Á vef Veðurstofunnar segir að það verði fremur hæg breytileg átt er allvíða um landið. Skýjað á Norður- og Austurlandi en yfirleitt bjart sunnan- og vestantil og þar megi búast við hálku í morgunsárinu.
„Síðar snýst í austlæga átt 3-8 m/s og léttskýjað en stöku skúrir eða slydduél fyrir norðan og á Suðausturlandi. Hiti 1 til 7 stig yfir daginn, mildast syðst á landinu.
Á morgun verður norðaustanátt 5-13 en heldur hvassara norðvestan- og suðaustantil. Él og slydduél fyrir norðan en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti um eða yfir frostmarki en allt að 6 stigum við suðurströndina
Hvöss norðlæg átt á laugardag með snjókomu eða slyddu á norðanverðu landinu en þurrt að kalla sunnantil. Hiti breytist lítið. Dregur hægt úr ofankomu og vindi á sunnudag en kólnar, hiti víða um eða yfir frostmarki,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðan 8-15 m/s, hvassast norðvestan- og suðaustantil. Él á norðanverðu landinu, en bjartviðri sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag: Vaxandi norðaustan- og norðanátt, 10-18 síðdegis. Rigning eða snjókoma á norðurhelmingi landsins, en þurrt að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig, mildast við suðurströndina.
Á sunnudag: Norðan 10-18 með snjókomu eða éljum norðan- og austantil á landinu, en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu undir kvöld. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust nærri suðurströndinni yfir daginn.
Á mánudag: Breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Hiti í kringum frostmark en allt að 6 stigum við suðurströndina.
Á þriðjudag: Suðvestanátt og skýjað en bjart austanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig seinnipartinn.
Á miðvikudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt og skýjað með dálítilli rigningu vestantil en bjart með köflum á austanverðu landinu. Hiti 3 til 8 stig.