Handbolti

Lovísa segir farvel við Ringkøbing

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland Tyrkland landsleikur vetur 2022 handbolti HSÍ
Ísland Tyrkland landsleikur vetur 2022 handbolti HSÍ

Lovísa Thompson hefur verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk.

Lovísa gekk í raðir Ringkøbing frá Val í sumar og lék fimm deildarleiki með liðinu. Í þeim skoraði hún tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Önnur handboltakona frá Seltjarnarnesi, markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir, er í herbúðum Ringkøbing.

„Við höfum kvatt Lovísu Thompson, of snemma, en Ringkøbing var því miður ekki rétta félagið fyrir hana. Við höfum því orðið við beiðni hennar að rifta samningnum,“ segir á Facebook-síðu Ringkøbing.

Lovísa var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar um margra ára skeið áður en hún fór út. Hún varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Gróttu og einu sinni með Val, einu sinni bikarmeistari með Gróttu og tvisvar sinnum með Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×