„Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 19:30 Arnar Grétarsson mun taka við þjálfun Vals að tímabilinu loknu. Vísir/Hulda Margrét „Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Í dag staðfesti Valur að Arnar Grétarsson myndi taka við þjálfun liðsins frá og með 1. nóvember. Eftir að Arnar yfirgaf KA nýverið þar sem hann hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við annað lið grunaði flest öllum að hann yrði næsti þjálfari Vals, það var svo staðfest í gær. „Ég held að á síðustu sex árum hefur Valur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari, það sýnir hvar félagið er. Ef maður horfir á aðrar íþróttagreinar, handbolta og körfubolta, þau lið eru í fremstu röð og það er þar sem fótboltinn vill líka vera,“ sagði Arnar um íþróttafélagið Val. „Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur. Það er allt til alls þarna, mikið af frábærum fótboltamönnum og aðstaðan frábær. Allir í kringum félagið eru hálf-ofvirkir, ef maður má segja það. Ég er það sjálfur. Það vilja allir ná árangri, virkilega gaman að vinna með þannig fólki.“ „Að ná árangri er gríðarleg vinna, menn þurfa að leggja mikið á sig og það eru engar tilviljanir í þessu. Þeir sem ná árangri eru búnir að leggja mest á sig. Það er eitthvað sem við þurfum að gera að vana. Eins og ég segi, ég er gríðarlega spenntur að byrja,“ bætti Arnar við. Um nýja leikmenn „Held að það sé líka eðlilegt þegar maður horfir á síðustu tvö ár. Þau hafa ekki verið eins og Valsmenn hafa viljað. Þeir vilja vera í fyrsta sæti, eða kannski öðru sæti, það er alveg klárt. Það eru leikmenn að renna út á samning og þá verða einhverjar breytingar.“ „Mér finnst aðalatriðið vera að við erum að reyna festa þá sem eru að renna út á samning sem við viljum halda og það gengur ágætlega. Svo viljum við bæta við einhverjum leikmönnum, aðalatriðið er að taka inn góða leikmenn sem geta hjálpað okkur. Þess vegna ætlum við ekki að flýta okkur,“ sagði Arnar en fyrr í dag greindi Valur frá því að Birkir Heimisson hefði skrifað undir nýjan samning. „Ég hef verið hjá klúbbum þar sem þú þarft ekki að spyrja að því hvað er verið að stefna á. Ef þú ætlar að spyrja hvað er markmið Vals á næsta ári, ég held þú þurfir ekkert að spyrja að því. Valur er eitt af þessum liðum sem vilja keppa um báðar dollur og það þarf ekkert að segja fyrir fram hvað við ætlum að gera, það er klár krafa á það,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtal: Arnar Grétarsson Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Í dag staðfesti Valur að Arnar Grétarsson myndi taka við þjálfun liðsins frá og með 1. nóvember. Eftir að Arnar yfirgaf KA nýverið þar sem hann hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við annað lið grunaði flest öllum að hann yrði næsti þjálfari Vals, það var svo staðfest í gær. „Ég held að á síðustu sex árum hefur Valur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari, það sýnir hvar félagið er. Ef maður horfir á aðrar íþróttagreinar, handbolta og körfubolta, þau lið eru í fremstu röð og það er þar sem fótboltinn vill líka vera,“ sagði Arnar um íþróttafélagið Val. „Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur. Það er allt til alls þarna, mikið af frábærum fótboltamönnum og aðstaðan frábær. Allir í kringum félagið eru hálf-ofvirkir, ef maður má segja það. Ég er það sjálfur. Það vilja allir ná árangri, virkilega gaman að vinna með þannig fólki.“ „Að ná árangri er gríðarleg vinna, menn þurfa að leggja mikið á sig og það eru engar tilviljanir í þessu. Þeir sem ná árangri eru búnir að leggja mest á sig. Það er eitthvað sem við þurfum að gera að vana. Eins og ég segi, ég er gríðarlega spenntur að byrja,“ bætti Arnar við. Um nýja leikmenn „Held að það sé líka eðlilegt þegar maður horfir á síðustu tvö ár. Þau hafa ekki verið eins og Valsmenn hafa viljað. Þeir vilja vera í fyrsta sæti, eða kannski öðru sæti, það er alveg klárt. Það eru leikmenn að renna út á samning og þá verða einhverjar breytingar.“ „Mér finnst aðalatriðið vera að við erum að reyna festa þá sem eru að renna út á samning sem við viljum halda og það gengur ágætlega. Svo viljum við bæta við einhverjum leikmönnum, aðalatriðið er að taka inn góða leikmenn sem geta hjálpað okkur. Þess vegna ætlum við ekki að flýta okkur,“ sagði Arnar en fyrr í dag greindi Valur frá því að Birkir Heimisson hefði skrifað undir nýjan samning. „Ég hef verið hjá klúbbum þar sem þú þarft ekki að spyrja að því hvað er verið að stefna á. Ef þú ætlar að spyrja hvað er markmið Vals á næsta ári, ég held þú þurfir ekkert að spyrja að því. Valur er eitt af þessum liðum sem vilja keppa um báðar dollur og það þarf ekkert að segja fyrir fram hvað við ætlum að gera, það er klár krafa á það,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtal: Arnar Grétarsson
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki