Vígamenn tengdir al-Qaeda tóku Afrin í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 14:51 Vígamenn Hayat Tahrir al-Sham, öfgahópi sem myndaður var af meðlimum al-Qaeda í Sýrlandi á æfingu í sumar. Getty/Anas Alkharboutl Vígamenn öfgahópsins Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, hafa tekið yfir stjórn borgarinnar Afrin í samnefndu héraði í Sýrlandi. HTS er afsprengi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Sýrlandi en vígamennirnir náðu tökum á borginni eftir harða bardaga við meðlimi öfgahópsins Al-Jabha Al-Shamiyyah. HTS hefur hingað til verið ráðandi í Idlib-héraði Sýrlands, sem liggur nærri Afrin. Afrin var lengi undir stjórn sýrlenska Kúrda og þótti vera vin friðar í óöldinni í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin þar hófst árið 2011. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið síðan þá, svo vitað sé, og um helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Það breyttist þó árið 2018 þegar öfgahópar, studdir af Tyrkjum, réðust á héraðið með stuðningi tyrkneska hersins. Íslendingurinn Haukur Hilmarsson, sem barðist með Kúrdum, féll þá í Afrin-héraði en talið var að það hefði gerst í loftárás tyrkneska hersins. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn AFP fréttaveitan sagði frá því í gær að bardagar hefðu átt sér stað í Afrin á undanförnum dögum. Margir öfgahópar berjast um yfirráð á svæðinu og ríkir þar mikil óreiða. Í morgun bárust svo fregnir af því að vígamenn HTS hefðu náð tökum á Afrin-borg og hefðu flutt þangað mikinn liðsauka Héraðsmiðillinn Kurdistan24.net sagði svo einnig frá því að HTS hefði tekið Afrin-borg og vísaði meðal annars í samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem vakta átökin í Sýrlandi. Not to mention this ex-Regime T-72[A/M1?] reinforcing the advancing HTS forces. Note the use of low loaders to transfer heavy armour, not ruining tracks, roads and using fuel to drive the vehicles directly.pic.twitter.com/fVuo2893rD— C O s (@CalibreObscura) October 13, 2022 Þetta ku vera í fyrsta sinn sem vígamenn HTS koma til borgarinnar frá því Tyrkir og sveitir þeirra réðust á héraðið. Áðurnefndur héraðsmiðill segir að átökin hafi byrjað á því að aðgerðasinni sem gekk undir nafninu Abu Ghannoum og ólétt kona hans voru myrt í úthverfi Aleppo-borgar. Eftir morðið hafi vígamenn nokkurra öfgahópa sem Tyrkir styðja byrjað að berjast sín á milli. Þessir hópar hafa lengi deilt sín á milli og hafa sömuleiðis lengi verið sakaðir um mannréttindabrot gegn fólki á yfirráðasvæðum þeirra. Sýrland Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
HTS hefur hingað til verið ráðandi í Idlib-héraði Sýrlands, sem liggur nærri Afrin. Afrin var lengi undir stjórn sýrlenska Kúrda og þótti vera vin friðar í óöldinni í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin þar hófst árið 2011. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið síðan þá, svo vitað sé, og um helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Það breyttist þó árið 2018 þegar öfgahópar, studdir af Tyrkjum, réðust á héraðið með stuðningi tyrkneska hersins. Íslendingurinn Haukur Hilmarsson, sem barðist með Kúrdum, féll þá í Afrin-héraði en talið var að það hefði gerst í loftárás tyrkneska hersins. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn AFP fréttaveitan sagði frá því í gær að bardagar hefðu átt sér stað í Afrin á undanförnum dögum. Margir öfgahópar berjast um yfirráð á svæðinu og ríkir þar mikil óreiða. Í morgun bárust svo fregnir af því að vígamenn HTS hefðu náð tökum á Afrin-borg og hefðu flutt þangað mikinn liðsauka Héraðsmiðillinn Kurdistan24.net sagði svo einnig frá því að HTS hefði tekið Afrin-borg og vísaði meðal annars í samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem vakta átökin í Sýrlandi. Not to mention this ex-Regime T-72[A/M1?] reinforcing the advancing HTS forces. Note the use of low loaders to transfer heavy armour, not ruining tracks, roads and using fuel to drive the vehicles directly.pic.twitter.com/fVuo2893rD— C O s (@CalibreObscura) October 13, 2022 Þetta ku vera í fyrsta sinn sem vígamenn HTS koma til borgarinnar frá því Tyrkir og sveitir þeirra réðust á héraðið. Áðurnefndur héraðsmiðill segir að átökin hafi byrjað á því að aðgerðasinni sem gekk undir nafninu Abu Ghannoum og ólétt kona hans voru myrt í úthverfi Aleppo-borgar. Eftir morðið hafi vígamenn nokkurra öfgahópa sem Tyrkir styðja byrjað að berjast sín á milli. Þessir hópar hafa lengi deilt sín á milli og hafa sömuleiðis lengi verið sakaðir um mannréttindabrot gegn fólki á yfirráðasvæðum þeirra.
Sýrland Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45
Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48