„Gjörningur einhvers níðings og mannleysu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2022 15:17 Eigandi Ýmis frá Bakka segist skelfdur eftir að hafa komið að hesti sínum með ör um 15 sentimetra inn í læri sínu. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. Arnar Kjærnested Ör var skotið um 15 sentimetra inn í læri hests frá Tjarnabyggð skammt frá Selfossi. Eigendum er verulega brugðið og segja þetta vekja óöryggi á heimilinu. Búið er að kæra atvikið til lögreglu. „Það er skrýtið að gera dýri svona, þetta hefur verið einhver hálfviti. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir fólki sem gerir svona lagað,“ segir Arnar Kjærnested eigandi 24 vetra Ýmis frá Bakka í samtali við fréttastofu. Hann segir Ými vera mikinn öðling og órjúfanlegan hluta fjölskyldunnar á Tjarnabyggð. Arnar birti myndir af Ými með ör í lærinu á Facebook. Arnar segir það heppni að örin hafi ekki skaddað líffæri hestsins.Arnar Kjærnested Hann segir ljóst að örinni hafi verið skotið af miklu afli og af skömmu færi. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. „Það er heppni að þetta fari í læri á honum en ekki magann eða önnur líffæri. Þannig við erum akklát því en auðvitað bara í miklu sjokki að þetta skuli gerast hér,“ segir Arnar en segist ekki hafa hugmynd um hvað geti hafa vakið fyrir geranda að slíku ódæðisverki. Dýralæknir var kallaður til og atvikið umsvifalaust kært til lögreglu. „Það var gert að honum hér í gær og hann fengið meðöl. Eins og ég segi hefði þetta ekki getað farið mikið betur. Við erum hérna fjölskylda og maður fer í alls konar rugl-getgátur líka. Maður verður fyrst hissa, svo vondur en maður verður auðvitað skefldur líka. Að vita til þess að það sé einhver hér á ferð með ör og boga, maður hélt hreinlega að þetta gerist ekki á þessum slóðum.“ Örin.Arnar Kjærnested Nokkuð hefur verið um fréttir af dýraníð í tengslum við hross síðustu misseri. Greint var frá illri meðferð á hrossum í nágrenni Borgarness í byrjun september, hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2: Árborg Hestar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Það er skrýtið að gera dýri svona, þetta hefur verið einhver hálfviti. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir fólki sem gerir svona lagað,“ segir Arnar Kjærnested eigandi 24 vetra Ýmis frá Bakka í samtali við fréttastofu. Hann segir Ými vera mikinn öðling og órjúfanlegan hluta fjölskyldunnar á Tjarnabyggð. Arnar birti myndir af Ými með ör í lærinu á Facebook. Arnar segir það heppni að örin hafi ekki skaddað líffæri hestsins.Arnar Kjærnested Hann segir ljóst að örinni hafi verið skotið af miklu afli og af skömmu færi. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. „Það er heppni að þetta fari í læri á honum en ekki magann eða önnur líffæri. Þannig við erum akklát því en auðvitað bara í miklu sjokki að þetta skuli gerast hér,“ segir Arnar en segist ekki hafa hugmynd um hvað geti hafa vakið fyrir geranda að slíku ódæðisverki. Dýralæknir var kallaður til og atvikið umsvifalaust kært til lögreglu. „Það var gert að honum hér í gær og hann fengið meðöl. Eins og ég segi hefði þetta ekki getað farið mikið betur. Við erum hérna fjölskylda og maður fer í alls konar rugl-getgátur líka. Maður verður fyrst hissa, svo vondur en maður verður auðvitað skefldur líka. Að vita til þess að það sé einhver hér á ferð með ör og boga, maður hélt hreinlega að þetta gerist ekki á þessum slóðum.“ Örin.Arnar Kjærnested Nokkuð hefur verið um fréttir af dýraníð í tengslum við hross síðustu misseri. Greint var frá illri meðferð á hrossum í nágrenni Borgarness í byrjun september, hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2:
Árborg Hestar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00
Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00