Strengur í hjarta Reykjavíkur úti vegna álags Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 19:18 Rafmagnsleysi hefur verið óvenju títt í miðborginni og Vesturbænum upp á síðkastið. vísir/vilhelm Byggingaframkvæmdir og þétting byggðar í Reykjavík hafa valdið víðtækum rafmagnstruflunum síðustu vikur. Forstöðumaður hjá Veitum segir að auka þurfi samstarf við verktaka svo rafmagnsbilanir verði ekki algengari samhliða aukinni uppbyggingu. Víðtækt rafmagnsleysi varð í stórum hluta miðbæjar og Vesturbæjar síðdegis í gær. Þetta olli miklu raski á starfsemi búða og veitingastaða sem lá niðri á meðan rafmagnið var úti. Þetta er í þriðja skiptið á fáeinum vikum sem rafmagnslaust verður á hluta svæðisins, vegna bilana í strengjum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við inn í helstu fráveitustöð miðbæjarins, „hjarta Reykjavíkur“ eins og forstöðumaður Veitna kallar hana, og litum á strenginn sem sló út í gær. „Það var ansi mikið undir á þessum rofa í gær og hann leysir út vegna bilunar í strengs, sem liggur frá þessari afveitustöð yfir í Pósthússtræti 1. Og það var óvenjulega mikið á þessum rofa í gær því við erum með strengi úti út af verkefnum vestur í bæ sem tengjast þéttingu byggðar,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. Til að einfalda; hætta hefur þurft notkun á nokkrum strengjum sem leiða rafmagn í Vesturbæinn vegna byggingaframkvæmda þar, svo ekki skapist hætta fyrir iðnaðarmenn. Þá eykst álagið á aðra strengi og varð það of mikið í gær á strengnum sem leiðir að Pósthússtræti. Jóhannes segir ekki verið að byggja of mikið í borginni en auka verði samskipti Veitna og byggingaraðila.vísir/óttar Hálfgerð sprenging og húsin hristust Byggingaframkvæmdir hafa verið helsta orsök rafmagnsleysis hjá Veitum upp á síðkastið. „Reynslan hefur sýnt okkur það að truflanir verða gjarnan vegna jarðvinnu nálægt strengjum. Hvort sem það eru húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir,“ segir Jóhannes. Eru byggingarverktakar þá að grafa alveg niður að strengnum? „Það er mismunandi hvernig það verður. Eins og nýlegt dæmi hérna nálægt þessari aðveitustöð, þá var bara grafið í streng. Þá hristust bara húsin í kring, það varð svona hálfgerð sprenging. Svo er bara verið að kroppa í lagnirnar, kannski aðeins verið að rekast í þær og þá yfir tíma gefa þær sig.“ Jóhannes er þó ekki á því að hér sé verið að byggja of mikið of hratt fyrir kerfið. „Ég myndi ekki segja að það sé endilega vera byggja of mikið en það auðvitað kallar á aukið samstarf og við þurfum að vinna betur saman þvert á til að geta komið í veg fyrir að svona skemmdir verði á lögnum í jörðu.“ Byggingariðnaður Orkumál Reykjavík Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi varð í stórum hluta miðbæjar og Vesturbæjar síðdegis í gær. Þetta olli miklu raski á starfsemi búða og veitingastaða sem lá niðri á meðan rafmagnið var úti. Þetta er í þriðja skiptið á fáeinum vikum sem rafmagnslaust verður á hluta svæðisins, vegna bilana í strengjum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við inn í helstu fráveitustöð miðbæjarins, „hjarta Reykjavíkur“ eins og forstöðumaður Veitna kallar hana, og litum á strenginn sem sló út í gær. „Það var ansi mikið undir á þessum rofa í gær og hann leysir út vegna bilunar í strengs, sem liggur frá þessari afveitustöð yfir í Pósthússtræti 1. Og það var óvenjulega mikið á þessum rofa í gær því við erum með strengi úti út af verkefnum vestur í bæ sem tengjast þéttingu byggðar,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. Til að einfalda; hætta hefur þurft notkun á nokkrum strengjum sem leiða rafmagn í Vesturbæinn vegna byggingaframkvæmda þar, svo ekki skapist hætta fyrir iðnaðarmenn. Þá eykst álagið á aðra strengi og varð það of mikið í gær á strengnum sem leiðir að Pósthússtræti. Jóhannes segir ekki verið að byggja of mikið í borginni en auka verði samskipti Veitna og byggingaraðila.vísir/óttar Hálfgerð sprenging og húsin hristust Byggingaframkvæmdir hafa verið helsta orsök rafmagnsleysis hjá Veitum upp á síðkastið. „Reynslan hefur sýnt okkur það að truflanir verða gjarnan vegna jarðvinnu nálægt strengjum. Hvort sem það eru húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir,“ segir Jóhannes. Eru byggingarverktakar þá að grafa alveg niður að strengnum? „Það er mismunandi hvernig það verður. Eins og nýlegt dæmi hérna nálægt þessari aðveitustöð, þá var bara grafið í streng. Þá hristust bara húsin í kring, það varð svona hálfgerð sprenging. Svo er bara verið að kroppa í lagnirnar, kannski aðeins verið að rekast í þær og þá yfir tíma gefa þær sig.“ Jóhannes er þó ekki á því að hér sé verið að byggja of mikið of hratt fyrir kerfið. „Ég myndi ekki segja að það sé endilega vera byggja of mikið en það auðvitað kallar á aukið samstarf og við þurfum að vinna betur saman þvert á til að geta komið í veg fyrir að svona skemmdir verði á lögnum í jörðu.“
Byggingariðnaður Orkumál Reykjavík Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira