Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. október 2022 22:00 Lilja Guðmundsdóttir er formaður Samtaka um endómetríósu. steingrímur dúi másson Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. Á einu ári hafa 124 konur greitt háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerðir vegna endómetríósu. Það gera þær vegna langra biðlista hjá Landspítalanum. Nöfn fjörutíu þessara kvenna voru birt í skoðanagrein á Vísi ásamt fjárhæðum sem hver og ein hefur þurft að leggja út. Samtals hafa konurnar greitt 107 milljónir úr eigin vasa en kostnaður hverrar og einnar er misjafn. „Það er yfirleitt svona 700 þúsund og upp í 1,2 milljónir, sem er þá aðgerð með legnámi, en svo eru aðrir kostnaðarliðir þannig að hæsta upphæðin sem við höfum séð er rúm ein og hálf milljón,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Sjá einnig: Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða þjónustuna. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í vikunni og lögðu til ákveðnar leiðir til þess að koma til móts við hópinn. „Til að mynda, gera tímabundinn samning við Jón Ívar Einarsson, skurðlækni á Klíníkinni, þangað til að nýtt kerfi tæki við.“ Lilja segist vongóð um að vilji sé til þess að koma til móts við sjúklingahópinn. „Við munum halda áfram að vera í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið. Ef ekkert gerist og ekkert breytist á næstunni þá íhuga samtökin að fara í dómsmál gegn sjúkratryggingum Íslands.“ Steinunn Birta Ólafsdóttir er ein þeirra sem ekki gat beðið eftir þjónustu á Landspítalanum vegna verkja. Hún fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur vikum og greiddi 700 þúsund fyrir. Aðgerðin er ekki sú fyrsta sem Steinunn fer í vegna sjúkdómsins en var nauðsynleg til þess að halda einkennum niðri. Þú ert aðeins tvítug og ert nú þegar búin að fara í tvær aðgerðir. Áttu von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir út af þessum sjúkdómi? „Já aðgerðirnar eru ekki lækning þannig ég á von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir,“ sagði Steinunn Birta. Lilja segir að um stórt femínískt hagsmunamál sé að ræða. „Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver ástæða þarna að baki geti mögulega verið sú að það eru fyrst og fremst konur sem glíma við þennan sjúkdóm. Yrðu karlmenn látnir borga svona háar upphæðir fyrir nauðsynlega læknisþjónsutu?“ Kvenheilsa Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
Á einu ári hafa 124 konur greitt háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerðir vegna endómetríósu. Það gera þær vegna langra biðlista hjá Landspítalanum. Nöfn fjörutíu þessara kvenna voru birt í skoðanagrein á Vísi ásamt fjárhæðum sem hver og ein hefur þurft að leggja út. Samtals hafa konurnar greitt 107 milljónir úr eigin vasa en kostnaður hverrar og einnar er misjafn. „Það er yfirleitt svona 700 þúsund og upp í 1,2 milljónir, sem er þá aðgerð með legnámi, en svo eru aðrir kostnaðarliðir þannig að hæsta upphæðin sem við höfum séð er rúm ein og hálf milljón,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Sjá einnig: Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða þjónustuna. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í vikunni og lögðu til ákveðnar leiðir til þess að koma til móts við hópinn. „Til að mynda, gera tímabundinn samning við Jón Ívar Einarsson, skurðlækni á Klíníkinni, þangað til að nýtt kerfi tæki við.“ Lilja segist vongóð um að vilji sé til þess að koma til móts við sjúklingahópinn. „Við munum halda áfram að vera í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið. Ef ekkert gerist og ekkert breytist á næstunni þá íhuga samtökin að fara í dómsmál gegn sjúkratryggingum Íslands.“ Steinunn Birta Ólafsdóttir er ein þeirra sem ekki gat beðið eftir þjónustu á Landspítalanum vegna verkja. Hún fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur vikum og greiddi 700 þúsund fyrir. Aðgerðin er ekki sú fyrsta sem Steinunn fer í vegna sjúkdómsins en var nauðsynleg til þess að halda einkennum niðri. Þú ert aðeins tvítug og ert nú þegar búin að fara í tvær aðgerðir. Áttu von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir út af þessum sjúkdómi? „Já aðgerðirnar eru ekki lækning þannig ég á von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir,“ sagði Steinunn Birta. Lilja segir að um stórt femínískt hagsmunamál sé að ræða. „Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver ástæða þarna að baki geti mögulega verið sú að það eru fyrst og fremst konur sem glíma við þennan sjúkdóm. Yrðu karlmenn látnir borga svona háar upphæðir fyrir nauðsynlega læknisþjónsutu?“
Kvenheilsa Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00