Nýr heimavöllur heimsleikanna í CrossFit einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir hefur keppt á fjölmörgum heimsleikum og var hársbreidd frá verðlaunasæti með liðinu á heimsleikunum í ár. Instagram/@anniethorisdottir Heimsleikarnir í CrossFit eru á leiðinni í burtu frá Madison í Wisconsin fylki því frá á með árinu 2024 verða heimsleikarnir haldnir í borginni í Birmingham í Alabama fylki. Morning Chalk Up staðfesti breytinguna en það var lengi vitað að CrossFit samtökin væru að leita að nýjum framtíðarstað fyrir heimsleikanna. Þetta verður þriðji heimavöllur heimsleikanna í sögunni en til að byrja með voru leikarnir haldnir í Carson í Kaliforníu fylki. Þeir fluttu síðan til Madison árið 2017 og hafa farið fram þar fyrir utan kórónuveiruárið 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Leikarnir fara fram í sjötta og síðasta skiptið í Madison á næsta ári. Frá árinu 2024 til 2027 munu heimsleikarnir hafa aðalaðsetur í Birmingham Crossplex sem er fjölhæf íþróttahöll í miðbænum. Allar aðstæður eru góðar fyrir sjálfa íþróttakeppnina en menn hafa aftur á móti meiri áhyggjur af öðrum hlutum. Alabama er eitt af suðurríkjunum og það er ljóst að hitinn gæti spilað enn stærra hlutverk á leikunum þar þó að það sé oft nógu heitt í Wisconsin fylki um mánaðamótin júlí-ágúst. Það er meðaltali fimm gráðu heitara þarna í Birmingham en í Madison og um leið hærra rakastig. Það er ekki öllum sem lýst allt of vel á þessa breytingu. Madison hefur unnið hug og hjörtu flestra sem þangað hafa komið enda mjög hugguleg borg í norður Bandaríkjunum. Nýi heimavöllur heimsleikanna er nefnilega einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum ef marka má tölfræðilegar upplýsingum um fjölda glæpa og morða. Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem mun væntanlega eiga fullt af skjólstæðingum á komandi heimsleikum alveg eins og í ár setti spurningarmerki við þessar fréttir á samfélagsmiðlum sínum. Snorri Barón deildi meðal annars upplýsingum um að borgin Birmingham í Alabama fylki hafi lengi verið við toppinn á lista yfir þær borgir í Bandaríkjunum þar sem mest eru um glæpi og morð. Morning Chalk Up ræddi þessar breytingar í áhugaverðu myndbandi sem er aðgengilegt hér fyrir neðan en þar ræðir Lauren Kalil við þá Dex Hopkins og Brent Fikowski. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=MJ12EuQ7P1U">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Morning Chalk Up staðfesti breytinguna en það var lengi vitað að CrossFit samtökin væru að leita að nýjum framtíðarstað fyrir heimsleikanna. Þetta verður þriðji heimavöllur heimsleikanna í sögunni en til að byrja með voru leikarnir haldnir í Carson í Kaliforníu fylki. Þeir fluttu síðan til Madison árið 2017 og hafa farið fram þar fyrir utan kórónuveiruárið 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Leikarnir fara fram í sjötta og síðasta skiptið í Madison á næsta ári. Frá árinu 2024 til 2027 munu heimsleikarnir hafa aðalaðsetur í Birmingham Crossplex sem er fjölhæf íþróttahöll í miðbænum. Allar aðstæður eru góðar fyrir sjálfa íþróttakeppnina en menn hafa aftur á móti meiri áhyggjur af öðrum hlutum. Alabama er eitt af suðurríkjunum og það er ljóst að hitinn gæti spilað enn stærra hlutverk á leikunum þar þó að það sé oft nógu heitt í Wisconsin fylki um mánaðamótin júlí-ágúst. Það er meðaltali fimm gráðu heitara þarna í Birmingham en í Madison og um leið hærra rakastig. Það er ekki öllum sem lýst allt of vel á þessa breytingu. Madison hefur unnið hug og hjörtu flestra sem þangað hafa komið enda mjög hugguleg borg í norður Bandaríkjunum. Nýi heimavöllur heimsleikanna er nefnilega einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum ef marka má tölfræðilegar upplýsingum um fjölda glæpa og morða. Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem mun væntanlega eiga fullt af skjólstæðingum á komandi heimsleikum alveg eins og í ár setti spurningarmerki við þessar fréttir á samfélagsmiðlum sínum. Snorri Barón deildi meðal annars upplýsingum um að borgin Birmingham í Alabama fylki hafi lengi verið við toppinn á lista yfir þær borgir í Bandaríkjunum þar sem mest eru um glæpi og morð. Morning Chalk Up ræddi þessar breytingar í áhugaverðu myndbandi sem er aðgengilegt hér fyrir neðan en þar ræðir Lauren Kalil við þá Dex Hopkins og Brent Fikowski. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=MJ12EuQ7P1U">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira