Óskar Hrafn: Verðum að halda einbeitingu 8. október 2022 17:57 Óskar Hrafn var með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 2-1 útisigri gegn KA í dag. Hann fór um víðan völl í viðtali við blaðamann. „Mér líður bara vel. Ég er auðvitað bara sáttur, ég er sáttur á tvo vegu, mér fannst frammistaðan stærsta hluta leiksins vera mjög öflug. Við sköpuðum okku fullt af færum og í raun og veru hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik miklu fyrr en hins vegar er það þannig að KA liðið er þannig gert að þeir eru búnir að skora tæplega helminginn af mörkunum sínum á síðustu 15 mínútunum í leikjunum í sumar og við vissum það alltaf að þetta væri hættan.” Óskar heldur áfram: „Þeir fá víti, var þetta víti eða ekki víti? Ég veit það ekki. Ég sé þetta með Blikagleraugum og þá segi ég að þetta sé ekki víti. Mér er sagt að þetta hafi verið soft en saga okkur í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum verið slegnir niður sprettum við á fætur og komum til baka hvort sem það er eftir tapleik í deildinni eða við fáum á okkur mark sem kemur á erfiðum tíma og ég er auðvitað bara mjög stoltur af liðinu fyrir það, mér finnst þetta gott svar. Ég er ánægður með frammistöðuna af stærstum hluta en við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung, nýta færin betur, bera meiri virðingu fyrir færunum en baráttan og það sem menn lögðu í þetta og náðu að opna KA mennina var ég ánægður með og karakterinn sem þeir sýna í lokin.” KA kölluðu hátt eftir vítaspyrnu í lokin þegar Viktor Örn Margeirsson tók Jakob Snær niður í návígi í teignum. Óskar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það hafi ekki verið neitt. Aftur auðvitað set ég bara upp Blikagleraugun og ég sá ekki neitt, ég sá ekki hvað gerist, Jakob fellur og ég bara veit það ekki en ég held að það hafi ekki verið víti. Við verðum að passa okkur að láta ekki vafaatriðin skilgreina þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið tempó, þetta datt aðeins niður á kafla seinni hálfleik en mér fannst bæði lið einhvernvegin gefa allt sem þau áttu og ég er auðvitað bara glaður að við spiluðum vel og við förum með þrjú stig héðan af erfiðum velli á móti KA-liði sem er búið að vera á mikilli siglingu.” Breiðablik þarf einungis tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og verður að teljast hæpið að liðið klúðri því. „Já já, þú getur sagt það, eina sem verðum að gera er að mæta á Laugardaginn á móti KR og vinna þá. Það er það eina sem við getum hugsða um hvort sem okkur vantar tvö stig, sjö stig eða níu stig eða eitthvað, ég veit að ekki. Jú jú ég veit það en ég ætla bara ekkert að spá í það, við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru; byrjum á KR á laugardaginn og við þurfum að passa að vera virðingu fyrir öllum verkefnum, ekki fara að falla í þá gryfju að halda að þetta sé búið. Hvað sem gerist á mánudaginn verðum við að passa upp á okkur, það hefur gagnast ágætlega í sumar og menn verða að halda einbeitingu og missa ekki sjónar á því sem eftir er. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
„Mér líður bara vel. Ég er auðvitað bara sáttur, ég er sáttur á tvo vegu, mér fannst frammistaðan stærsta hluta leiksins vera mjög öflug. Við sköpuðum okku fullt af færum og í raun og veru hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik miklu fyrr en hins vegar er það þannig að KA liðið er þannig gert að þeir eru búnir að skora tæplega helminginn af mörkunum sínum á síðustu 15 mínútunum í leikjunum í sumar og við vissum það alltaf að þetta væri hættan.” Óskar heldur áfram: „Þeir fá víti, var þetta víti eða ekki víti? Ég veit það ekki. Ég sé þetta með Blikagleraugum og þá segi ég að þetta sé ekki víti. Mér er sagt að þetta hafi verið soft en saga okkur í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum verið slegnir niður sprettum við á fætur og komum til baka hvort sem það er eftir tapleik í deildinni eða við fáum á okkur mark sem kemur á erfiðum tíma og ég er auðvitað bara mjög stoltur af liðinu fyrir það, mér finnst þetta gott svar. Ég er ánægður með frammistöðuna af stærstum hluta en við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung, nýta færin betur, bera meiri virðingu fyrir færunum en baráttan og það sem menn lögðu í þetta og náðu að opna KA mennina var ég ánægður með og karakterinn sem þeir sýna í lokin.” KA kölluðu hátt eftir vítaspyrnu í lokin þegar Viktor Örn Margeirsson tók Jakob Snær niður í návígi í teignum. Óskar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það hafi ekki verið neitt. Aftur auðvitað set ég bara upp Blikagleraugun og ég sá ekki neitt, ég sá ekki hvað gerist, Jakob fellur og ég bara veit það ekki en ég held að það hafi ekki verið víti. Við verðum að passa okkur að láta ekki vafaatriðin skilgreina þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið tempó, þetta datt aðeins niður á kafla seinni hálfleik en mér fannst bæði lið einhvernvegin gefa allt sem þau áttu og ég er auðvitað bara glaður að við spiluðum vel og við förum með þrjú stig héðan af erfiðum velli á móti KA-liði sem er búið að vera á mikilli siglingu.” Breiðablik þarf einungis tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og verður að teljast hæpið að liðið klúðri því. „Já já, þú getur sagt það, eina sem verðum að gera er að mæta á Laugardaginn á móti KR og vinna þá. Það er það eina sem við getum hugsða um hvort sem okkur vantar tvö stig, sjö stig eða níu stig eða eitthvað, ég veit að ekki. Jú jú ég veit það en ég ætla bara ekkert að spá í það, við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru; byrjum á KR á laugardaginn og við þurfum að passa að vera virðingu fyrir öllum verkefnum, ekki fara að falla í þá gryfju að halda að þetta sé búið. Hvað sem gerist á mánudaginn verðum við að passa upp á okkur, það hefur gagnast ágætlega í sumar og menn verða að halda einbeitingu og missa ekki sjónar á því sem eftir er.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira