Stofnun Alfred Wegeners verðlaunuð á Hringborði norðurslóða Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2022 19:11 Antje í stórkostlegu umhverfi á Grænlandi við samnefndan jökul. Vísir/RAX Stofnun Alfred Wegeners hlaut í kvöld verðlaun Hringborðs norðurslóða við hátíðlega athöfn í Hörpu en ráðstefnan hefur staðið þar yfir frá því á fimmtudag. Stofnunin stóð að baki umfangsmiklum leiðangri um norðurskautið árið 2019 þar sem hundrað manna áhöfn jökla-, umhverfis- og náttúrurfræðinga um borð í skipinu Polarstern safnaði umfangsmiklum gögnum um norðurskautsísinn á eins árs tímabili. Gögnin eru nú aðgengileg öllum í opnu gagnasafni rannsóknastofnunarinnar sem er nefnd í höfuðið á þýska jöklafræðingnum Alfred Wegener. Hann er jafnframt meðal fyrstu pólfara sögunnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofunum sem talin eru hafa lagt sitt af mörkum til umhverfismála og baráttu gegn loftslagsvánni, af því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Hringborðs norðurslóða. Árið 2016 voru verðlaunin fyrst veitt Ban Ki-moon, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 hlaut John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna svo sömu viðurkenningu. Antje Boetius, framkvæmdastjóri Alfred Wegener stofnunarinnar, segir þessa viðurkenningu tilheyra öllum vísindamönnum. Nú sem fyrr sé mikilvægt að reyna að skilja hvað er að eiga sér stað og afhjúpa hvað framtíðin geti borið í skauti sér. Norðurslóðir séu einstakt umhverfi sem mæti miklum áskorunum vegna hnattrænar hlýnunar og séu heimili ótal menningarhópa. Markus Rex, vísindamaður hjá Alfred Wegener stofnuninni, segir verðlaunin vera mikinn heiður og telur að þau muni hjálpa stofnuninni að vera sterkari rödd fyrir norðurslóðir og gera þær sýnilegri. Heimshlutinn sé miðpunktur loftslagsbreytinga þar sem hlýnun eigi sér stað hvað hraðast og því sé mikilvægt að vekja athygli á stöðu mála þar á heimssviðinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Stofnunin stóð að baki umfangsmiklum leiðangri um norðurskautið árið 2019 þar sem hundrað manna áhöfn jökla-, umhverfis- og náttúrurfræðinga um borð í skipinu Polarstern safnaði umfangsmiklum gögnum um norðurskautsísinn á eins árs tímabili. Gögnin eru nú aðgengileg öllum í opnu gagnasafni rannsóknastofnunarinnar sem er nefnd í höfuðið á þýska jöklafræðingnum Alfred Wegener. Hann er jafnframt meðal fyrstu pólfara sögunnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofunum sem talin eru hafa lagt sitt af mörkum til umhverfismála og baráttu gegn loftslagsvánni, af því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Hringborðs norðurslóða. Árið 2016 voru verðlaunin fyrst veitt Ban Ki-moon, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 hlaut John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna svo sömu viðurkenningu. Antje Boetius, framkvæmdastjóri Alfred Wegener stofnunarinnar, segir þessa viðurkenningu tilheyra öllum vísindamönnum. Nú sem fyrr sé mikilvægt að reyna að skilja hvað er að eiga sér stað og afhjúpa hvað framtíðin geti borið í skauti sér. Norðurslóðir séu einstakt umhverfi sem mæti miklum áskorunum vegna hnattrænar hlýnunar og séu heimili ótal menningarhópa. Markus Rex, vísindamaður hjá Alfred Wegener stofnuninni, segir verðlaunin vera mikinn heiður og telur að þau muni hjálpa stofnuninni að vera sterkari rödd fyrir norðurslóðir og gera þær sýnilegri. Heimshlutinn sé miðpunktur loftslagsbreytinga þar sem hlýnun eigi sér stað hvað hraðast og því sé mikilvægt að vekja athygli á stöðu mála þar á heimssviðinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16
Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00