Þó sigurinn hafi á endanum verið öruggur þá var staðan 1-1 í hálfleik. Heimamenn stigu hins vegar á bensíngjöfina í síðari hálfleik og hefðu getað unnið 5-1 sigur hefði Alexander Jeremejeff skorað úr vítaspyrnunni sem Häcken fékk undir lok leiks.
Það skiptir þó ekki öllu máli og 4-1 sigur Häcken staðreynd. Valgeir Lunddal lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar.
Efter en mycket stark andra halvlek vann BK Häcken med hela 4 1
— BK Häcken (@bkhackenofcl) October 15, 2022
Tack till alla 4730 på plats! Det är nu bara två hemmamatcher kvar av säsongen, se till att ni är på plats då med #bkhäcken pic.twitter.com/7dU7OXDZsX
Häcken er á toppi deildarinnar með 54 stig eftir 26 leiki en alls leika liðin 30 leiki hvert í sænsku úrvalsdeildinni. Djurgården er með 48 stig í öðru sætinu en á leik til góða. Það þarf því nokkuð mikið að ganga á svo Valgeir Lunddal og félagar standi ekki uppi sem meistarar í loka tímabils.