Innlent

Gundega býður sig fram á móti Vilhjálmi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Yfirlýsing barst frá Gundegu Jaunlinina fyrir stundu þar sem hún tilkynnir um framboð sitt til þriðja varaforseta ASÍ.
Yfirlýsing barst frá Gundegu Jaunlinina fyrir stundu þar sem hún tilkynnir um framboð sitt til þriðja varaforseta ASÍ. aðsend

Gundega Jaunlinina hefur boðið sig fram til embættis þriðja varaforseta ASÍ. Hún er varaformaður verkalýðsfélagsins Hlíf í Hafnarfirði gegndi formennsku í ASÍ-UNG, ungliðahreyfingu Alþýðusambandsins, í þrjú ár. Hún býður sig því fram á móti Vilhjálmi Birgissyni sem var fram að þessu einn í framboði til embættisins. 

Þetta er þriðja framboðið með skömmu millibili sem berst og má túlka sem mótframboð gegn armi Ragnars Þórs Ingólfssonar, sem býður sig fram til formanns, Sólveigar Önnu J'onsdóttur, sem býður sig fram til annars varaforseta og Vilhjálms Birgissonar, sem eins og áður segir býður sig fram til þriðja varaforseta.

Sjá einnig: Phoenix vill verða fyrsti vara­for­seti ASÍ

Sjá einnig: Trausti í fram­boð til 2. vara­for­seta

Í tilkynningu kveðst Gundega hafa góða reynslu og þekkingu til að sinna embætti varaforseta. Upphaflega hafi hún gengið til liðs við hreyfinguna fyrir tíu árum þegar hún hafi sem starfsmaður á leikskóla, verið kjörin í stjórn Hlífar í Hafnarfirði. 

„Þau málefni sem helst brenna á mér eru málefni láglaunafólks, aðstæður aðflutts verkafólks, öryggi kvenna og minnihlutahópa á vinnumarkaði og málefni barnafjölskyldna. Allt þekki ég þetta af eigin raun. Ég er fædd og uppalin í Lettlandi og fluttist til Íslands árið 2004 í ævintýraleit. Það ævintýri stendur enn! Ég vonast til að geta látið gott af mér leiða í forystu ASÍ næstu tvö árin,“ segir í lok tilkynningar Gundegu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×