Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. október 2022 11:50 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Vilhelm Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. Þingið var sett klukkan tíu en það stendur yfir í þrjá daga. Kosningar í forsetaembætti sambandsins fara fram á miðvikudaginn en tveir hafa gefið kost á sér í embættið; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar. Ragnar Þór er formaður VR.vísir/vilhelm „Ég geri ráð fyrir að þetta verði bara góð barátta og verði bara vel komið fram vona ég,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann tók við forsetaembætti ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér í sumar og gefur nú kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Hann vill ekki gefa upp hvort hann styðji Ragnar eða Ólöfu en segir: „Ég þekki Ragnar og hef unnið með Ragnari á undanförum árum. Það samstarf hefur gengið vel. Ólöfu þekki ég nú minna, eða þekki hana lítið. En þetta er auðvitað bara verkefni þingsins að vinna með og ákveða,“ segir Kristján Þórður. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfaði sem varaformaður Eflingar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér síðasta haust. Hún tapaði svo í formannsslag Eflingar fyrir Sólveigu síðasta vor.Stöð 2/Egill Gustað hefur um verkalýðshreyfinguna síðasta rúma árið en segja má að deilur tveggja fylkinga innan ASÍ hafi náð hámarki þegar Drífa sagði af sér. Kristján vonar að hægt verði að lægja öldurnar því mikilvæg verkefni séu fram undan á þinginu, önnur en framboðsslagurinn. „Við erum að ræða húsnæðismál og velferð, förum yfir lífeyrismál, efnahagsmál og skatta. Og síðan auðvitað eru kjaramálin og vinnumarkaðurinn stóru þættirnir í því sem við munum ræða,“ segir Kristján Þórður. Komandi kjaraviðræður eru þar í brennidepli. „Auðvitað vonast maður til þess að í kjölfar þings að okkur takist að samþætta hópinn svoldið meira og auka samstarfið við gerð kjarasamninganna,“ segir Kristján Þórður. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Þingið var sett klukkan tíu en það stendur yfir í þrjá daga. Kosningar í forsetaembætti sambandsins fara fram á miðvikudaginn en tveir hafa gefið kost á sér í embættið; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar. Ragnar Þór er formaður VR.vísir/vilhelm „Ég geri ráð fyrir að þetta verði bara góð barátta og verði bara vel komið fram vona ég,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann tók við forsetaembætti ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér í sumar og gefur nú kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Hann vill ekki gefa upp hvort hann styðji Ragnar eða Ólöfu en segir: „Ég þekki Ragnar og hef unnið með Ragnari á undanförum árum. Það samstarf hefur gengið vel. Ólöfu þekki ég nú minna, eða þekki hana lítið. En þetta er auðvitað bara verkefni þingsins að vinna með og ákveða,“ segir Kristján Þórður. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfaði sem varaformaður Eflingar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér síðasta haust. Hún tapaði svo í formannsslag Eflingar fyrir Sólveigu síðasta vor.Stöð 2/Egill Gustað hefur um verkalýðshreyfinguna síðasta rúma árið en segja má að deilur tveggja fylkinga innan ASÍ hafi náð hámarki þegar Drífa sagði af sér. Kristján vonar að hægt verði að lægja öldurnar því mikilvæg verkefni séu fram undan á þinginu, önnur en framboðsslagurinn. „Við erum að ræða húsnæðismál og velferð, förum yfir lífeyrismál, efnahagsmál og skatta. Og síðan auðvitað eru kjaramálin og vinnumarkaðurinn stóru þættirnir í því sem við munum ræða,“ segir Kristján Þórður. Komandi kjaraviðræður eru þar í brennidepli. „Auðvitað vonast maður til þess að í kjölfar þings að okkur takist að samþætta hópinn svoldið meira og auka samstarfið við gerð kjarasamninganna,“ segir Kristján Þórður.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira