„Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“ Jón Már Ferro skrifar 10. október 2022 18:46 Matthías fagnar ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Diego Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik. „Ég held það, ég held að þetta sé fyrsta þrennan. Ég skuldaði og það kom loksins,“ sagði Matthías eftir lífsnauðsynlegan sigur FH en liðið hafði sætaskipti við Leikni með sigri dagsins. Þegar þrjár umferðir eru eftir er FH í 10. sæti með 22 stig en Leiknir R. sæti neðar með 20 stig. FH-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og settu gestina í mikil vandræði. Það skilaði sér í tveimur mörkum snemma leiks. „Mér fannst við byrja mjög vel, tókum fljótt yfirhöndina. Leiknismenn eru mjög seigir. Þeir koma alltaf með smá áhlaup á liðin. Þeir gerðu það fyrr í sumar á móti okkur og á móti fleiri liðum. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur til að geta haft þetta í okkar eigin höndum það sem eftir er. Þetta eru samt bara þrjú stig.“ Matthías var mjög ánægður með sigurinn en var meðvitaður um stöðu liðsins. „Fyrst og fremst að frammistaðan var eiginlega mjög góð í dag líka. Síðan eigum við tvo útileiki eftir á móti Keflavík og Fram. Sem eru mjög erfiðir leikir. Áður en við fáum Skagann í heimsókn í loka umferðinni. Þannig við fáum vonandi sjálfstraust út úr þessum leik. Þetta eru eiginlega bara þrjú stig því Leiknir gæti strax unnið næsta leik og ef við ætlum ekki að standa okkur í næsta leik þá gætum við verið komnir í sama pakka aftur.“ Eins og áður hefur komið fram hefur FH ekki gengið vel á útivelli í sumar en eiga tvo útileiki í röð núna. Matthías vonast til að heimavallarárangurinn færist á útivöll. „Við höfum verið mjög góðir á heimavelli undanfarið og þegar við spilum hérna í Krikanum þá líður okkur mjög vel. Það er eitthvað sem við þurfum að fá í útivallarformi. Við spiluðum góðan sóknarbolta. Ég held þetta hafi verið góður leikur fyrir áhorfendur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 „Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Ég held það, ég held að þetta sé fyrsta þrennan. Ég skuldaði og það kom loksins,“ sagði Matthías eftir lífsnauðsynlegan sigur FH en liðið hafði sætaskipti við Leikni með sigri dagsins. Þegar þrjár umferðir eru eftir er FH í 10. sæti með 22 stig en Leiknir R. sæti neðar með 20 stig. FH-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og settu gestina í mikil vandræði. Það skilaði sér í tveimur mörkum snemma leiks. „Mér fannst við byrja mjög vel, tókum fljótt yfirhöndina. Leiknismenn eru mjög seigir. Þeir koma alltaf með smá áhlaup á liðin. Þeir gerðu það fyrr í sumar á móti okkur og á móti fleiri liðum. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur til að geta haft þetta í okkar eigin höndum það sem eftir er. Þetta eru samt bara þrjú stig.“ Matthías var mjög ánægður með sigurinn en var meðvitaður um stöðu liðsins. „Fyrst og fremst að frammistaðan var eiginlega mjög góð í dag líka. Síðan eigum við tvo útileiki eftir á móti Keflavík og Fram. Sem eru mjög erfiðir leikir. Áður en við fáum Skagann í heimsókn í loka umferðinni. Þannig við fáum vonandi sjálfstraust út úr þessum leik. Þetta eru eiginlega bara þrjú stig því Leiknir gæti strax unnið næsta leik og ef við ætlum ekki að standa okkur í næsta leik þá gætum við verið komnir í sama pakka aftur.“ Eins og áður hefur komið fram hefur FH ekki gengið vel á útivelli í sumar en eiga tvo útileiki í röð núna. Matthías vonast til að heimavallarárangurinn færist á útivöll. „Við höfum verið mjög góðir á heimavelli undanfarið og þegar við spilum hérna í Krikanum þá líður okkur mjög vel. Það er eitthvað sem við þurfum að fá í útivallarformi. Við spiluðum góðan sóknarbolta. Ég held þetta hafi verið góður leikur fyrir áhorfendur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 „Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10
„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15