Bernanke í hópi nýrra handhafa Nóbelsins í hagfræði Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2022 09:52 Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond and Philip H. Dybvig fá hagfræðiverðlaunin í minningu Alfreds Nóbels í ár. Nóbelsverðlaun Bandarísku hagfræðingarnir Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond og Philip H. Dybvig fá hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nóbel í ár fyrir rannsóknir sínar á bönkum og fjármálakreppum. Bernanke var seðlabankastjóri Bandaríkjanna á árunum 2006 til 2014. Diamond starfar við Háskólann í Chicago og Dybvig við Washington University í St Louis. Bernanke fær verðlaunin fyrir framlag sitt um það hvernig bankastarfsemi hafði úrslitaáhrif á það hversu djúp kreppan mikla á fjórða áratug síðustu aldar varð og Diamond og Dybvig fá verðlaunin fyrir framlag sitt sem snertir meðal annars mikilvægi þess að hafa innstæðutryggingar og hvernig reglur um slíkt og fleira í starfsemi banka geti komið í veg fyrir fjármálakreppur. Rannsóknir fræðimanna voru birtar á níunda áratug síðustu aldar og eru niðurstöður þeirra nú almennt viðurkenndar. Verðlaunin teljast strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru verðlaunin ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1969 og er almennt talað um þau sem hluta af Nóbelsverðlaununum. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2022 Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel to Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond and Philip H. Dybvig for research on banks and financial crises. #NobelPrize pic.twitter.com/cW0sLFh2sj— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2022 Sænska akademían tilkynnti á síðasta ári að Kanadamaðurinn David Card annars vegar og hinn bandarísk-ísraelski Joshua D. Angrist og hollensk-bandaríski Guido W. Imbens hins vegar hafi hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans. Card hlaut verðlaunin fyrir empírískar rannsóknir sínar á hagfræði vinnumarkaðar, en þeir Angrist og Imbens fyrir aðferðafræðilegt framlag sitt til greiningar á orsakasambandi. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Bandaríkin Tengdar fréttir Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06 Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bernanke var seðlabankastjóri Bandaríkjanna á árunum 2006 til 2014. Diamond starfar við Háskólann í Chicago og Dybvig við Washington University í St Louis. Bernanke fær verðlaunin fyrir framlag sitt um það hvernig bankastarfsemi hafði úrslitaáhrif á það hversu djúp kreppan mikla á fjórða áratug síðustu aldar varð og Diamond og Dybvig fá verðlaunin fyrir framlag sitt sem snertir meðal annars mikilvægi þess að hafa innstæðutryggingar og hvernig reglur um slíkt og fleira í starfsemi banka geti komið í veg fyrir fjármálakreppur. Rannsóknir fræðimanna voru birtar á níunda áratug síðustu aldar og eru niðurstöður þeirra nú almennt viðurkenndar. Verðlaunin teljast strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru verðlaunin ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1969 og er almennt talað um þau sem hluta af Nóbelsverðlaununum. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2022 Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel to Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond and Philip H. Dybvig for research on banks and financial crises. #NobelPrize pic.twitter.com/cW0sLFh2sj— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2022 Sænska akademían tilkynnti á síðasta ári að Kanadamaðurinn David Card annars vegar og hinn bandarísk-ísraelski Joshua D. Angrist og hollensk-bandaríski Guido W. Imbens hins vegar hafi hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans. Card hlaut verðlaunin fyrir empírískar rannsóknir sínar á hagfræði vinnumarkaðar, en þeir Angrist og Imbens fyrir aðferðafræðilegt framlag sitt til greiningar á orsakasambandi.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Bandaríkin Tengdar fréttir Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06 Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06
Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38