Dabbehhh bjargaði Þór frá því að tapa unnum leik Snorri Rafn Hallsson skrifar 15. október 2022 20:21 Leikurinn fór fram í hinu sígilda Dust 2 korti og því mátti búast við miklum hasar á milli vappanna Minidegreez og Ofvirks. Þór hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn. J0n lokaði skammbyssulotunni fyrir Þór með glæsilegri björgun. Þórsarar áttu í litlum vandræðum með næstu lotur og fjórföld fella frá J0ni kom þeim í 4–0. Minidegreez hélt aftur af Ármanni með vappanum og þegar Ofvirkur náði vappanum í sjöttu lotu tók Minidegreez hann út. Hyperactive endaði einn gegn þremur en réð ekki við verkefnið. Það var ekki fyrr en í níundu lotu sem Ármann krækti sér loks í stig. Þór hafði hins vegar slík heljartök á leiknum að Ármann átti ekki séns. Leikmenn liðsins voru algjörlega slegnir út af laginu og skipulagið lítið sem ekkert. Á sama tíma voru J0n og Rean atkvæðameiri en gengur og gerist á meðan Minidegreez lék á vappann eins og ljúfa hörpu. Staða í hálfleik: Þór 13 – 2 Ármann Ármann vann skammbyssulotuna í síðari hálfleik og splæsti Vargur beint í vappa eftir það. Sú undarlega ákvörðun borgaði sig því þreföld fella frá honum skilaði Ármanni fjórða stiginu í leiknum og þó nokkrum fellum í lotunum þar á eftir þar sem Ármann virtist loksins vera búið að ná tökum á eigin leik. Fyrstu fimm loturnar féllu með Ármanni en fjórföld fella frá Dabbehhh batt enda á þá sigurgöngu. Þreföld fella frá J0ni kom Þór í þá stöðu að vera bara einni lotu frá sigri í leiknum. Ofvirkur sló sigrinum á frest með ási í 23. lotu og enn var líf í leiknum. Minidegreez var með sigurinn í höndunum í lotunni þar á eftir en geigaði skotinu eftir þrefalda fellu í sparlotu. Leikur sem virtist löngu tapaður fyrir Ármann var með ótrulegum hætti orðinn vinnanlegur þar sem liðið hafði unnið 10 lotur í síðari hálfleik á móti 2 hjá Þór. En Þór þurfti einungis eina lotu í viðbót og hún kom í þeirri 28. þegar Þórsarar loksins kláruðu leikinn. Lokastaða: Þór 16 – 12 Ármann Næstu leikir liðanna: LAVA – Ármann, fimmtudaginn 27/10, klukkan 19:30. TEN5ION – Þór, fimmtudaginn 27/10, klukkan 20:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Ármann Tengdar fréttir Minidegreez rauf 30-fellu múrinn gegn Viðstöðu í Ancient Lið Þórs og Viðstöðu mættust í lokaleik 5. umferðar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. 14. október 2022 16:30 Bl1ck í framlínunni þegar NÚ felldi ísbjörninn í framlengingu Það voru Ármann og NÚ, liðin í 2. og 3. sæti Ljósleiðaradeildarinnar sem mættust í Nuke í gærkvöldi. Framlengingu þurfti til að skera úr um leikinn. 14. október 2022 14:01
Leikurinn fór fram í hinu sígilda Dust 2 korti og því mátti búast við miklum hasar á milli vappanna Minidegreez og Ofvirks. Þór hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn. J0n lokaði skammbyssulotunni fyrir Þór með glæsilegri björgun. Þórsarar áttu í litlum vandræðum með næstu lotur og fjórföld fella frá J0ni kom þeim í 4–0. Minidegreez hélt aftur af Ármanni með vappanum og þegar Ofvirkur náði vappanum í sjöttu lotu tók Minidegreez hann út. Hyperactive endaði einn gegn þremur en réð ekki við verkefnið. Það var ekki fyrr en í níundu lotu sem Ármann krækti sér loks í stig. Þór hafði hins vegar slík heljartök á leiknum að Ármann átti ekki séns. Leikmenn liðsins voru algjörlega slegnir út af laginu og skipulagið lítið sem ekkert. Á sama tíma voru J0n og Rean atkvæðameiri en gengur og gerist á meðan Minidegreez lék á vappann eins og ljúfa hörpu. Staða í hálfleik: Þór 13 – 2 Ármann Ármann vann skammbyssulotuna í síðari hálfleik og splæsti Vargur beint í vappa eftir það. Sú undarlega ákvörðun borgaði sig því þreföld fella frá honum skilaði Ármanni fjórða stiginu í leiknum og þó nokkrum fellum í lotunum þar á eftir þar sem Ármann virtist loksins vera búið að ná tökum á eigin leik. Fyrstu fimm loturnar féllu með Ármanni en fjórföld fella frá Dabbehhh batt enda á þá sigurgöngu. Þreföld fella frá J0ni kom Þór í þá stöðu að vera bara einni lotu frá sigri í leiknum. Ofvirkur sló sigrinum á frest með ási í 23. lotu og enn var líf í leiknum. Minidegreez var með sigurinn í höndunum í lotunni þar á eftir en geigaði skotinu eftir þrefalda fellu í sparlotu. Leikur sem virtist löngu tapaður fyrir Ármann var með ótrulegum hætti orðinn vinnanlegur þar sem liðið hafði unnið 10 lotur í síðari hálfleik á móti 2 hjá Þór. En Þór þurfti einungis eina lotu í viðbót og hún kom í þeirri 28. þegar Þórsarar loksins kláruðu leikinn. Lokastaða: Þór 16 – 12 Ármann Næstu leikir liðanna: LAVA – Ármann, fimmtudaginn 27/10, klukkan 19:30. TEN5ION – Þór, fimmtudaginn 27/10, klukkan 20:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Ármann Tengdar fréttir Minidegreez rauf 30-fellu múrinn gegn Viðstöðu í Ancient Lið Þórs og Viðstöðu mættust í lokaleik 5. umferðar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. 14. október 2022 16:30 Bl1ck í framlínunni þegar NÚ felldi ísbjörninn í framlengingu Það voru Ármann og NÚ, liðin í 2. og 3. sæti Ljósleiðaradeildarinnar sem mættust í Nuke í gærkvöldi. Framlengingu þurfti til að skera úr um leikinn. 14. október 2022 14:01
Minidegreez rauf 30-fellu múrinn gegn Viðstöðu í Ancient Lið Þórs og Viðstöðu mættust í lokaleik 5. umferðar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. 14. október 2022 16:30
Bl1ck í framlínunni þegar NÚ felldi ísbjörninn í framlengingu Það voru Ármann og NÚ, liðin í 2. og 3. sæti Ljósleiðaradeildarinnar sem mættust í Nuke í gærkvöldi. Framlengingu þurfti til að skera úr um leikinn. 14. október 2022 14:01
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti