Ólgusjór í Vestmannaeyjum | Jonathan Glenn rekinn frá ÍBV Atli Arason skrifar 15. október 2022 19:11 Jonathan Glenn hefur verið sagt upp störfum hjá ÍBV. Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn, þjálfara ÍBV, hefur verið sagt upp störfum sem aðalþjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. ÍBV er harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum fyrir ákvörðunina, meðal annars frá leikmönnum íslenska landsliðsins. Þórhildur Ólafsdóttir, eiginkona Glenn og nú fyrrum leikmaður ÍBV, greindi fyrst frá tíðindunum á Facebook í dag. Þar gagnrýnir Þórhildur ÍBV fyrir framkomu félagsins gagnvart Glenn og telur að ÍBV forgangsraði karlaliðinu fram yfir og kvennalið félagsins. Þórhildur lék með kvennaliði ÍBV í sumar en hefur sagt skilið við félagið eftir tíðindi dagsins. „Upp komu nokkur leiðindamál yfir tímabilið. Glenn ýtti því sem ógnaði hans ímynd og orðspori til hliðar með velferð liðsins í huga. Það sem ekki var mikilvægt, gat beðið og setti hann allan fókusinn á leikmennina og liðið. Þessi atvik voru samt sem áður mikill stessvaldur og höfðu ekki bara áhrif á þjálfara, heldur klefann allan,“ skrifaði Þórhildur og bætir við að Glenn hafi borist hótanir fyrir störf sín hjá ÍBV. Þórhildur Ólafsdóttir lék 12 leiki fyrir ÍBV í sumar.ÍBV Sport „Foreldrar og öðrum fannst þeir eiga rétt á að skipta sér af störfum hans og reyndu jafnvel að þvinga hans ákvörðunartöku með því að ýta á hann sjálfan sem og ráðið. Það gekk svo langt að honum bárust hótanir í facebook samskiptum við eitt foreldrið (já í meistaraflokki). Knattspyrnuráð sýndi lítinn sem engan stuðning eða vilja til að leysa þessi mál og draga línuna þar sem hún á að liggja.“ ÍBV vildi ekki leyfa Glenn að fá aðstoðarþjálfara þar sem sá einstaklingur var ekki íslenskur en á sama tíma var karlalið ÍBV með þrjá erlenda aðstoðarþjálfara. Seint og síðar meir kom inn aðstoðarþjálfari sem var einnig markmannsþjálfari karlaliðsins. „Það var svo loksins samþykkt að markmannsþjálfari klúbbsins yrði ráðinn í stöðu aðstoðarþjálfara en á þeim tímapunkti var Glenn orðinn örvæntingarfullur að ekki myndi vera ráðið í stöðuna. Þetta þýddi jú að hann hefði ekki aðstoðarþjálfara heila æfingu og svo gerðist það oft að aðstoðarþjálfarinn var í öðrum verkefnum, til að mynda með karlaliðinu, enda ráðinn í 100% stöðu sem markmannsþjálfari. Þetta var ekki það eina en fram að sumri var enginn sjúkraþjálfari aðgengilegur fyrir liðið, Glenn þurfti einfaldlega að bjarga þessu sjálfur, teypa ökkla og fleira sem er alveg hreint ótrúlegt,“ skrifaði Þórhildur Ólafsdóttir en pistil Þórhildar í heild má lesa hér að neðan. > Öll spjót standa nú að ÍBV en landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir skrifaði á Twitter að hún væri í áfalli yfir tíðindum dagsins. Er ekki allt í góðu hjá ÍBV? Ég er í áfalli að lesa hvernig komið er fram við kvennaliðið… getum við gefið þessu athygli, stelpurnar eiga meira skilið en þetta!! https://t.co/cF58ctGVLy— Ingibjörg Sigurðar. (@ingibjorg25) October 15, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, hvatti ÍBV til að gera betur og spyr Daníel Geir Moritz, formann knattspyrnudeildar ÍBV, hvort félagið sé stolt af framkomu sinni. Þessi grein… @DanelGeirMoritz eru þið stolt af þessu? Gerið betur. https://t.co/ztxySEjEnw— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) October 15, 2022 Arnar Páll Garðarsson, fráfarandi þjálfari KR, lagði einnig orð í belg en honum finnst sláandi að lesa um mál félagsins. Tvö félög í efstu deild þar sem er búið að gagnrýna stjórn harkalega vegna áhugaleysis í rauninni. Væri athyglisvert að vita hvernig þetta er í raun og veru hjá öllum liðum landsins. Þetta er sláandi lesning https://t.co/WDG1aLohKg— Arnar Páll (@arnar9) October 15, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Þórhildur Ólafsdóttir, eiginkona Glenn og nú fyrrum leikmaður ÍBV, greindi fyrst frá tíðindunum á Facebook í dag. Þar gagnrýnir Þórhildur ÍBV fyrir framkomu félagsins gagnvart Glenn og telur að ÍBV forgangsraði karlaliðinu fram yfir og kvennalið félagsins. Þórhildur lék með kvennaliði ÍBV í sumar en hefur sagt skilið við félagið eftir tíðindi dagsins. „Upp komu nokkur leiðindamál yfir tímabilið. Glenn ýtti því sem ógnaði hans ímynd og orðspori til hliðar með velferð liðsins í huga. Það sem ekki var mikilvægt, gat beðið og setti hann allan fókusinn á leikmennina og liðið. Þessi atvik voru samt sem áður mikill stessvaldur og höfðu ekki bara áhrif á þjálfara, heldur klefann allan,“ skrifaði Þórhildur og bætir við að Glenn hafi borist hótanir fyrir störf sín hjá ÍBV. Þórhildur Ólafsdóttir lék 12 leiki fyrir ÍBV í sumar.ÍBV Sport „Foreldrar og öðrum fannst þeir eiga rétt á að skipta sér af störfum hans og reyndu jafnvel að þvinga hans ákvörðunartöku með því að ýta á hann sjálfan sem og ráðið. Það gekk svo langt að honum bárust hótanir í facebook samskiptum við eitt foreldrið (já í meistaraflokki). Knattspyrnuráð sýndi lítinn sem engan stuðning eða vilja til að leysa þessi mál og draga línuna þar sem hún á að liggja.“ ÍBV vildi ekki leyfa Glenn að fá aðstoðarþjálfara þar sem sá einstaklingur var ekki íslenskur en á sama tíma var karlalið ÍBV með þrjá erlenda aðstoðarþjálfara. Seint og síðar meir kom inn aðstoðarþjálfari sem var einnig markmannsþjálfari karlaliðsins. „Það var svo loksins samþykkt að markmannsþjálfari klúbbsins yrði ráðinn í stöðu aðstoðarþjálfara en á þeim tímapunkti var Glenn orðinn örvæntingarfullur að ekki myndi vera ráðið í stöðuna. Þetta þýddi jú að hann hefði ekki aðstoðarþjálfara heila æfingu og svo gerðist það oft að aðstoðarþjálfarinn var í öðrum verkefnum, til að mynda með karlaliðinu, enda ráðinn í 100% stöðu sem markmannsþjálfari. Þetta var ekki það eina en fram að sumri var enginn sjúkraþjálfari aðgengilegur fyrir liðið, Glenn þurfti einfaldlega að bjarga þessu sjálfur, teypa ökkla og fleira sem er alveg hreint ótrúlegt,“ skrifaði Þórhildur Ólafsdóttir en pistil Þórhildar í heild má lesa hér að neðan. > Öll spjót standa nú að ÍBV en landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir skrifaði á Twitter að hún væri í áfalli yfir tíðindum dagsins. Er ekki allt í góðu hjá ÍBV? Ég er í áfalli að lesa hvernig komið er fram við kvennaliðið… getum við gefið þessu athygli, stelpurnar eiga meira skilið en þetta!! https://t.co/cF58ctGVLy— Ingibjörg Sigurðar. (@ingibjorg25) October 15, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, hvatti ÍBV til að gera betur og spyr Daníel Geir Moritz, formann knattspyrnudeildar ÍBV, hvort félagið sé stolt af framkomu sinni. Þessi grein… @DanelGeirMoritz eru þið stolt af þessu? Gerið betur. https://t.co/ztxySEjEnw— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) October 15, 2022 Arnar Páll Garðarsson, fráfarandi þjálfari KR, lagði einnig orð í belg en honum finnst sláandi að lesa um mál félagsins. Tvö félög í efstu deild þar sem er búið að gagnrýna stjórn harkalega vegna áhugaleysis í rauninni. Væri athyglisvert að vita hvernig þetta er í raun og veru hjá öllum liðum landsins. Þetta er sláandi lesning https://t.co/WDG1aLohKg— Arnar Páll (@arnar9) October 15, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
ÍBV Besta deild kvenna Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vill sýna að KR sé að gera mistök Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR. 10. september 2022 13:31 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjá meira
Vill sýna að KR sé að gera mistök Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR. 10. september 2022 13:31