Heiðursþingmaður sem lifði af dvöl í Auschwitz situr yfir fyrsta þingfundi ítalska þingsins Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. október 2022 11:40 Giorgia Meloni (t.v.), Liliana Segre og Ignazio La Russa. Myndin er samsett. Getty/Antonio Masiello, Mondadori Portfolio, Liliana Segre, 92 ára kona sem lifði af helförina mun sitja yfir fyrsta þingfundi ítalska þingsins eftir nýliðnar kosningar. Segre er heiðursþingmaður á ítalska þinginu og eina manneskja fjölskyldu sinnar sem lifði dvöl í Auschwitz af. Stjórnmálafólk Ítalíu sem hlaut kjör fyrir skömmu hefur verið gagnrýnt fyrir öfgafullar skoðanir og að sýna verkum Mussolini stuðning. Reuters greinir frá því að fyrsta verk þingsins verði líklega að kjósa sér þingforseta en líklegur til þess að hreppa þann titil sé Ignazio La Russa. La Russa er meðlimur stjórnmálaflokksins „Bræður Ítalíu“ en flokkurinn hlaut flest þingsæti eftir kosningarnar í september síðastliðnum. Leiðtogi flokksins er hin hægri sinnaða Giorgia Meloni en hún hefur sagst ekki líta á sig sem fasista þrátt fyrir að hún hafi sem unglingur verið meðlimur í ungliðahreyfingu fasista sem studdi Benito Mussolini. Myndbönd sem birst hafi árið 2018 af La Russa, sem ber millinafnið Benito, eru sögð hafa sýnt safn hans af munum sem minni á tíma Ítalíu undir stjórn Mussolini. Mussolini var fasískur einræðisherra á Ítalíu á árunum 1922 til 1945 en hann myndaði bandalag með alræmda nasíska einræðisherranum Adolf Hitler. Hann samþykkti einnig lög sem leiddu til dauða nærri sex þúsund ítalskra gyðinga í útrýmingarbúðum. Fyrsti þingfundurinn hefur atburðarrásina sem leiðir til þess að forseti Ítalíu veitir leiðtogum stjórnmálaflokka stjórnarmyndunarumboð. Búist er við því að fundir forseta og flokkaleiðtoga eigi sér stað fyrir lok október. Líkur eru á því að Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu Ítalíu. Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Reuters greinir frá því að fyrsta verk þingsins verði líklega að kjósa sér þingforseta en líklegur til þess að hreppa þann titil sé Ignazio La Russa. La Russa er meðlimur stjórnmálaflokksins „Bræður Ítalíu“ en flokkurinn hlaut flest þingsæti eftir kosningarnar í september síðastliðnum. Leiðtogi flokksins er hin hægri sinnaða Giorgia Meloni en hún hefur sagst ekki líta á sig sem fasista þrátt fyrir að hún hafi sem unglingur verið meðlimur í ungliðahreyfingu fasista sem studdi Benito Mussolini. Myndbönd sem birst hafi árið 2018 af La Russa, sem ber millinafnið Benito, eru sögð hafa sýnt safn hans af munum sem minni á tíma Ítalíu undir stjórn Mussolini. Mussolini var fasískur einræðisherra á Ítalíu á árunum 1922 til 1945 en hann myndaði bandalag með alræmda nasíska einræðisherranum Adolf Hitler. Hann samþykkti einnig lög sem leiddu til dauða nærri sex þúsund ítalskra gyðinga í útrýmingarbúðum. Fyrsti þingfundurinn hefur atburðarrásina sem leiðir til þess að forseti Ítalíu veitir leiðtogum stjórnmálaflokka stjórnarmyndunarumboð. Búist er við því að fundir forseta og flokkaleiðtoga eigi sér stað fyrir lok október. Líkur eru á því að Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu Ítalíu.
Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22
Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21