Feginn að vita hverjum Ísland mætir: „Rosalegur kraftur í Portúgal“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 07:31 Ísland átti möguleika á að tryggja sig inn á HM í síðasta mánuði en tapaði gegn Hollandi með marki í uppbótartíma. Nýtt tækifæri gefst í Portúgal á þriðjudaginn en það er jafnframt síðasti séns. Getty/Patrick Goosen „Það er gott að vita það núna við hverjar við erum að fara að spila,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Íslendingar vita núna að úrslitaleikurinn um sæti á HM verður gegn Portúgal en ekki Belgíu. Leikurinn sem ræður því hvort Ísland komist á HM í fyrsta sinn er á þriðjudaginn í portúgalska bænum Pacos de Ferreira, og setti Icelandair í gærkvöld í sölu ferð á leikinn mikilvæga. Portúgal tók á móti Belgíu í gærkvöld og hefðu Belgar unnið væru Íslendingar á leið til Brussel. Þess í stað heldur íslenska liðið kyrru fyrir í Portúgal en það hefur verið við æfingar í Algarve. Portúgal fagnaði nefnilega sætum 2-1 sigri gegn Belgíu og leikmenn liðsins fögnuðu sigrinum innilega, nánast eins og HM-farseðillinn væri í höfn. Liðið hefur verið með á síðustu tveimur Evrópumótum en líkt og Ísland aldrei komist á HM. ! Mais um passo dado rumo ao Mundial! #VesteABandeira ! One more step! Next stop: Paços de Ferreira! #WearTheFlag pic.twitter.com/Kz3CfyvotO— Portugal (@selecaoportugal) October 6, 2022 Það var á Þorsteini að heyra í gærkvöld að hann hefði frekar búist við því að endurnýja kynnin við Belga, sem Ísland mætti á EM í sumar, en hann hrósaði Portúgal fyrir frábæran leik gegn Belgum: „Við vorum að horfa á leikinn og Portúgalsliðið var frábært í þessum leik og átti sigurinn skilið. Þær voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Þorsteinn í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Það eru greinilega einhver meiðslavandræði í sóknarhlutanum hjá Belgíu, svo þær áttu erfitt með að skapa sér eitthvað og halda í boltann þegar þær voru komnar fram á við. Það hafði greinilega áhrif að það vantaði tvo mikilvæga pósta í sóknarleikinn, svo hann varð bitlausari. En það var rosalegur kraftur í Portúgal, þær fórnuðu öllu í þetta og spiluðu virkilega góðan og flottan leik,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn H. Halldórsson ræddi við KSÍ TV um Portúgal, mótherja liðsins í umspili fyrir HM 2023.#dottir #alltundir pic.twitter.com/vItyxMER7d— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Leikur Portúgals og Íslands er þriðjudaginn 11. október klukkan 17 að íslenskum tíma. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið á HM í Eyjaálfu 2023 en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04 „Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Leikurinn sem ræður því hvort Ísland komist á HM í fyrsta sinn er á þriðjudaginn í portúgalska bænum Pacos de Ferreira, og setti Icelandair í gærkvöld í sölu ferð á leikinn mikilvæga. Portúgal tók á móti Belgíu í gærkvöld og hefðu Belgar unnið væru Íslendingar á leið til Brussel. Þess í stað heldur íslenska liðið kyrru fyrir í Portúgal en það hefur verið við æfingar í Algarve. Portúgal fagnaði nefnilega sætum 2-1 sigri gegn Belgíu og leikmenn liðsins fögnuðu sigrinum innilega, nánast eins og HM-farseðillinn væri í höfn. Liðið hefur verið með á síðustu tveimur Evrópumótum en líkt og Ísland aldrei komist á HM. ! Mais um passo dado rumo ao Mundial! #VesteABandeira ! One more step! Next stop: Paços de Ferreira! #WearTheFlag pic.twitter.com/Kz3CfyvotO— Portugal (@selecaoportugal) October 6, 2022 Það var á Þorsteini að heyra í gærkvöld að hann hefði frekar búist við því að endurnýja kynnin við Belga, sem Ísland mætti á EM í sumar, en hann hrósaði Portúgal fyrir frábæran leik gegn Belgum: „Við vorum að horfa á leikinn og Portúgalsliðið var frábært í þessum leik og átti sigurinn skilið. Þær voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Þorsteinn í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Það eru greinilega einhver meiðslavandræði í sóknarhlutanum hjá Belgíu, svo þær áttu erfitt með að skapa sér eitthvað og halda í boltann þegar þær voru komnar fram á við. Það hafði greinilega áhrif að það vantaði tvo mikilvæga pósta í sóknarleikinn, svo hann varð bitlausari. En það var rosalegur kraftur í Portúgal, þær fórnuðu öllu í þetta og spiluðu virkilega góðan og flottan leik,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn H. Halldórsson ræddi við KSÍ TV um Portúgal, mótherja liðsins í umspili fyrir HM 2023.#dottir #alltundir pic.twitter.com/vItyxMER7d— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Leikur Portúgals og Íslands er þriðjudaginn 11. október klukkan 17 að íslenskum tíma. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið á HM í Eyjaálfu 2023 en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04 „Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04
„Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð