Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2022 20:20 Hundarnir hennar Auðar eru virkilega fallegir og skemmtilegir. Kjói er lengst til vinstri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim. „Hundaþjálfun á heimaslóð“ er nafnið á fyrirtæki Auðar Björnsdóttur, hundaþjálfara á Ísafirði. Hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga. Hún hefur líka þjálfað hunda, sem leikið hafa í bíómyndum og hún tekur líka að sér allskonar þjálfun á heimilishundum fólks. Auður er með þrjá hunda heima hjá sér í dag, m.a. danshundinn Seif og svo er það golfkúluhundurinn Kjói. Hann er alveg magnaður þegar golfkúlur er annars vegar. “Við búum við hliðina á golfvelli þannig að það er orðið aðeins vandamál á heimilinu hvað við eigum mikið af golfkúlum en stundum ekki golfíþróttina, þannig að ég þarf eiginlega að fara að skila þessu safni til golfklúbbsins hér á staðnum,” segir Auður og hlær. “En hann er ekki að taka af slegnum svæðum, hann er að taka það sem er fyrir utan, það sem fólk er að týna. Mér finnst það flott hjá honum og vel gert,” bætir Auður við. En eru það bara golfkúlur, eða er eitthvað annað, sem hann tekur? “Nei, það eru bara golfkúlur, það er bara hans aðaláhugamál, hann hefur engan áhuga á fuglum, þrátt fyrir að vera fuglahundur,” segir Auður. Og Kjói er oft með tvær kúlur í kjaftinum í einu. Auður segist oft vera hrædd um að hann kyngi kúlunum en það hefur ekki enn gerst og gerist vonandi ekki. Og þú ætlar að halda áfram að þjálfa hunda? Já, já, ég er ekkert hætt,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Facebook síða Auðar hundaþjálfara Auður hefur náð mjög góðum árangri í hundaþjálfun en hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundar Golf Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Hundaþjálfun á heimaslóð“ er nafnið á fyrirtæki Auðar Björnsdóttur, hundaþjálfara á Ísafirði. Hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga. Hún hefur líka þjálfað hunda, sem leikið hafa í bíómyndum og hún tekur líka að sér allskonar þjálfun á heimilishundum fólks. Auður er með þrjá hunda heima hjá sér í dag, m.a. danshundinn Seif og svo er það golfkúluhundurinn Kjói. Hann er alveg magnaður þegar golfkúlur er annars vegar. “Við búum við hliðina á golfvelli þannig að það er orðið aðeins vandamál á heimilinu hvað við eigum mikið af golfkúlum en stundum ekki golfíþróttina, þannig að ég þarf eiginlega að fara að skila þessu safni til golfklúbbsins hér á staðnum,” segir Auður og hlær. “En hann er ekki að taka af slegnum svæðum, hann er að taka það sem er fyrir utan, það sem fólk er að týna. Mér finnst það flott hjá honum og vel gert,” bætir Auður við. En eru það bara golfkúlur, eða er eitthvað annað, sem hann tekur? “Nei, það eru bara golfkúlur, það er bara hans aðaláhugamál, hann hefur engan áhuga á fuglum, þrátt fyrir að vera fuglahundur,” segir Auður. Og Kjói er oft með tvær kúlur í kjaftinum í einu. Auður segist oft vera hrædd um að hann kyngi kúlunum en það hefur ekki enn gerst og gerist vonandi ekki. Og þú ætlar að halda áfram að þjálfa hunda? Já, já, ég er ekkert hætt,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Facebook síða Auðar hundaþjálfara Auður hefur náð mjög góðum árangri í hundaþjálfun en hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hundar Golf Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira