Aukin skriðuhætta vegna úrkomunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2022 07:32 Búast má við hríðarbyl á hálendinu norðantil í dag. Vísir/Vilhelm Vaxandi lægð verður lónandi við austurströndina í dag og fylgir henni mjög hvöss norðanátt og mikil úrkoma á norðanverðu landinu. Á norðausturhorninu má búast við slyddu og snjókomu í dag. Veðurviðvaranir af öllum litum eru í gildi á landinu, rauð á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Á vesturhluta landsins er gular viðvaranir í gildi en annars staða appelsínugular, eins og sjá má á myndinni. Hér má sjá viðvaranirnar sem eru í gildi á landinu í dag.Veðurstofa Íslands Viðvaranirnar hófu að taka gildi í nótt og gilda fram á miðjan mánudagsmorgun. Versta veðrinu er spáð frá hádegi fram að miðnætti á norðausturhorni landsins. Með lægðinni er eins og áður segir rosalegri úrkomu spáð, sem mun falla að stórum hluta sem slydda eða snjókoma á láglendi. Til fjalla verður snjóbylur, einkum á Norðausturlandi og hafa dýraeigendur því verið hvattir til að koma dýrum sínum í hús. Mikilli úrkomuákefð er spáð og gera má ráð fyrir meira en 10 mm/klst á Norðausturlandi í nokkrar klukkustundir. Miðað við magn úrkomu sem er spáð á svæðinu er í tilkynningu á vef Veðurstofunnar talið tilefni til að vara við aukinni skriðuhættu á Austurlandi og snjóflóðahættu á Norður- og Norðausturlandi en ekki er talin hætta í byggð. Þá má búast við sandfoki eða grjótfoki suðaustanlands síðdegis og í kvöld þegar vindur nær þar hámarki. Hægt er að fylgjast með lægðinni ganga yfir landið í beinni útsendingu hér fyrir neðan. Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Sjá meira
Veðurviðvaranir af öllum litum eru í gildi á landinu, rauð á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Á vesturhluta landsins er gular viðvaranir í gildi en annars staða appelsínugular, eins og sjá má á myndinni. Hér má sjá viðvaranirnar sem eru í gildi á landinu í dag.Veðurstofa Íslands Viðvaranirnar hófu að taka gildi í nótt og gilda fram á miðjan mánudagsmorgun. Versta veðrinu er spáð frá hádegi fram að miðnætti á norðausturhorni landsins. Með lægðinni er eins og áður segir rosalegri úrkomu spáð, sem mun falla að stórum hluta sem slydda eða snjókoma á láglendi. Til fjalla verður snjóbylur, einkum á Norðausturlandi og hafa dýraeigendur því verið hvattir til að koma dýrum sínum í hús. Mikilli úrkomuákefð er spáð og gera má ráð fyrir meira en 10 mm/klst á Norðausturlandi í nokkrar klukkustundir. Miðað við magn úrkomu sem er spáð á svæðinu er í tilkynningu á vef Veðurstofunnar talið tilefni til að vara við aukinni skriðuhættu á Austurlandi og snjóflóðahættu á Norður- og Norðausturlandi en ekki er talin hætta í byggð. Þá má búast við sandfoki eða grjótfoki suðaustanlands síðdegis og í kvöld þegar vindur nær þar hámarki. Hægt er að fylgjast með lægðinni ganga yfir landið í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Sjá meira