikurinn væri spilaður við þessar aðstæður]. Það var verið að slá skóflu í miðjan völlinn en klakinn brotnaði ekki,“ sagði O‘Gorman, svekkt yfir því að leikurinn skyldi samt vera spilaður. „Ég held að maður hafi ekki áttað sig á þessu þegar þetta gerðist, eins vel og maður gerir núna. Við vorum á barmi þess að komast kannski í lokakeppni,“ sagði O‘Gorman. Hún fær nýtt tækifæri til að komast á stórmót næsta þriðjudag en Írland mætir þá Austurríki eða Skotlandi í umspili um sæti á HM. Sama dag mætir Ísland sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, sem mætast í dag. Laugardalsvöllur mun hins vegar ekki nýtast Íslandi að þessu sinni því í umspilinu eru aðeins leiknir stakir leikir og dregið um það hvort lið spila á heimavelli eða útivelli, og þarf Ísland að spila á útivelli hvort sem það verður í Belgíu eða Portúgal. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Áine O‘Gorman var táningur þegar hún spilaði síðast með Írum í umspili, á Laugardalsvelli árið 2008, en þá var í boði sæti á EM 2009. Í stað þess að Írar kæmust á mótið reyndist það verða fyrsta stórmótið sem íslenska kvennalandsliðið komst á. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli í Dublin en Ísland vann svo 3-0 á Laugardalsvelli, í fimbulkulda. Vegna mikils kulda í aðdraganda leiksins var völlurinn varla leikhæfur og á honum svellbunkar sem leikmenn runnu um á. „Þær voru á skautum en ekki við,“ sagði O‘Gorman í kaldhæðni við Irish Examiner, þegar hún rifjaði upp umspilsleikinn í Reykjavík. Laugardalsvöllur fraus í aðdraganda leiksins og var einfaldlega ekki í leikhæfu ástandi þegar leikur Íslands og Írlands, um sæti á EM 2009, fór fram.Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.2008 „Þetta myndi ekki gerast í dag [að leikurinn væri spilaður við þessar aðstæður]. Það var verið að slá skóflu í miðjan völlinn en klakinn brotnaði ekki,“ sagði O‘Gorman, svekkt yfir því að leikurinn skyldi samt vera spilaður. „Ég held að maður hafi ekki áttað sig á þessu þegar þetta gerðist, eins vel og maður gerir núna. Við vorum á barmi þess að komast kannski í lokakeppni,“ sagði O‘Gorman. Hún fær nýtt tækifæri til að komast á stórmót næsta þriðjudag en Írland mætir þá Austurríki eða Skotlandi í umspili um sæti á HM. Sama dag mætir Ísland sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, sem mætast í dag. Laugardalsvöllur mun hins vegar ekki nýtast Íslandi að þessu sinni því í umspilinu eru aðeins leiknir stakir leikir og dregið um það hvort lið spila á heimavelli eða útivelli, og þarf Ísland að spila á útivelli hvort sem það verður í Belgíu eða Portúgal.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira