Jonni hefði ekki veifað eins og Milka: „Þarf að taka Drungilas út úr hausnum á sér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 12:01 Dominykas Milka horfir á Adomas Drungilas sem er þarna að mótmæla brottrekstrarvillu sinni. S2 Sport Einvígið á milli litháísku miðherjanna Dominykas Milka hjá Keflavík og Adomas Drungilas hjá Tindastóli setti stóran svip á stórleik fyrstu umferðar Subway deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði betur í leiknum en það fór ekkert á milli mála að þetta verða lið sem berjast á toppnum í vetur. Það eru flestir körfuboltaáhugamenn sem muna enn eftir einvígi þeirra Drungilas og Milka í lokaúrslitunum 2021 þegar Drungilas hjálpaði Þórsurum að vinna óvænt fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík tapaði ekki leik fyrir úrslitin en Milka átti ekki svar við Drungilas á stærsta sviðinu. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Milka og Drungilas Lokaleikurinn endaði á því að Drungilas hnyklaði vöðvana fyrir framan Milka þegar sigurinn var í höfn eða alveg eins og Dominykas var vanur að gera við sína mótherja. Þeir mættust aftur í Keflavík í fyrstu umferðinni og Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur einvígi þessara öflugu leikmanna. Drungilas byrjaði leikinn mun betur en Milka en Milka hafði hins vegar betur á endanum. Dómarar leiksins ákváðu nefnilega að reka Drungilas út úr húsi fyrir sóknarbrot á landa sínum. Var gjörsamlega að éta hann „Það er ekki oft sem svona stór karl er með svona rosalega mikið presence yfir bæði Milka og að [David] Okeke að einhverju leyti líka en sérstaklega Milka til að byrja með í fyrra hálfleik. Hann var gjörsamlega að éta hann í sóknarfráköstum og var að draga Milka aðeins út,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Drungilas var frábær til að byrja með þangað til að þetta kom,“ sagði Matthías og þá skoðuðu þeir brotið sem kostaði Drungilas snemmbúna ferð í sturtu. „Hann var bara með sálræna yfirburði yfir honum þangað til að þetta gerðist,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Kann að espa hann upp „Milka liggur á honum og kann að espa hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þeir eru búnir að berjast áður og þekkjast. Hann er að spila inn á veikleikann hjá honum. Eins leiðinlegt og það hljómar fyrir Drungilas þá heppnaðist það í kvöld,“ sagði Jón Halldór. „Mér finnst Milka ótrúlega kurteis. Ég er ekki viss um að ég hefði veifað honum,“ sagði Jón. „Svo við tölum hreina íslensku þá var Milka að spila á móti Drungilas í þessum leik og hann var í vandræðum. Drungilas bar höfuð og herðar yfir hann á meðan hann var inn á vellinum. Milka þarf að mínu mati að taka þennan Drungilas út úr hausnum á sér, hætta þessu og fara bara að spila körfu,“ sagði Jón Halldór. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Keflavík hafði betur í leiknum en það fór ekkert á milli mála að þetta verða lið sem berjast á toppnum í vetur. Það eru flestir körfuboltaáhugamenn sem muna enn eftir einvígi þeirra Drungilas og Milka í lokaúrslitunum 2021 þegar Drungilas hjálpaði Þórsurum að vinna óvænt fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík tapaði ekki leik fyrir úrslitin en Milka átti ekki svar við Drungilas á stærsta sviðinu. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Milka og Drungilas Lokaleikurinn endaði á því að Drungilas hnyklaði vöðvana fyrir framan Milka þegar sigurinn var í höfn eða alveg eins og Dominykas var vanur að gera við sína mótherja. Þeir mættust aftur í Keflavík í fyrstu umferðinni og Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur einvígi þessara öflugu leikmanna. Drungilas byrjaði leikinn mun betur en Milka en Milka hafði hins vegar betur á endanum. Dómarar leiksins ákváðu nefnilega að reka Drungilas út úr húsi fyrir sóknarbrot á landa sínum. Var gjörsamlega að éta hann „Það er ekki oft sem svona stór karl er með svona rosalega mikið presence yfir bæði Milka og að [David] Okeke að einhverju leyti líka en sérstaklega Milka til að byrja með í fyrra hálfleik. Hann var gjörsamlega að éta hann í sóknarfráköstum og var að draga Milka aðeins út,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Drungilas var frábær til að byrja með þangað til að þetta kom,“ sagði Matthías og þá skoðuðu þeir brotið sem kostaði Drungilas snemmbúna ferð í sturtu. „Hann var bara með sálræna yfirburði yfir honum þangað til að þetta gerðist,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Kann að espa hann upp „Milka liggur á honum og kann að espa hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þeir eru búnir að berjast áður og þekkjast. Hann er að spila inn á veikleikann hjá honum. Eins leiðinlegt og það hljómar fyrir Drungilas þá heppnaðist það í kvöld,“ sagði Jón Halldór. „Mér finnst Milka ótrúlega kurteis. Ég er ekki viss um að ég hefði veifað honum,“ sagði Jón. „Svo við tölum hreina íslensku þá var Milka að spila á móti Drungilas í þessum leik og hann var í vandræðum. Drungilas bar höfuð og herðar yfir hann á meðan hann var inn á vellinum. Milka þarf að mínu mati að taka þennan Drungilas út úr hausnum á sér, hætta þessu og fara bara að spila körfu,“ sagði Jón Halldór.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira