Framlengingin: Blikar eiga að stefna á topp fjóra og Njarðvík olli mestum vonbrigðum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2022 07:00 Strákarnir í Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér hvort partýið í Kópavogi væri komið til að vera. Vísir/Stöð 2 Sport Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta var til umfjöllunnar í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi og hinn vinsæli liður „Framlengingin“ var að sjálfsögðu á sinum stað. Eins og alltaf fóru Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og sérfræðingar í setti um víðan völl. Með Kjartani voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var partýið í Kópavogi. Breiðablik hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem liðið meðal annars vann Icelandic Glacial mótið sem haldið er í Þorlákshöfn og gerði sér svo lítið fyrir og vann Þórsara í Þorlákshöfn í fyrstu umferð deildarinnar. Kjartan Atli vildi einfaledlega fá að vita hversu langt liðið gæti náð á tímabilinu. „Ég held að Blikarnig eigi bara að stefna á topp fjóra og fá heimaleikjarétt,“ svaraði Matthías. „Ég sé ekkert annað lið, fyrir utan Keflavík og Tindastól, sem eru að gera einhverskonar atlögu að þessu fyrsta eða öðru sæti. Þannig að það er eina liðið sem ég sé nákvæmlega núna sem er að fara að „challenge-a“ þá.“ Kjartan tók þetta skrefi lengra, og þó að hann hafi kannski ekki spáð Blikum titlinum, þá ýjaði hann sannarlega að því að liðið gæti orðið í umræðunni þegar líða fer á tímabilið. Jón Halldór hafði hins vegar engan áhuga á að taka undir þau orð. „Þetta var rosalega flott hjá þeim að vinna Þór í gær,“ sagði Jón og hristi hausinn. „Geggjað og allt það, en ég held að þeir ættu að stefna á það að fara í úrslitakeppnina. Byrjum á því og tölum svo saman eftir það.“ „Akkúrat núna skal ég vera hundrað prósent sammála því að Keflavík og Tindastóll eru framar en Breiðablik. En ef við tökum þetta alla leið þá eru Breiðablik fremstir af því að þeir skoruðu langflestu stigin og körfubolti gengur út á að skora sem flest stig. En Breiðablik er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut. Hættiði þessu rugli,“ sagði Jón og bað strákana vinsamlegast um að fara bara í næsta mál. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Næsta umræðuefni Framlengingarinnar var hvaða lið hafi valdið mestum vonbrigðum í fyrstu umferð deildarinnar. Þar voru strákarnir sammála og voru harðir á því að Njarðvíkingar hafi verið það lið sem olli mestum vonbrigðum, enda þurfti liðið að sætta sig við tap gegn ÍR sem spáð er falli úr deildinni. „Njarðvík. By a f*****g country mile,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þetta er bara stórveldi í íslenskum körfubolta og þeir litu út eins og þeir væru bara að koma í deildina í gær. Ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum.“ Matthías tók í sama streng. „Þarna get ég verið sammála Jonna. Það var ekkert sem ég sá í Njarðvík í gær sem heillaði mig,“ sagði Matthías áður en strákarnir sögðu einfaldlega skilið við umræðuna um Njarðvík og héldu áfram með þáttinn. Strákarnir ræddu einnig um hver væri besta viðbót sumarsins í deildinni, stöðu Jóns Axels hjá Grindavík og mál Pablo Hernandez og þriggja ára reglunnar hjá Þór Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Eins og alltaf fóru Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og sérfræðingar í setti um víðan völl. Með Kjartani voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var partýið í Kópavogi. Breiðablik hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem liðið meðal annars vann Icelandic Glacial mótið sem haldið er í Þorlákshöfn og gerði sér svo lítið fyrir og vann Þórsara í Þorlákshöfn í fyrstu umferð deildarinnar. Kjartan Atli vildi einfaledlega fá að vita hversu langt liðið gæti náð á tímabilinu. „Ég held að Blikarnig eigi bara að stefna á topp fjóra og fá heimaleikjarétt,“ svaraði Matthías. „Ég sé ekkert annað lið, fyrir utan Keflavík og Tindastól, sem eru að gera einhverskonar atlögu að þessu fyrsta eða öðru sæti. Þannig að það er eina liðið sem ég sé nákvæmlega núna sem er að fara að „challenge-a“ þá.“ Kjartan tók þetta skrefi lengra, og þó að hann hafi kannski ekki spáð Blikum titlinum, þá ýjaði hann sannarlega að því að liðið gæti orðið í umræðunni þegar líða fer á tímabilið. Jón Halldór hafði hins vegar engan áhuga á að taka undir þau orð. „Þetta var rosalega flott hjá þeim að vinna Þór í gær,“ sagði Jón og hristi hausinn. „Geggjað og allt það, en ég held að þeir ættu að stefna á það að fara í úrslitakeppnina. Byrjum á því og tölum svo saman eftir það.“ „Akkúrat núna skal ég vera hundrað prósent sammála því að Keflavík og Tindastóll eru framar en Breiðablik. En ef við tökum þetta alla leið þá eru Breiðablik fremstir af því að þeir skoruðu langflestu stigin og körfubolti gengur út á að skora sem flest stig. En Breiðablik er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut. Hættiði þessu rugli,“ sagði Jón og bað strákana vinsamlegast um að fara bara í næsta mál. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Næsta umræðuefni Framlengingarinnar var hvaða lið hafi valdið mestum vonbrigðum í fyrstu umferð deildarinnar. Þar voru strákarnir sammála og voru harðir á því að Njarðvíkingar hafi verið það lið sem olli mestum vonbrigðum, enda þurfti liðið að sætta sig við tap gegn ÍR sem spáð er falli úr deildinni. „Njarðvík. By a f*****g country mile,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þetta er bara stórveldi í íslenskum körfubolta og þeir litu út eins og þeir væru bara að koma í deildina í gær. Ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum.“ Matthías tók í sama streng. „Þarna get ég verið sammála Jonna. Það var ekkert sem ég sá í Njarðvík í gær sem heillaði mig,“ sagði Matthías áður en strákarnir sögðu einfaldlega skilið við umræðuna um Njarðvík og héldu áfram með þáttinn. Strákarnir ræddu einnig um hver væri besta viðbót sumarsins í deildinni, stöðu Jóns Axels hjá Grindavík og mál Pablo Hernandez og þriggja ára reglunnar hjá Þór Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira