Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-27 | Mosfellingar áfram á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 8. október 2022 20:50 Það var hart barist í leik liðanna í dag. Vísir/Hulda Margrét Afturelding vann sinn annan sigur í röð í Olís deild karla í handbolta þegar liðið fór á Ásvelli í kvöld og bar sigurorð af Haukum í fimmtu umferð deildarinnar. Lokatölur í leiknum urðu 27-26 gestunum úr Mosfellsbænum í vil. Það var ekki beint hraðlestar-handbolti í fyrri hálfleik á Ásvöllum. Haukar byrjuðu leikinn örlítið betur og komust þremur mörkum yfir 7-4 eftir tólf mínútna leik. Blær Hinriksson var að draga vagninn sóknarlega fyrir gestina þar sem hann gerði fjögur af sex fyrstu mörkum Aftureldingar. Í stöðunni 10-9 tók Afturelding yfir leikinn. Jovan Kukobat hrökk í gang ásamt því var varnarleikur Aftureldingar þéttur. Haukar brugðust afar illa við því og gátu ekki keypt sér mark í tæplega átta mínútur. Afturelding gerði fjögur mörk í röð og komust þremur mörkum yfir. Birkir Benediktsson gerði tvö mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Guðmundur Bragi Ástþórsson sem lék 13 leiki með Afturelding á síðustu leiktíð og skoraði 77 mörk. Guðmundur gerði síðustu tvö mörkin í fyrri hálfleik og náði að rétta úr kútnum. Staðan í hálfleik var 12-13. Það voru greinilega skýr fyrirmæli frá þjálfarateymi Hauka að skrúfa upp hraðann sem heimamenn gerðu en mörkin fylgdu ekki með þar sem Jovan Kukobat fór á kostum og varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Rúnar Sigtryggsson á hliðarlínunni í kvöldVísir/Hulda Margrét Afturelding gat ekki lifað á því að Jovan Kukobat myndi verja öll dauðafærin og Haukar gengu á lagið og gerðu þrjú mörk í röð. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé í stöðunni 17-17. Geir Guðmundsson í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Afturelding komst þremur mörkum yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka. Það kom mikill skjálfti í Mosfellinga á síðustu fimm mínútunum. Haukar minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar tæplega mínúta var eftir en þrátt fyrir brottvísanir og klaufalega tapaða bolta náði Afturelding að halda þetta út og niðurstaðan 26-27 sigur. Það var hiti á Ásvöllum í kvöldVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Afturelding? Eins marks sigur gaf ekki nákvæma mynd af leiknum. Afturelding átti fleiri og betri áhlaup en Haukar og voru gestirnir með yfirhöndina í leiknum. Besti kafli Aftureldingar kom í fyrri hálfleik þar sem vörn og markvarsla small og Haukar skoruðu ekki mark í tæplega átta mínútur. Afturelding spilaði vel á löngum köflum í seinni hálfleik og þrátt fyrir smá skjálfta undir lokin þá náði Afturelding að kreista út verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Blær Hinriksson byrjaði leikinn með látum. Blær skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Aftureldingar og endaði með átta mörk ásamt því var hann duglegur að skapa færi. Jovan Kukobat átti sennilega sinn besta leik í marki Aftureldingar. Kukobat varði 16 skot og endaði með 40 prósent markvörslu. Guðmundur Bragi Ástþórsson er eini sem á skilið hrós í liði Hauka. Guðmundur stýrði sóknarleiknum og gerði 11 af 26 mörkum Hauka. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka einkenndist af algeru hugmyndaleysi á löngum köflum. Haukar skoruðu ekki mark í tæplega átta mínútur í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu einnig seinni hálfleik illa þar sem Jovan Kukobat varði hvert skotið á fætur öðru. Gunnar Kristinn Þórsson átti lélegustu ákvörðun sem ég man eftir undir lokin. Tveimur mörkum yfir og einum færri með engan í marki reyndi Gunnar aftur fyrir bak sendingu á línuna sem endaði með töpuðum bolta og Haukar minnkuðu muninn niður í eitt mark. Sem betur fer fyrir Gunnar skoraði Úlfar Páll Monsi í næstu sókn og kláraði leikinn. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé er næst á dagskrá og fer deildin í smá pásu á meðan. Fimmtudaginn 20. október mætast Hafnarfjarðarliðin í Kaplakrika klukkan 19:30. Laugardaginn 22. október mætast Afturelding og ÍBV klukkan 16:00. Gunnar: Höfum verið að spila vel í vetur en þetta snýst um að safna stigum Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Formúlan á að vinna Hauka er að ná 13-10. Ég fagnaði afar mikið þegar við náðum því og það er lykillinn á að vinna Hauka. Þessi leikur var framhald af síðustu leikjum en núna áttum við smá forskot á lokamínútunum,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram. „Ég var ánægður með liðið í kvöld. Við höfum verið að spila vel í vetur en þetta snýst um að safna stigum og við erum með fimm stig og tvo sigurleiki í röð þar sem sjálfstraustið eykst með hverjum sigri og það hjálpar.“ Gunnari fannst þroskamerki á liðinu að hafa náð að landa sigri í stað þess að missa leikinn niður í jafntefli eins og Afturelding gerði reglulega á síðasta tímabili. „Við kláruðum leikinn á kafla frá 50-55 mínútu. Við verðum að læra að spila síðustu fimm mínúturnar eins og menn. Það var hins vegar léttir að vinna þar sem það er mjög erfitt að klúðra niður forystu leik eftir leik. Við erum með fimm stig og við höldum áfram þar sem við lítum vel út,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Olís-deild karla Haukar Afturelding
Afturelding vann sinn annan sigur í röð í Olís deild karla í handbolta þegar liðið fór á Ásvelli í kvöld og bar sigurorð af Haukum í fimmtu umferð deildarinnar. Lokatölur í leiknum urðu 27-26 gestunum úr Mosfellsbænum í vil. Það var ekki beint hraðlestar-handbolti í fyrri hálfleik á Ásvöllum. Haukar byrjuðu leikinn örlítið betur og komust þremur mörkum yfir 7-4 eftir tólf mínútna leik. Blær Hinriksson var að draga vagninn sóknarlega fyrir gestina þar sem hann gerði fjögur af sex fyrstu mörkum Aftureldingar. Í stöðunni 10-9 tók Afturelding yfir leikinn. Jovan Kukobat hrökk í gang ásamt því var varnarleikur Aftureldingar þéttur. Haukar brugðust afar illa við því og gátu ekki keypt sér mark í tæplega átta mínútur. Afturelding gerði fjögur mörk í röð og komust þremur mörkum yfir. Birkir Benediktsson gerði tvö mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Guðmundur Bragi Ástþórsson sem lék 13 leiki með Afturelding á síðustu leiktíð og skoraði 77 mörk. Guðmundur gerði síðustu tvö mörkin í fyrri hálfleik og náði að rétta úr kútnum. Staðan í hálfleik var 12-13. Það voru greinilega skýr fyrirmæli frá þjálfarateymi Hauka að skrúfa upp hraðann sem heimamenn gerðu en mörkin fylgdu ekki með þar sem Jovan Kukobat fór á kostum og varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Rúnar Sigtryggsson á hliðarlínunni í kvöldVísir/Hulda Margrét Afturelding gat ekki lifað á því að Jovan Kukobat myndi verja öll dauðafærin og Haukar gengu á lagið og gerðu þrjú mörk í röð. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé í stöðunni 17-17. Geir Guðmundsson í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Afturelding komst þremur mörkum yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka. Það kom mikill skjálfti í Mosfellinga á síðustu fimm mínútunum. Haukar minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar tæplega mínúta var eftir en þrátt fyrir brottvísanir og klaufalega tapaða bolta náði Afturelding að halda þetta út og niðurstaðan 26-27 sigur. Það var hiti á Ásvöllum í kvöldVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Afturelding? Eins marks sigur gaf ekki nákvæma mynd af leiknum. Afturelding átti fleiri og betri áhlaup en Haukar og voru gestirnir með yfirhöndina í leiknum. Besti kafli Aftureldingar kom í fyrri hálfleik þar sem vörn og markvarsla small og Haukar skoruðu ekki mark í tæplega átta mínútur. Afturelding spilaði vel á löngum köflum í seinni hálfleik og þrátt fyrir smá skjálfta undir lokin þá náði Afturelding að kreista út verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Blær Hinriksson byrjaði leikinn með látum. Blær skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Aftureldingar og endaði með átta mörk ásamt því var hann duglegur að skapa færi. Jovan Kukobat átti sennilega sinn besta leik í marki Aftureldingar. Kukobat varði 16 skot og endaði með 40 prósent markvörslu. Guðmundur Bragi Ástþórsson er eini sem á skilið hrós í liði Hauka. Guðmundur stýrði sóknarleiknum og gerði 11 af 26 mörkum Hauka. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka einkenndist af algeru hugmyndaleysi á löngum köflum. Haukar skoruðu ekki mark í tæplega átta mínútur í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu einnig seinni hálfleik illa þar sem Jovan Kukobat varði hvert skotið á fætur öðru. Gunnar Kristinn Þórsson átti lélegustu ákvörðun sem ég man eftir undir lokin. Tveimur mörkum yfir og einum færri með engan í marki reyndi Gunnar aftur fyrir bak sendingu á línuna sem endaði með töpuðum bolta og Haukar minnkuðu muninn niður í eitt mark. Sem betur fer fyrir Gunnar skoraði Úlfar Páll Monsi í næstu sókn og kláraði leikinn. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé er næst á dagskrá og fer deildin í smá pásu á meðan. Fimmtudaginn 20. október mætast Hafnarfjarðarliðin í Kaplakrika klukkan 19:30. Laugardaginn 22. október mætast Afturelding og ÍBV klukkan 16:00. Gunnar: Höfum verið að spila vel í vetur en þetta snýst um að safna stigum Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Formúlan á að vinna Hauka er að ná 13-10. Ég fagnaði afar mikið þegar við náðum því og það er lykillinn á að vinna Hauka. Þessi leikur var framhald af síðustu leikjum en núna áttum við smá forskot á lokamínútunum,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram. „Ég var ánægður með liðið í kvöld. Við höfum verið að spila vel í vetur en þetta snýst um að safna stigum og við erum með fimm stig og tvo sigurleiki í röð þar sem sjálfstraustið eykst með hverjum sigri og það hjálpar.“ Gunnari fannst þroskamerki á liðinu að hafa náð að landa sigri í stað þess að missa leikinn niður í jafntefli eins og Afturelding gerði reglulega á síðasta tímabili. „Við kláruðum leikinn á kafla frá 50-55 mínútu. Við verðum að læra að spila síðustu fimm mínúturnar eins og menn. Það var hins vegar léttir að vinna þar sem það er mjög erfitt að klúðra niður forystu leik eftir leik. Við erum með fimm stig og við höldum áfram þar sem við lítum vel út,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti