Telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2022 19:06 Íslendingar hafa aldrei verið óhamingjusamari. Guðmunda er á tíræðisaldri og segist hamingjusamasta kona landsins. vísir Sérfræðingur hjá Embætti landlæknis telur óhóflega snjallsímanotkun vera þátt í dvínandi hamingju landsmanna. Tólf ára nemendur í Laugalækjarskóla telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar. Fréttastofa ræddi við þá og leitaði ráða hjá hamingjusamasta íbúa Hrafnistu. Mælingar Embættis landlæknis sýna að Íslendingar hafa aldrei verið jafn óhamingjusamir og nú. Sviðsstjóri hjá embættinu segir að einn þáttur í minni hamingju barna sé sú þróun að börn eigi erfiðara með að njóta gæðastunda með foreldrum, meðal annars vegna snjallsímanotkunar foreldra. „Þau eru alltaf í símanum“ Eru foreldrar ykkar oft í símanum? „Guð minn almáttugur, já. Þau eru alltaf í símanum, eða oft í símanum. Þau eru oft að skamma okkur og segja: Þessi unga kynslóð er alltaf í símanum en svo eru þau sjálf oft í símanum,“ segja Dagmar og Dagný, 12 ára nemendur í Laugalækjarskóla. Eigið þið einhvern tímann erfitt með að ná sambandi við foreldra ykkar því þeir eru á kafi í símanum? „Nei, þeir eru alltaf til staðar og hjálpa mér með heimanám og hætta alltaf í símanum ef ég þarf hjálp eða ef systkini mín þurfa hjálp,“ segir Ari Bergur Garðarsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. „Já síminn kemur aldrei á undan, það eru ég og systkini mín sem koma alltaf á undan,“ segir Kári Erlendsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. Dagný Lind Stefánsdóttir, Dagmar Rut Brekadóttir, Ari Bergur Garðarsson og Kári Erlendsson eru í Laugalækjarskóla.einar árnason Þeir segja þægilegt að geta átt samskipti við vinina í gegnum snjallsímann en telja að það væri skemmtilegra að vera barn ef snjallforritin væru ekki til. „Ef það væri hægt að hafa enga síma í heiminum þá væri það geggjað,“ segir Ari Bergur. „Já það er oftast skemmtilegra ef fólk er ekki að hanga í símanum því þá nær það samskiptum og athyglin fer í annað en símana,“ segir Kári. „Hamingjusamasta konan“ Og á tímum óhamingjunnar þá leituðum við til Hrafnistu og fengum að ræða við konu sem getur ekki talist óhamingjusöm. „Ég myndi bara segja að ég væri hamingjusamasta konan hérna,“ segir Guðmunda Bergsveinsdóttir, 99 ára. Guðmunda Bergsveinsdóttir er 99 ára og segist vera hamingjusamasta kona landsins.einar árnason Jákvæðni lykillinn að hamingjunni Jákvæðni og mannleg samskipti séu lykillinn að hamingjunni. Guðmunda segist fegin að snjallsímar hafi ekki verið til þegar hún var að alast upp en hún telur foreldra og börn verja of miklum tíma í símunum þó að tækin séu stórkostleg. Heldur þú að allir væru hamingjusamari ef við værum ekki öll með nefið ofan í símanum? „Já, ég er alveg viss um það. Það gæti verið hamingjusamara. Ég myndi segja að aðalatriðið í uppeldinu sé að foreldrarnir gefi sér nógan tíma fyrir börnin sín.“ Þegar Guðmunda horfir til baka segir hún að hamingjusömustu stundirnar hafi verið með langömmubörnunum. „Það stendur best upp úr. Jafnvel betra en mín eigin börn þó að manni þyki afskaplega vænt um þau.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Eldri borgarar Grunnskólar Tækni Tengdar fréttir Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Mælingar Embættis landlæknis sýna að Íslendingar hafa aldrei verið jafn óhamingjusamir og nú. Sviðsstjóri hjá embættinu segir að einn þáttur í minni hamingju barna sé sú þróun að börn eigi erfiðara með að njóta gæðastunda með foreldrum, meðal annars vegna snjallsímanotkunar foreldra. „Þau eru alltaf í símanum“ Eru foreldrar ykkar oft í símanum? „Guð minn almáttugur, já. Þau eru alltaf í símanum, eða oft í símanum. Þau eru oft að skamma okkur og segja: Þessi unga kynslóð er alltaf í símanum en svo eru þau sjálf oft í símanum,“ segja Dagmar og Dagný, 12 ára nemendur í Laugalækjarskóla. Eigið þið einhvern tímann erfitt með að ná sambandi við foreldra ykkar því þeir eru á kafi í símanum? „Nei, þeir eru alltaf til staðar og hjálpa mér með heimanám og hætta alltaf í símanum ef ég þarf hjálp eða ef systkini mín þurfa hjálp,“ segir Ari Bergur Garðarsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. „Já síminn kemur aldrei á undan, það eru ég og systkini mín sem koma alltaf á undan,“ segir Kári Erlendsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. Dagný Lind Stefánsdóttir, Dagmar Rut Brekadóttir, Ari Bergur Garðarsson og Kári Erlendsson eru í Laugalækjarskóla.einar árnason Þeir segja þægilegt að geta átt samskipti við vinina í gegnum snjallsímann en telja að það væri skemmtilegra að vera barn ef snjallforritin væru ekki til. „Ef það væri hægt að hafa enga síma í heiminum þá væri það geggjað,“ segir Ari Bergur. „Já það er oftast skemmtilegra ef fólk er ekki að hanga í símanum því þá nær það samskiptum og athyglin fer í annað en símana,“ segir Kári. „Hamingjusamasta konan“ Og á tímum óhamingjunnar þá leituðum við til Hrafnistu og fengum að ræða við konu sem getur ekki talist óhamingjusöm. „Ég myndi bara segja að ég væri hamingjusamasta konan hérna,“ segir Guðmunda Bergsveinsdóttir, 99 ára. Guðmunda Bergsveinsdóttir er 99 ára og segist vera hamingjusamasta kona landsins.einar árnason Jákvæðni lykillinn að hamingjunni Jákvæðni og mannleg samskipti séu lykillinn að hamingjunni. Guðmunda segist fegin að snjallsímar hafi ekki verið til þegar hún var að alast upp en hún telur foreldra og börn verja of miklum tíma í símunum þó að tækin séu stórkostleg. Heldur þú að allir væru hamingjusamari ef við værum ekki öll með nefið ofan í símanum? „Já, ég er alveg viss um það. Það gæti verið hamingjusamara. Ég myndi segja að aðalatriðið í uppeldinu sé að foreldrarnir gefi sér nógan tíma fyrir börnin sín.“ Þegar Guðmunda horfir til baka segir hún að hamingjusömustu stundirnar hafi verið með langömmubörnunum. „Það stendur best upp úr. Jafnvel betra en mín eigin börn þó að manni þyki afskaplega vænt um þau.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Eldri borgarar Grunnskólar Tækni Tengdar fréttir Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54