Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 15:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Ragnar Þór staðfesti í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið framboð sitt til forseta til baka. Sólveig Anna og Vilhjálmur eru bandamenn Ragnars Þórs og buðu sig fram til fyrsta og þriðja forseta Alþýðusambandsins. Viðtöl við þau má nálgast í Vaktinni hér að neðan. Þau íhuga nú úrsögn stéttarfélaga sinna úr Alþýðusambandinu en í samtali við fréttastofu segir Sólveig að úrsögn verði rædd á stærri vettvangi innan félaganna. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað viðrað þá hugmynd að ganga úr ASÍ og kallað sambandið barn síns tíma. Ólöf Helga Adolfsdóttir er sem stendur ein í framboði til forseta ASÍ. Hún sagðist hissa á því að Ragnar Þór hafi dregið framboð sitt til baka.vísir/skjáskot Aðalþingið hófst í gær á Nordica og til stendur að kjósa í embætti á morgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hafði boðið sig fram á móti Ragnari Þór til forseta ASÍ. Nú lítur allt út fyrir að hún verði forseti ASÍ, nema aðrir bjóði sig fram í dag eða á morgun. Fylgst var með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé tók viðtöl við frambjóðendur. Hann fjallar nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Ragnar Þór staðfesti í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið framboð sitt til forseta til baka. Sólveig Anna og Vilhjálmur eru bandamenn Ragnars Þórs og buðu sig fram til fyrsta og þriðja forseta Alþýðusambandsins. Viðtöl við þau má nálgast í Vaktinni hér að neðan. Þau íhuga nú úrsögn stéttarfélaga sinna úr Alþýðusambandinu en í samtali við fréttastofu segir Sólveig að úrsögn verði rædd á stærri vettvangi innan félaganna. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað viðrað þá hugmynd að ganga úr ASÍ og kallað sambandið barn síns tíma. Ólöf Helga Adolfsdóttir er sem stendur ein í framboði til forseta ASÍ. Hún sagðist hissa á því að Ragnar Þór hafi dregið framboð sitt til baka.vísir/skjáskot Aðalþingið hófst í gær á Nordica og til stendur að kjósa í embætti á morgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hafði boðið sig fram á móti Ragnari Þór til forseta ASÍ. Nú lítur allt út fyrir að hún verði forseti ASÍ, nema aðrir bjóði sig fram í dag eða á morgun. Fylgst var með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé tók viðtöl við frambjóðendur. Hann fjallar nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira